Ísfirðingur - 15.12.1986, Side 10
10
ÍSFIRÐINGUR
Pétur Bjamason:
Ein lítil ferðasaga
AF SKIPULAGSMÁLUM:
Fimmtudagsmorgunn 21.
nóvember 1985. Ég er búinn að
ganga frá öllum plöggum í
töskunni og ferðaáætlunin ligg-
ur fyrir.
Flug suður kl. 12, fundur þar
kl. 13.00. Eftir hann ýmis er-
indrekstur í ráðuneyti. Á föstu-
dag skyldi ekið með Guðmundi
Jónassyni norður á bóginn að
Broddanesi, hitta þar náms-
stjóra og skólamenn af Strönd-
um á vinnufundi, fara síðan að
Drangsnesi og vera þar á fundi
með skólanefnd um kvöldið.
Þaðan að Klúku í Bjarnarfirði,
fundur með skólanefnd á laug-
ardagsmorgni. Hitta sveitar-
stjóm Hólmavíkurhrepps síð-
degis og reyna svo að fá jeppa
yfir Steingrímsfjarðarheiði ef
ekki væri ófært. Konan myndi
þá koma Djúpið á móti okkur,
heim um kvöldið.
Gallinn við þessar vetrará-
ætlanir er sá, að veðrið á það til
að snúa þeim við og ónýta allt
skipulag. Bjartsýnin er þó ávallt
höfð að veganesti.
Helgi Jónasson, starfsbróðir
minn úr Garðabænum hringir
kl. hálfellefu. Hann er kominn
með einhverja pest og liggur í
rúminu. Fundi frestað fram yfir
mánaðamótin. Hringt frá Flug-
leiðum skömmu síðar, ófært í
bili, reyna kl. hálfþrjú. Ég af-
panta farið og hringi i Vega-
gerðina. Steingrímsfjarðarheiði
er vel fær og mokstursdagar
verða þriðjudagar og föstudag-
ar í vetur. Veðurspá er góð. Eg
hef illan bifur á heiðinni að
fenginni fyrri reynslu, en læt
kylfu ráða kasti. Skófla, þykkir
sokkar, síðar nærbuxur og ýmis
vetrarklæðnaður er borið út í
bíl, álteppi, varanesti, fyllt á
bensín og olía og mér er ekkert
að vanbúnaði. Ég læt vita á
Strandir af breytingu á ferðaá-
ætlun, Hörður skólastjóri á
Hólmavík fær að vita áætlaðan
komutíma. Þá er bara að kyssa
konuna og drífa sig af stað.
UM ÁLFTAFJÖRÐ
Veður er gott, 3—4 stiga hiti,
skúraleiðingar á láglendi en
slydda til fjalla. Það eru um 230
km til Hólmavíkur og ætti því
að taka um fjóra tíma ef allt
gengur vel. Frá ísafirði liggur
leiðin út með Skutulsfirði aust-
anverðum og fyrir Arnarnes.
Við Arnarnes strandaði breski
togarinn Boston Wellvale í des-
ember 1966. Mannbjörg varð,
ekki síst fyrir vasklega fram-
göngu björgunarmanna frá ísa-
firði og góða aðhlynningu
heima í Arnardal. Skipið náðist
síðar á flot og fiskaði um árabil
fyrir íslendinga undir nafninu
Rán, kom síðan til Isafjarðar
1984 og hlaut að sjálfsögðu
nafnið Arnarnes og var gerður
út á úthafsrækju.
Álftafjarðarmegin er ekið í
gegn um fyrstu veggöng á ís-
landi. Þau voru gerð í gegn um
Arnarneshamar árið 1948 og
eru ekki löng, en voru mikil
samgöngubót á sínum tíma.
Arnarneshamar gengur í sjó
fram og var mikill tálmi vegfar-
endum. Fram að þessu hef ég
ekið á bundnu slitlagi og líkað
vel, en þess er nú lítt að vænta á
þessari leið meira, utan kaflans í
gegn um Súðavík.
