Monitor - 13.05.2010, Side 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010
fílófaxið
ÍSLANDSKLUKKAN
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
19:00 Stórbrotið skáldverk umsjálfsmynd lítillar þjóðar og
sjálfstæði í glænýrri leikgerð. Íslandsklukkan
eftir Halldór Laxness er afmælissýning
Þjóðleikhússins, en 60 ár eru liðin frá opnun
þess þann 20. apríl árið 1950. Íslandsklukkan
var einmitt ein af þremur opnunarsýningum
leikhússins. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson.
Miðaverð 3.400 krónur.
MUNAÐARLAUS
Norræna húsið
19:00 og 22:00 Haldnar verðatvær aukasýningar á þessu
leikriti sem sló óvænt í gegn fyrr á þessu
ári. Verðskrá á þessa sérstöku sýningu er
tekjutengd og greiðir lágtekjufólk 2.000
krónur, miðtekjufólk 3.000 krónur og
hátekjufólk 5.000 krónur.
DÚFURNAR
Borgarleikhúsið, Nýja Sviðið B
19:00 og 22:00 Forstjórinn Róberthverfur eftir jólaboð
fyrirtækisins. Í kjölfarið sest vænisjúka
taugahrúgan Holgeir í forstjórastólinn, þótt
honum sé það þvert um geð. Meinfyndið
leikrit eftir David Gieselmann sem ætti
að höfða til þeirra sem hafa gaman af
sjónvarpsþáttum á borð við Klovn og The
Office. Miðaverð 3.450 krónur.
UPPLIFUN Í HLJÓÐI
Íslenska óperan
20:00 Marilyn Mazur og SidselEndresen stíga á stokk
ásamt norrænum jazzistum á tvöföldum
tónleikum í tilefni 20 ára afmælis Jazzhátíðar
Reykjavíkur og 40 ára afmælis Listahátíðar
í Reykjavík. Með Marilyn leika Nils Petter
Molvær á trompet og Eivind Aarset á gítar,
en saxófónleikarinn Håkon Kornstad stígur á
svið með Sidsel. Miðaverð 3.500 krónur.
FERÐASAGA GUÐRÍÐAR
Víkingaheimar, Reykjanesbæ
20:00 Víkingaskipið Íslendingurer orðinn að leiksviði
í nýju leikhúsi í Víkingaheimum í
Reykjanesbæ. Fyrsta sýningin sem þar
er sett upp er Ferðasaga Guðríðar eftir
Brynju Benediktsdóttir, í nýrri uppfærslu
Maríu Ellingsen en sýningin fór upphaflega
sigurför um Bandaríkin og Kanada í tilefni
árþúsundamótanna. Miðaverð 3.400 krónur.
RÓMEÓ OG JÚLÍA
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið B
20:00 Einn af fjölmörgumviðburðum í boði á Listahátíð
í Reykjavík er uppfærsla litháíska leikstjórans
Osakaras Korsunovas á einni rómuðustu
ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu eftir
Shakespeare. Þessi uppsetning hefur ferðast
um allan heim og hlotið fjölda verðlauna.
Miðaverð 4.500 krónur.
VILLIDÝR / PÓLITÍK
Borgarleikhúsið, Litli Salur
20:00 Radíusbræðurnir Davíð ÞórJónsson og Steinn Ármann
Magnússon leiða saman hesta sína á ný í
íslenskri útgáfu frægrar uppistandssýningar
Ricky Gervais. Fyrir hlé er það Pólitík
með Davíð Þór og eftir hlé mætir Steinn
Ármann með Villidýr. Leikstjóri er Gunnar
B. Guðmundsson sem leikstýrði síðasta
Áramótaskaupi og kvikmyndinni Astrópíu.
Miðaverð 3.450 krónur.
LITLA FLUGAN
Salurinn í Kópavogi
21:00 Tónleikar til heiðurs SigfúsiHalldórssyni. Perlur hans
fluttar af Stefáni Hilmarssyni, Heru Björk
Þórhallsdóttur og Agli Ólafssyni. Tondeleyo,
Litla flugan, Dagný, Við Vatnsmýrina og fleiri
ódauðleg lög.
