Ísfirðingur - 15.12.1986, Qupperneq 6
6
ÍSFIRÐINGUR
Magnús Bjömsson:
Bfldudals-
kirkja átta-
tíu ára
Bfldudalskirkja
fimmtíu ára
(Lag: í dag er glatt...).
Vor Guð, sem tímans telur stundir
og takmörk setur öll,
þú skrýðir fögrum gróðri grundir
og gerir dali og fjöll.
Þú, sem ert athvarf allra manna
og öllu gefur líf og blessun sanna,
vorn lofsöng heyr og hjartans mál,
er hljómar þér frá vorri sál.
Hér, Drottinn, með í verki varstu
og vandans leystir bönd,
til sigurs oss og sæmdar barstu,
þótt sýndust málin vönd.
Vér vorum fáir fyrst og smáir,
en fundum vel, að hjartað einkum þráir,
að leita þín og leiðsögn fá
við Ijósið þínu húsi frá.
í dag 2. des. 1986 er kirkj-
an hér á Bíldudal 80 ára, en
hún var vígð 2. des. 1906 af
séra Bjarna Símonarsyni
prófasti á Brjánslæk.
Bíldudalskirkja er stein-
steypt hús, þ.e. veggir og
stöpull, en gólf og turn úr
timbri. Hæð á krossmarki á
tumi er 17,5 metrar. Kirkjan
er múrhúðuð að utan þannig
að líkast er að hún sé hlaðin.
Arkitekt hússins var
Rögnvaldur Ólafsson, sem
teiknaði margar fegurstu
kirkjur Iandsins. Múrarar
voru Þorkell Ólafsson frá
Reykjavík, Þorsteinn Guð-
mundsson og Finnbogi Jó-
hannsson báðir frá Bíldudal.
Trésmiðir voru: Björn Jóns-
son, Kristinn Grímur Kjart-
ansson og Valdimar Guð-
bjartsson allir frá Bíldudal.
Bíldudalskirkju var valinn
staður á utanverðri Bíldu-
dalseyri og er nú miðsvæðis,
umvafin atvinnu- og mann-
lífi. Mikið átak hefur verið
gert í allri umhirðu kirkj-
unnar og má fullyrða að hún
sé bæjarbúum til mesta
sóma. Umhverfi hennar hef-
ur líka verið lagfært og fegr-
að.
Elstu munir í eigu kirkj-
unnar eru komnir úr Otra-
dalskirkju. Predikunarstóll-
inn er frá 1699 með myndum
af Kristi og postulunum.
Altaristafla er frá 1737 með
mynd af síðustu kvöldmál-
tíðinni og skírnarfontur frá
svipuðum tíma. Aðalaltaris-
taflan er eftir Þórarin B.
Þorláksson frá 1916, með
mynd frá gröf Krists „Kona
því grætur þú.“ Margir fleiri
munir eru í kirkjunni, sem
ekki er unnt að telja upp hér.
Prestar sem þjónað hafa
Bíldudalskirkju frá 1906 eru
eftirtaldir: Jón Árnason,
Helgi Konráðsson, Jón
Jakobsson, Jón Kr. ísfeld,
Sigurpáll Óskarsson, Óskar
Finnbogason, Tómas Guð-
mundsson, Þórarinn Þór
(prófastur á Patreksfirði),
Dalla Þórðardóttir og nú-
Magnús Bjömsson.
verandi prestur séra Flosi
Magnússon, sem er nú tek-
inn til starfa.
í tilefni af afmælinu hafa
kirkjunni borist ýmsar gjafir,
m.a. kr. 50.000.00 frá Kven-
félaginu Framsókn og kr.
350.000.00 frá Fiskvinnsl-
unni á Bíldudal hf. til bólstr-
unar á bekkjum kirkjunnar,
gjöf Fiskvinnslunnar er
einnig tengd minningu
tveggja látinna félaga úr
stjóm Fiskvinnslunnar.
í dag gaf sóknarnefnd út
fjölritaðan bækling um sögu
Bíldudalskirkju eftir séra Jón
Kr. ísfeld og fl. Séra Flosi
Magnússon mun messa þann
7. des. í fyrsta sinn hér á
Bíldudal og verður það há-
tíðarmessa vegna þessa til-
efnis og mun Kvenfélagið
Framsókn bjóða til kaffi-
drykkju í kaffistofu Fisk-
vinnslunnar eftir messu.
Megi kirkjan áfram verða
það athvarf sem hún hefur
verið fyrir okkur Bílddæl-
inga og staðnum til sóma.
Þú kveiktir eldinn, Guö vor góður,
og gafst oss styrk og þrá.
Til þín vor hljómar þakkaróður,
sem þagna aldrei má.
Um hálfa öld í gráti og gleði
þín gæska hér oss styrk og huggun léði.
Hér var oss best í skúrum skjól,
hér skein oss bjartast Drottins sól.
Vér biðjum allir einum rómi,
af öllum huga og sál,
að hér um framtíð Ijós Guðs Ijómi
og leiftri guðamál,
að musterið Guðs miskunn geymi
og máttur hans um hjörtun þaðan streymi,
að kynslóð hver, sem kemur hér
í kærleik, Drottinn, fylgi þér.
Finnbogi J. Arndal.
Ort í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar 1956 af
Finnboga J. Arndal, en hann bjó á Bíldudal um
aldamót. Frumflutt af kór Bíldudalskirkju 1956.
baidubs
Frá Bfldudal víð Amarfjörö.