Monitor - 13.05.2010, Síða 13

Monitor - 13.05.2010, Síða 13
fílófaxið 13FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Monitor sunnudagur 16 maí SCHUBERT Fríkirkjan 11:00 Morguntónleikaröð ÁgústsÓlafssonar bassasöngvara og Gerrits Schuils píanóleikara í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum flytja þeir þrjá þekktustu ljóðasöngva Schuberts en óvenjulegt er að hafa tækifæri til að hlýða á þá alla með svona stuttu millibili. Miðaverð 2.000 krónur. SKOPPA OG SKRÍTLA Á TÍMAFLAKKI Borgarleikhúsið, Litla svið 12:00 og 14:00 Í þessari nýjustusýningu Skoppu og Skrítlu láta þær sér ekki nægja að ferðast um heiminn, heldur ferðast þær líka um í tíma og hitta fyrir fólk og fyrirbrigði sem eru ekki vanalega á rölti í miðbænum. Syngjandi glöð sýning fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð 1.950 krónur. ALGJÖR SVEPPI – DAGUR Í LÍFI STRÁKS Íslenska óperan 13:00 Sveppi fer meðaðalhlutverkið í þessari skemmtilegu fjölskyldusýningu og honum til halds og trausts er leikarinn Orri Huginn Ágústsson. Sýningin byggir á barnaplötu Gísla Rúnars, Algjör sveppur, frá árinu 1978. Leikstjóri er Felix Bergsson og tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Miðaverð 2.800 krónur. FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 13:00 og 15:00 Átta áragleðisprengjan Fíasól er drottning í sínu eigin risastóra hugmyndaríki. En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt að hún missir þær út í vitleysu. Sprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á vinsælum barnabókum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir. Miðaverð 1.500 krónur. GRANNMETISLÖG Gerðuberg 14:00 Caput-hópurinn, ásamtGuðrúnu Ólafsdóttur, flytur sönglagaflokk eftir Hauk Tómasson og Þórarin Eldjárn. Sprotar að vori, ungir tónsmiðir, stíga einnig á stokk. MARÍUSÖNGVAR Kristskirkja við Landakot 16:00 Fjöldi tónskálda hefurí gegnum tíðina helgað Maríu mey verk sín og endurreisnin var sannkallað blómaskeið slíkra Maríusöngva. Kammerkórinn Carmina ásamt einsöngvurum syngur Maríusöngva í Kristskirkju, meðal annars hið víðfræga Ave Maria eftir Josquin des Prez. Miðaverð 2.500 krónur. EILÍLF ÓHAMINGJA Borgarleikhúsið, Litla svið 18:00 Andri Snær Magnason ogÞorleifur Örn Arnarson, höfundar verksins, ræddu á síðastliðnu ári við fleiri en þúsund Íslendinga, og eftir standa fimm persónur sem lifna við á sviðinu. Miðaverð 3.450 krónur. GLERLAUFIN Norðurpóllinn 20:00 Breskt nútímaleikrit eftirhinn margrómaða höfund Philip Ridley en hann hefur skrifað fjölda leikrita og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir skrif sín. Miðaverð 2.500 krónur. BEDROOM COMMUNITY Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið 20:00 TónlistarsamstarfiðBedroom Community hefur lagt Evrópu að fótum sér með The Whale Watching Tour en túrnum ljúka þeir einmitt með tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Með þeim á ferðalaginu eru Nadia Sirota viola, Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Borgar Magnason kontrabassi og Helgi Hrafn Jónsson básúna og söngur. Daníel Bjarnason, tónskáld og stjórnandi, opnar tónleikana með eigin verki fyrir litla hljómsveit. Miðaverð 3.500 krónur. RÓMEÓ OG JÚLÍA VESTURPORTS Borgarleikhúsið, Stóra sviðið C 20:00 Árið 2002 frumsýndiVesturport Rómeó og Júlíu á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin sló í gegn og markaði hún upphafið að glæstu gengi leikhópsins. Síðan hefur sýningin ferðast víða um heim og hlotið mikla athygli, enda uppsetningin mikið sjónarspil en þar mætast sirkus og leikhús með nýjum hætti. Frábært tækifæri til að rifja upp kynnin við þessa skemmtilegu sýningu. DAGBÓK ÖNNU KNÚTS - HELFÖRIN MÍN Kaffi Rósenberg 21:00 Bráðfyndið uppistand þarsem Anna Svava Knútsdóttir, leikkona, lýsir unglingsárum Önnu Knúts á gamansaman og dramatískan hátt. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir. Miðaverð 1.000 krónur. TÍUÞYNNKUBÍÓ Prikið 22:00 Kvikmyndinni Anacondaverður varpað á tjald fyrir þá sem vilja hræða úr sér þynnkuna með ónotahrolli. Poppkorn í boði. Frítt inn.15 maí LITLA FLUGAN Salurinn í Kópavogi 17:00 og 21:00 Tónleikar til heiðursSigfúsi Halldórssyni. Perlur hans fluttar af Stefáni Hilmarssyni, Heru Björk Þórhallsdóttur og Agli Ólafssyni. Tondeleyo, Litla flugan, Dagný, Við Vatnsmýrina og fleiri ódauðleg lög. Með hljómsveitarstjórn fer Björn Thoroddsen. Miðaverð 3.500 krónur. GERPLA Þjóðleikhúsið, Stóra svið 20:00 Baltasar Kormákur hefurá undanförnum árum sett upp geysivinsælar sýningar í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann hefur tekið vinsæl og virt skáldverk frumlegum og ögrandi tökum. Ásamt einvala liði leikhúsfólks leggur hann nú til atlögu við meistaraverk Nóbelskáldsins. Miðaverð 3.400 krónur. TRÚBADORASTEMNING English Pub 21:00 Maggi mundar gítarinn oghitar upp fólkið til miðnættis en þá taka trúbadorarnir Þór og Raggi við. DJ KÁRI Á BAKKUS Bakkus 21:00 Rífandi stemning langt framá nótt. A BAND ON STAGE OG DÆTRASYNIR Kaffi Rósenberg 22:00 Dætrasynir bjóða upp ákankvíst karlrembupopp og A Band on Stage flytur ábreiður af erlendum, angurværum eðalballöðum. Skemmtileg tónlist og gott grín í bland. Miðaverð 1.000 krónur. DJ B-RUFF & GÍSLI GALDUR Kaffibarinn 22:00 Benni B-Ruff og Gísli Galdurgera allt vitlaust. ÁRSTÍÐIR, LIGHTS ON THE HIGHWAY OG TOM Sódóma 22:00 Þrjár sveitir sameinast ogbjóða upp á gæðatónlist og góða stemningu. Miðaverð 1.000 krónur. DANS–HANS Á KARAMBA Karamba 23:45 Dans-Hans þeytir skífum oglætur liðið dansa. DJ EINAR Á B5 B5 00:00 Plötusnúðurinn Einar helduruppi stuðinu. Allt að gerast - alla fimmtudaga! monitor@monitor.is DÚFURNAR Borgarleikhúsið, Nýja Sviðið B 19:00 og 22:00   

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.