DJ NINO OG DRAMATÍK
Kaffi Zimsen
21:00 Trúbadorastemning
TRÚBBAR
English Pub
21:00 Maggi mundar gítarinn oghitar upp fólkið til miðnættis
en þá taka trúbadorarnir Þór og Raggi við.
A BAND ON STAGE OG
DÆTRASYNIR
Kaffi Rósenberg
22:00 Dætrasynir bjóða upp ákankvíst karlrembupopp og
A Band on Stage flytur ábreiður af erlendum,
angurværum eðalballöðum.
SNORRI HELGASON, STAF-
RÆNN HÁKON OG MIRI
Sódóma
22:00 Nokkrir af skjólstæðingumKimi Records útgáfunnar
koma hér saman á skemmtilegum tónleikum.
Kjörið tækifæri til að sjá Snorra Helgason
áður en hann heldur til Bretlands til að spila
á Jajaja tónlistarhátðinni og eins að sjá hina
austfirsku Miri-menn áður en þeir yfirgefa
borgina í bili fyrir heimahagana.
DJ KÁRI
Kaffibarinn
22:00 Trylltur dans og tómt stuðfram eftir öllu.
PRÓFLOKADJAMM X-977
Nasa
22:30 Útvarpsstöðin X-977 fagnarmeð námsmönnum í tilefni
prófloka. Fram koma Endless Dark, Hoffman,
Ultra Mega Technobandið Stefán, Cliff Clavin
og Ensími, nokkrar af frambærilegustu
rokksveitum landsins. Miðaverð er 1.200
krónur og fer forsala miða fram á midi.is.
UNE SOIRÉE DU TWIST!
Nýlenduvöruverzlun Hemma & Valda
23:00 Í sjöunda sinn verður tvistaðfram á nótt á Hemma og
Valda. Í þetta sinn er það ekki síst til að fagna
komu sumarsins.
NONNI & MANNI
Karamba
23:45 Vinkonurnar Nonni og Mannihalda hita í mönnum langt
fram eftir nóttu.
DJ JÓNAS ÓLI Á B5
B5
00:00 Jónas Óli þeytir skífum oglætur liðið dansa.
Ofbeldisfullt
sýrutripp í
gegnum Pólland
TVEIR FÁTÆKIR PÓLSKU-
MÆLANDI RÚMENAR
Norðurpóllinn
20:00
„Ég get nú ekki beint sagt að þetta sé splatter.
En það er hasar í þessu,“ segir Hannes Óli
Ágústsson, einn leikenda í leikritinu Tveir
fátækir pólskumælandi Rúmenar sem nú er
sýnt í leikhúsinu Norðurpólnum. Þetta er ekki
fyrsta átakasagan sem Hannes leikur í en hann
er landsmönnum vel kunnur fyrir eftirminnilega
túlkun sína á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í
Áramótaskaupinu.
Í leikritinu segir frá manni og konu sem ferðast
um Pólland á stolnum bíl og skilja eftir sig blóði
drifna slóð. „Þegar líða tekur á verkið kemur í
ljós að kannski er ekki alveg allt eins og það lítur
út fyrir að vera í upphafi og við fylgjumst með
því hvernig þessi ökuferð breytist í martröð,“
segir Hannes. Hann segir að þótt leikritið minni
óneitanlega á söguþráðinn í kvikmyndinni
Natural Born Killers sé það engan veginn
jafnblóðugt.
Norðurpóllinn er nýtt leikhús, en Hannes segir
það engan veginn hafa reynst erfitt að fá fólk til
að mæta. „Þetta gæti alveg tvímælalaust orðið
framtíðarleikhús í Reykjavík. Það er vonandi að
svo verði,“ segir Hannes.
FÍASÓL
Þjóðleikhúsið, Kúlan
13:00 og 15:00 Átta áragleðisprengjan Fíasól er
drottning í sínu eigin risastóra hugmyndaríki.
