Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 13.05.2010, Qupperneq 9

Monitor - 13.05.2010, Qupperneq 9
N ÍN A D Ö G G F IL IP P U S D Ó T T IR Nína Dögg Filippusdóttir situr sjaldan auðum höndum. Hún var ein af þeim sem stofnuðu leik- hópinn Vesturport á sínum tíma og hefur eytt undan- förnum áratug á fjölum leikhúsa víða um heim og fyrir framan tökuvélarnar. Nú leikur hún í uppfærslu Vesturports á gullmola William Shakespeare, Rómeó og Júlíu, en verkið var frumsýnt á dögunum í Borgarleikhúsinu. Nína var engu að síður til í að gefa Monitor klukkutíma í spjall um allt og ekkert. Nú er verið að frumsýna Rómeó og Júlíu. Hvernig hefur þetta gengið? Þetta hefur gengið mjög vel. Það er ótrúlega gaman að koma að þessu aftur. Það eru átta ár síðan við frumsýndum verkið fyrst og sjö ár síðan við lékum þetta síðast á íslensku. Við höfum leikið þetta oftast á ensku og það er mjög fyndið að koma að þessu aftur á íslensku. Við fengum mörg hlátursköst þegar við vorum að stíga skrefin inn í þetta aftur. Okkur þykir öllum voðalega vænt um þessa sýningu og okkur hefur alltaf liðið eins og við værum ekki alveg búin með hana hérna heima. Við erum í góðu formi og þetta gengur allt furðulega vel. Var ekki erfitt fyrir Íslendinga að leika heilt leikrit á ensku, kvöld eftir kvöld? Ég kveið mikið fyrir þessu en við fengum alveg frábæran talþjálfara sem hjálpaði okkur með enskuna. Þegar maður fer að leika Shakespeare finnur maður hvað hann var assgoti flinkur. Hann skrifar þetta svo útpælt. Hver sérhljóði hjálpar manni að ná í tilfinningarnar. Þegar það er mikil reiði þá notar hann mikið af S-um og T-um, sem stinga. Þegar það er mikil sorg þá er mikið um O og A. Það er magnað að stúdera þetta. Maður þarf að þjálfa munninn öðruvísi en maður er vanur. En svo lærði maður þetta bara utanbókar. Maður var kannski mest stressaður yfir því að geta ekki bjargað sér ef maður ruglaðist. Og til hverra höfðar sýningin aðallega? Ég myndi segja að hún væri fyrir alla. Þannig var Shakespeare nú bara. Hann hafði eitthvað fyrir alla í verkunum sínum. Nú er Shakespeare mikilfenglegur og stór í sniðum. Finnst þér öðruvísi að leika í þannig verkum heldur en þeim lágstemmdari? Þú notar öðruvísi orku. Í Rómeó og Júlíu þarf ég að nota alla orku sem ég á. Þetta er klassík, mikið um tilfinningar, mikið af áhættuatriðum og maður notar líkamann öðruvísi. Það var til dæmis algjör unaður að leika í Kommúnunni að því leyti að það var svo afslappað. Sem betur fer er þetta fjölbreytt. Ég myndi ekki nenna að leika bara Shakespeare. Nú ert þú einn af stofnmeðlimum Vesturports, sem byrjaði töluvert smærra í sniðum en úr varð. Var það af ásetningi sem Vesturport varð svona stórt? Við settum okkur eitt markmið. Við ætluðum að verða besti leikhópur í Evrópu. Það byrjaði sem hálfgert djók, en síðan fannst okkur við vera komin langt með það að ná því markmiði. Þannig að þá var ákveðið að verða besti leikhópur heims. Eins og ég segi, þetta var meira grín en alvara, en ég held að við séum nú alveg að mjakast í áttina að því að verða einn af stóru leikhópunum í heiminum. Nú fer eiginmaður þinn, Gísli Örn Garðarsson, með hlutverk í kvikmyndinni Prince of