Súðavík stendur við Álfta-
fjörð, þorp með 260 ibúum sem
lifa af sjávarafla og hafa yfirleitt
næga atvinnu. Þorpið er, eins og
flest sjávarþorp á Vestfjörðum,
tvær til þrjár húsalengjur eftir
ströndinni. Eyrardalsá rennur í
gegn um þorpið innanvert en
dalurinn ofan við nefnist
Sauradalur. Fjallið Kofri gnæf-
ir yfir, 635 metra hátt, en sjálfur
tindurinn er sérkennilegur
klettahaus, sem sést víða að.
Innan við Súðavík er Lang-
eyri. Þar herma sagnir að
Hansakaupmenn hafi haft
bækistöð fyrr á tímum. Um
1882 hófu Norðmenn fram-
kvæmdir á eyrinni, byggðu þar
bryggju og hús fyrir hvalveiði-
stöð, sem rekin var þar fram um
aldamótin. Nú er öllu daufara á
Langeyri, en þar er þó enn
nokkur starfsemi við fiskverk-
un.
Innan við þorpið er barna-
skólinn og neðan til við veginn,
litlu innar er kirkja staðarins,
sem flutt var frá Hesteyri eftir
að byggð lagðist þar af. Ekki
voru allir á eitt sáttir um þann
flutning á sínum tíma, en þær
öldur hefur nú lægt og víst hafa
fleiri sálir aðgang þarna til
guðsdýrkunar að öllum jafnaði
en á fyrri staðnum. Kirkjan er
fallegt hús og sómir sér þama
vel.
í Súðavík er mannlíf rólegt
og sagt gott. Þeir hafa gert átak í
því að búa skólann sinn vel að
gögnum — er það vel ljóst að
lífið er ekki bara saltfiskur.
Nú fer heldur að versna öku-
færið, skriplar í spori í hálkunni
en Volvoinn minn tekur þessu
af stillingu, enda reyndur vel,
kominn langt á fermingaraldur,
traustur vagn og góður. Hann er
enda keyptur af presti okkar ís-
firðinga, sem fór til Svíþjóðar
að mennta sig í fræðunum. ís-
firðingur nokkur sem sá mig á
bílnum vék sér að mér og
spurði: „Er það satt að hann
séra Jakob okkar hafi farið utan
til að læra til biskups?“
Ekkert veit ég um það, en hitt
er víst, að bilnum fylgir góður
andi.
Dvergasteinn er rétt við veg-
inn í Álftafirði, þar eru mörg
örnefni af honum dregin og
ýmsar sögur af íbúum þess
steins. Þá er Svarthamar, en þar
fæddist Jón Indíafari, ævin-
týramaður mikill um aldamótin
1600.
Innanvert við fjörðinn er
býlið Seljaland, það er í eigu
ísafjarðarkaupstaðar og var þar
einhverju sinni áformað að
stofna landbúnaðarskóla fyrir
Vestfirðinga, en varð ekki af.
Leiðin liggur út Sjötúnahlíð,
austanvert við fjörðinn. Lítið
landrými virðist fyrir sjö tún á
þessari hlíð, sem er brött og
vestfirsk að lögun. Þó eru til
nöfn þessara býla, en líklegt að
sum þeirra hafi verið tómthús
og jafnvel ekki öll byggð í einu.
„ÚTUNDIR VIGUR“
Á Kambsnesi blasir við eyjan
Vigur, mikil hlunnindajörð og
höfuðból að fornu og nýju. Þar
er stundaður hefðbundinn
búskapur auk æðarræktar og
lundatekju. Ferðamenn sækja
mikið í að koma þar til mynda-
töku og fuglaskoðunar. Bændur
þar eru nú Bjarni og Salvar
Baldurssynir, tóku við búi í
sumar af föður sínum, Baldri
Bjarnasyni.