En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt
að hún missir þær út í vitleysu. Sprellfjörug
sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á
vinsælum barnabókum eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur. Leikstjóri er Vigdís
Jakobsdóttir. Miðaverð 1.500 krónur.
BRINDISI
Íslenska Óperan
16:00 Kvennakórinn Vox feminaeverður með tónleika í
Íslensku óperunni þar sem tónleikagestum
er boðið í ferðalag um heim óperusögunnar.
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur nokkrar
óperuaríur auk þess sem hún syngur
einsöng með Vox feminae og félögum
úr Karlakórnum Fóstbræðrum. Þá munu
einsöngvarar úr röðum kórfélaga stíga á svið.
ÍSLANDSKLUKKAN
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
19:00 Stórbrotið skáldverk umsjálfsmynd lítillar þjóðar og
sjálfstæði í glænýrri leikgerð. Íslandsklukkan
eftir Halldór Laxness er afmælissýning
Þjóðleikhússins, en 60 ár eru liðin frá opnun
þess þann 20. apríl árið 1950. Íslandsklukkan
var einmitt ein af þremur opnunarsýningum
leikhússins. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson.
Miðaverð 3.400 krónur.
SÖGULEGIR SÖNGFUGLAR
Leikfélag Akureyrar, Samkomuhúsið
20:00 Nú er komið að lokatón-leikum í tónleikaröðinni
Sögulegir söngfuglar en þar mun Jana María
Guðmundsdóttir söng- og leikkona, fjalla um
Ellý Vilhjálms í gegnum söng og frásögn við
undirleik Valmars Valjaots. Miðaverð 1.500 kr.
LEIF OVE ANDSNES
Háskólabíó
20:00 Hinn heimskunni norskipíanóleikari Leif Ove
Andsnes kemur fram á tónleikum á vegum
Listahátíðar í Reykjavík ásamt systkinunum
Christian Tetzlaff, fiðluleikara og Tönju
Tetzlaff, sellóleikara. Á tónleikunum sam-
einar tríóið krafta sína í rómantískri og
tilfinningaríkri efnisskrá sem er tileinkuð
Robert Schumann, en í ár eru 200 ár liðin frá
fæðingu hans. Miðaverð eru 4.900 krónur og
4.200 krónur.
TVEIR FÁTÆKIR
PÓLSKUMÆLANDI
RÚMENAR
Norðurpóllinn
20:00 Um hávetur ferðuðust tveirfátækir pólskumælandi
Rúmenar á puttanum um pólska sveit. Þau
skildu eftir sig sviðna jörð hvert sem þau
fóru, en ekki eru þó allir sammála um hvað
gerðist í raun og veru. Ofbeldisfullt sýrutripp
í gegnum Pólland nútímans sem er einskonar
samblanda af ferðalagi Maríu meyjar og
Jósefs til Betlehem, Natural Born Killers, Fear
and Loathing in Las Vegas, Bertholt Brecht og
Samuel Beckett. Miðaverð 2.100 krónur.
DÚFURNAR
Borgarleikhúsið, Nýja Sviðið B
20:00 Forstjórinn Róbert hverfureftir jólaboð fyrirtækisins.
Í kjölfarið sest vænisjúka taugahrúgan
Holgeir í forstjórastólinn, þótt honum sé það
þvert um geð. Meinfyndið leikrit eftir David
Gieselmann sem ætti að höfða til þeirra sem
hafa gaman af sjónvarpsþáttum á borð við
Klovn og The Office. Miðaverð 3.450 krónur.
SALSA OG MOJITO
Thorvaldsen
20:00 Suðræn stemning í hæstagæðaflokki. Salsa- og
mojitokvöld.
HIPP HOPP VS. ROKK
Sódóma
21:00 Hipp hopparar og rokkararleiða saman hesta sína á
sérstökum viðburði á Sódóma. Fram koma
Ástþór Óðinn, Stjörnuryk, Orri Err, Nögl,
Narfur og No Matches.
