Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 14

Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 14
LEIKSTJÓRINN RIDLEY SCOTT Leikstjóri Robin Hood er Ridley Scott, einn af öflugustu leikstjórum seinni ára. Scott varð heimsfrægur þegar hann gerði Alien (1979) og fylgdi henni eftir með annarri stórmynd, Blade Runner (1982). Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til óskarsverðlauna, fyrir myndirnar Thelma & Louise (1991), Gladiator (2000) og Black Hawk Down (2001), en aldrei hreppt hnossið. Á teikniborðinu hjá Scott um þessar mundir er önnur Alien-mynd og þá hefur verið rætt um að gera framhaldsmynd af Robin Hood. Ridley Scott er eldri bróðir leikstjórans Tony Scott sem hefur gert fjölmargar spennumyndir, nú síðast The Taking of Pelham 123. kvikmyndir Hæð: 180 sentimetrar. Besta hlutverk: Bud White í hinni frábæru L.A. Confidential. Ein svalasta lögga kvikmyndasögunnar. Skrýtin staðreynd: Hefur komið víða við í tónlist. Hann var í hljómsveit sem hét 30 Odd Foot of Grunts og snemma á níunda áratugnum hljóðritaði hann lagið I Want To Be Like Marlon Brando undir nafninu Rus le Roq. Eitruð tilvitnun: „Fólk sakar mig um að vera alltaf hrokafullur. Ég er ekki hrokafullur, ég er einbeittur.“ 1964Fæðist 7. aprílí Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands. 1987 Leikur í fjór- um þáttum í sápu- óperunni Nágrönnum. 1990Þreytirfrumraun sína í kvikmyndum þegar hann leikur lítið hlutverk í áströlsku myndinni Blood Oath. 1995Leikur í fyrstuHollywood- myndum sínum, Virtuosity og The Quick and the Dead. 1999Tilnefndur tilóskarsverðlauna í fyrsta skipti fyrir hlutverk sitt í The Insider. Tapar fyrir Kevin Spacey úr American Beauty. 2000 Hlýturóskars- verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Maximus í Gladiator. 2001Tilnefndur tilóskarsverðlauna þriðja árið í röð fyrir hlutverk sitt sem John Nash í A Beautiful Mind. Tapar fyrir Denzel Washington úr Training Day, en hlýtur Golden Globe- og BAFTA- verðlaun fyrir hlutverkið. 2003Kvænisttónlistarkonunni Danielle Spencer. Þau eiga saman tvö börn. 2005Handtekinn fyrirað henda síma í hótelstarfsmann. Sættir nást í málinu eftir að Crowe borgar starfsmanninum morðfé í skaðabætur. Russell Crowe FERILLINN 14 Monitor FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Frumsýningar helgarinnar Robin Hood Leikstjóri: Ridley Scott Aðalhlutverk: Russell Crowe, Cate Blanchett, Max von Sydow, William Hurt, Mark Strong og Danny Huston. Lengd: 140 mínútur. Dómar: Engir dómar komnir. Aldurstakmark: 12 ára. Kvikmyndahús: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka, Sambíóin Selfossi og Borgarbíó Akureyri. Hér er sögð sagan af hinum mikla bogmanni, Robin Hood, frá því hann berst við Frakka í her Ríkharðs konungs og þar til hann snýr aftur til bæjarins Nottingham sem er niðurníddur af spillingu og harðræði alræmds fógeta. Robin Hood verður fljótlega hetja fólksins og nær einnig athygli hinnar fögru ekkju Lafði Marion (Blanchett). Sígild saga í miklum hasarbúningi í leikstjórn Ridley Scott. ÞAÐ ER ENGINN AFSLÁTTUR GEFINN HJÁ HRÓA HETTI VILTU VINNA MIÐA? Monitor ætlar að gefa nokkrum heppnum lesendum miða á Robin Hood. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Facebook-síðu Monitor og velja LIKE á kvikmyndaþráð vikunnar. Á mánudag drögum við svo út nokkra sigurvegara. Þú finnur okkur með því að slá inn „Tímaritið Monitor“ í leitarstrenginn. The Last Song Leikstjóri: Aaron Zigman Aðalhlutverk: Miley Cyrus, Greg Kinnear, Bobby Coleman, Liam Hemsworth, Hallock Beals og Kelly Preston. Lengd: 107 mínútur. Dómar: IMDB: 3,0 / Metacritic: 3,3 / Rotten Tomatoes: 20% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Sambíóin Kringlunni og Sambíóin Akureyri. Rómantísk dramamynd um Ronnie (Cyrus), 17 ára uppreisnargjarna stúlku sem hefur ekki verið söm síðan foreldrar hennar skildu fyrir þremur árum. Móðir hennar sendir hana að búa með föður sínum, sem starfar sem kennari og píanóleikari, í smábæ nokkrum. Það þykir henni afar skítt í fyrstu, en eftir að hún kynnist Will (Hemsworth) er lífið ekki svo glatað eftir allt saman. MILEY CYRUS HEFUR EKKI SUNGIÐ SITT SÍÐASTA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.