Persia sem frumsýnd var um síðustu helgi. Hvernig upplifun er þetta búið að vera? Þetta er auðvitað alveg meiriháttar. Frábært að hann skuli hafa fengið þetta hlutverk og komist inn í þennan heim. Ég var svo heppin að ég gat verið með honum þarna úti í Marokkó í mánuð með dóttur okkar, fólkið var alveg yndislegt og það var bara ótrúlega gaman fyrir okkur frá þessu litla landi að koma inn í svona stórt batterí. Það var öllu tjaldað til og allir peningar í heiminum í þessu og allt á Hollywood-skala. Og hvernig er það að þurfa að ferðast svona mikið? Við höfum unnið svona fram og til baka. Gísli hefur unnið töluvert úti í London með leikhópi sem heitir Kneehigh. Við vorum bæði með þeim í fyrra og ferðuðumst út um allt Bretland og vorum þar úti í níu mánuði. En við eigum heima hér. Ég er fastráðin í Borgarleikhúsinu næstu tvö árin. Þannig að ef hann meikar það í Hollywood þá verður hann að fara á undan þér? Þá verður hann að fara á undan mér, þessi elska. Nei, nei, þá verður hann bara að fljúga fram og til baka. Ég nenni ekki til Hollywood. En hvað gerir maður samt ekki fyrir karlinn? En svo við hverfum aðeins til fortíðar, hvernig og hvenær smitaðist þú af leiklistarbakteríunni? Ég held ég hafi smitast mjög snemma. Mamma var mjög dugleg við að fara með mig í leikhús. Og amma og afi. Áhuginn kviknaði mjög snemma. Svo er ég líka trúður að eðlisfari. Ég er reyndar að reyna að losa mig við hann með þroskanum, en það var aldrei langt í sprellið. En ég var svona, hvað á maður að segja, fíflið í hópnum. En ég var samt ekki mjög dugleg við að fara á námskeið og svona. Einhvers staðar inni í mér var ég hrædd við höfnunina. Ég var hrædd við að vera ekki valin í hlutverk. Og þess vegna ýtti ég því svolítið frá mér að þora að taka þátt og bjó til allskonar afsakanir fyrir því að taka ekki þátt. En svo kom þetta bara með auknum þroska. Síðan fór ég í FB og fór þar í leiklistina og í nemendasýninguna og þá fattaði ég að þetta væri það sem ég vildi gera. Myndirðu segja að leikarar væru öðruvísi en aðrir listamenn? Rithöfundar og tónlistarmenn virðast oft vera svolítið bældir en leikarar faðma mann meira. Við erum auðvitað að vinna öll svo náið saman, líkamlega. Snerting fær örugglega aðra merkingu hjá okkur en flestum öðrum. Ég get nuddað næsta mann ef honum er illt í öxlunum og við eigum mjög auðvelt með að knúsast og halla okkur upp að hvort öðru. Þar liggur kannski einhver munur, því að í okkar starfi verður þetta að vera frá. Þú ert í fjögur ár að vinna ótrúlega náið með bekknum þínum. Bara í leikfiminni eruð þið að kúldrast ofan á hvort öðru. Þið eruð að rúlla og veltast um í svita hvors annars og girðingarnar eru ótrúlega fljótar að hverfa. Nú hefur þú látið hafa eftir þér að þér finnist lítið mál að koma nakin fram. Hefurðu gert mikið af því? Nei. Ja, hann Páll Baldvin gagnrýnandi skrifaði krítík um Rambó 7, verkið sem við gerðum í Þjóðleikhúsinu með Jóni Atla og Agli Heiðari. Í krítíkinni segir hann „Hvað er að karlmönnunum sem Nína vinnur alltaf með? Þurfa þeir alltaf að taka hana úr fötunum eða vill hún það kannski sjálf?