PUB QUIZ SAMMARANS
English Pub
22:00 Vikuleg fótboltaspurninga-keppni á vegum
umsjónarmanna vefsins Sammarinn.com.
fimmtudagur
13
maí
föstudagur
14
maí laugardagur
SKOPPA OG SKRÍTLA
Á TÍMAFLAKKI
Borgarleikhúsið, Litla svið
12:00 og 14:00 Í þessari nýjustusýningu Skoppu og Skrítlu
láta þær sér ekki nægja að ferðast um
heiminn, heldur ferðast þær líka um í tíma
og hitta fyrir fólk og fyrirbrigði sem eru ekki
vanalega á rölti í miðbænum. Syngjandi glöð
sýning fyrir alla fjölskylduna.
FÍASÓL
Þjóðleikhúsið, Kúlan
13:00 og 15:00 Átta áragleðisprengjan Fíasól er
drottning í sínu eigin risastóra hugmyndaríki.
En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt
að hún missir þær út í vitleysu. Sprellfjörug
sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á
vinsælum barnabókum eftir Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur.
VÖLUNDARHÚSIÐ
Norðurpóllinn
15:00 Sýning fyrir alla fjölskyldunasem er allt í senn leiksýning,
tónleikar, myndlistarsýning, leikvöllur
og tilraunastofa. Börnin ganga í gegnum
völundarhúsið og á leið sinni geta þau tekið
þátt í hinum ýmsu þrautum. Leikstjóri er
Íris Stefanía Skúladóttir. Aðgangseyrir 1.200
krónur.
MARÍUSÖNGVAR
Kristskirkja við Landakot
16:00 Fjöldi tónskálda hefurí gegnum tíðina helgað
Maríu mey verk sín og endurreisnin
var sannkallað blómaskeið slíkra
Maríusöngva. Kammerkórinn Carmina
ásamt einsöngvurum syngur Maríusöngva í
Kristskirkju, meðal annars hið víðfræga Ave
Maria eftir Josquin des Prez. Miðaverð 2.500
krónur.
KRISTJÁN JÓHANNSSON
OG SÖNGVINIR
Íþróttahúsið á Ísafirði
17:00 Einn fremsti óperusöngvariÍslands fyrr og síðar, Kristján
Jóhannsson, hefur á síðustu vikum flutt
tónleika víða um land. Að þessu sinni eru
það Ísfirðingar sem hann sækir heim.
MANNAKORN
Háskólabíó
19:00 og 22:00 Mannakorn þarfvarla að kynna en sveitin gaf
út sína fyrstu plötu 1976. Í tilefni af útgáfu
sinnar elleftu plötu efnir þessi sögufræga
hljómsveit til tónlistarveislu. Miðaverð 3.900
krónur.
RÓMEÓ OG JÚLÍA
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið B
20:00 Einn af fjölmörgumviðburðum í boði á
Listahátíð í Reykjavík er uppfærsla litháíska
leikstjórans Osakaras Korsunovas á einni
rómuðustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og
Júlíu eftir Shakespeare. Þessi uppsetning
hefur ferðast um allan heim og hlotið fjölda
verðlauna. Miðaverð 3.950 krónur.
Lítið um dúfur
og hurðaskelli
„Þetta fjallar reyndar alls ekki um dúfur, en þær koma
engu að síður við sögu,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. Hún
leikur í leikritinu Dúfurnar sem nú er verið að sýna við góðar
undirtektir í Borgarleikhúsinu. Að sögn Unnar fjallar leikritið
um fólk sem er orðið svolítið ruglað af áreiti samtímans
og lendir í allskyns skakkaföllum og reynir svo að leysa úr
flækjum sínum á mjög gamansaman hátt.
Húmornum í verkinu hefur verið líkt við þann sem
viðgengst í þáttum á borð við Klovn og The Office. „Fólk má
alls ekki búast við því að fara á hefðbundinn farsa þar sem
hurðum er skellt og allir eru í einhverjum framhjáhaldsmissk
ilningi,“ segir hún. „Þetta er allt annars konar húmor. Ég held
það sé óhætt að segja að þetta sé afar súrt.“