“. Mér þykir mjög vænt um þessa krítík. Fyrsta verkefnið sem ég gerði eftir útskrift var Englabörn, og það fjallar um sifjaspell. Ég var í svona gegnsæjum kjól. Næsta verkefni var Kryddlegin hjörtu. Þar löbbuðum við maðurinn minn nakin inn í sólarlagið. Meira held ég að ég hafi ekki verið nakin á sviði. Jú, í Kommúnunni. Að neðan. Það hljómar eins og versta martröð margra, að þurfa að standa allsber uppi á sviði. Ég er ekki feimin að eðlisfari. Við erum öll eins, og öll með þetta sem við erum alltaf að hylja. Við förum í sund og erum í pínulitlu bikiníi en finnst skrýtið að koma fram á nærfötunum. Fyrir mér er það bara það sama. Nú var Kóngavegur frumsýndur fyrir skemmstu. Hvernig hafa viðtökurnar verið? Þetta var meiriháttar skemmtilegt. Valdís (Óskars- dóttir, leikstýra) er alveg ótrúleg kona og með góða framleiðendur á bak við sig (framleiðslufyrirtækið Mystery). Hún kom til Gísla fyrir mörgum árum með hugmyndina að Sveitabrúðkaupi, sem var fyrri myndin hennar, og vildi fá hópinn í verkefnið. Við ákváðum að kýla á þetta og gerðum Sveitabrúðkaup og það var frábærlega gaman. Og Valdís var svo áköf eftir þetta og vildi strax fara í næsta verkefni. Og þá kom hún með hugmynd að mynd sem gerist í hjólhýsahverfi. Svo bara óð hún í þetta, fékk okkur öll aftur í lið með sér og við kýldum bara á þetta og viðtökurnar hafa verið góðar. Að lokum, hvað er framundan hjá þér? Næst er það kvikmyndin Brim. Það er verið að leggja lokahönd á hana. Ég á skipi með fullt af köllum. Hún verður frumsýnd vonandi í haust. Síðan ætla ég að halda áfram að sýna Dúfurnar og Faust þangað til ég fer til London í haust en okkur hjá Vesturporti og Borgarleikhúsinu var boðið til London með Faust-sýninguna. Eftir Hauk Viðar Alfreðsson haukurv@monitor.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is dda næsta mann honum er illt Ég held að við séum nú alveg að mjakast í áttina að því að verða einn af stóru leikhópunum í heiminum. 9FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Monitor Nína Dögg Filippusdóttir er ein af stofnendum leikhópsins Vesturports og um þessar mundir leikur hún Júlíu í klassíkinni Rómeó og Júlía. Nína segist vera trúður að eðlisfari og er ófeimin við að koma nakin fram. Á 60 SEKÚNDUM Skemmtilegasta hlutverkið: Þetta er erfitt. En það er alltaf gaman að koma aftur að Júlíu. Þau eru flest skemmtileg en Júlía stendur líklega upp úr. Líklega vegna þess að ég hef leikið hana 400 sinnum. Draumamótleikari/-leikkona: Ertu að djóka? Þetta er ekki flókið. Kate Winslet eða Sean Penn. Nei, ég tek þetta til baka. Ég verð að segja Meryl Streep. Drauma-castið er allavega þær tvær. Og Sean Penn. Uppáhaldskvikmynd: Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Ég get horft á hana aftur og aftur. Uppáhaldstónlistarmaður: Nick Cave dettur oft inn sko. En minn uppáhalds tónlistarmaður er bróðir minn, Sigurjón Brink. Uppáhaldsmatur: Nautasteik. Rare. Með góðu meðlæti. Kartöflumús og feitri smjör-Bernaisse. Þá er ég hamingjusöm. Og smá grænmeti og eðalrauðvín. Uppáhaldsstaður á Íslandi: Ég hef ferðast svo lítið um landið en ég fór næstum því að gráta þegar ég kom á Rauðasand í sumar. Ég kafnaði úr fegurð. Farðu þangað í sumar, ég mæli með því.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.