Hugrún Magnúsdóttir, syst-
urdóttir mín er gift Salvari og ég
hugsa hlýtt til hennar og
strákagauranna hennar tveggja,
sem eru mikil búmannsefni um
leið og ég beygi inn með Seyð-
isfirðinum.
Nú upphefst sá leikur, sem
hrjáður ferðalangur lýsti þannig
fyrir mér, eftir sína fyrstu ferð
inn Djúp: „Þetta er sko einhver
rosalegasta leið sem ég hef far-
ið, því hún er næstum endalaus.
Maður byrjar á því að keyra
einhvern fjörðinn, inn fyrir
botn og svo út með aftur, svona
rétt út undir Vigur, þá kemur
bara nýr fjörður og allt endur-
tekur sig.“
Seyðisfjörður er lítill en
undrafagur fjörður, sem teygir
botninn yfir undir Hestfjörð,
með lágum ás á milli og ein-
angra þeir þannig fjallið Hest,
sem er 547 m stílhreint fjall, al-
þekkt mið af sjó. Framan til við
Hestinn er eyðibýlið Fótur og
enn framar heitir nesið Fola-
fótur. Þar var áður útræði og
þar hóf athafnamaðurinn Einar
Guðfinnsson í Bolungarvík sína
útgerð.
Á Eyri í Seyðisfirði er kirkja.
Hún ásamt kirkjunni í ögri var
ávallt í eigu bænda og bjuggu
því prestar sem þeim þjónuðu
annars staðar í þeim sóknum,
lengi vel í Hvítanesi. Kortið
segir vera símstöð og bréfhirð-
ingu á Eyri, en nú er kominn
sjálfvirkur sími um Djúp og
tæpast miklar annir við bréfa-
burð, því skv. íbúaskrá búa að-
eins tveir menn í Seyðisfirði.
Bryggja er á Eyri eins og víða í
Djúpinu, sem Fagranesið getur
lagst að í áætlunarferðum sín-
um. Til skamms tíma var það
eina sambandið við umheiminn
7—8 mánuði ársins, en þetta er
væntanlega að breytast.
Litlu innar eru Uppsalir. Að-
koman að þeim bæ, sem stend-
ur við þjóðveginn er nokkuð
sérstök, því þar ægir öllu sam-
an, búvélar og byggingarefni
eru þar allt umhverfis.
Úr Hestfírði.
Stillansar hafa um langt skeið
verið á húsinu og margvísleg
merki um að byrjað hefur verið
á framkvæmdum en verklok
ekki enn sýnileg. Bátur er í vör
og ábúandinn virðist sjálfum
sér nægur um aðdrætti að flestu
leyti, enda einn þeirra allnokk-
urra íslendinga, sem skapað
hafa sér sinn eigin lífsstíl, og
láta sér fátt um álit annarra
finnast. Bóndi stendur fyrir
dyrum úti, alskeggjaður og
fornlegur í fasi, ég veifa honum
um leið og bíllinn rennur hjá, en
sé ekki hvort hann tekur kveðju
minni.
Kleifar standa innst í Seyðis-
firði, nú í eyði. í ársbyrjun 1968
bar þar að landi skipverja af
breska togaranum Ross Cleve-
land, Harry Eddom að nafni.
Var hann sá eini sem af komst
þegar skip hans fórst í mann-
skaðaveðrinu þegar Heiðrún II
fórst með allri áhöfn og Notts
County strandaði við Snæ-
fjallaströnd.
Næsti fjörður er Hestfjörður
og dregur hann nafn af fyrr-
greindu fjalli. Þar er nú engin
byggð en berjaland gott á
haustin. Leiðin liggur síðan út
með firðinum út undir Vigur,
svo sem fyrr er sagt og út á
Hvitanes. Þar var áður prestur
en engin kirkjan og var þar talin
hlunnindajörð, eins og víðar í
Djúpi. Áfram er haldið inn með
Skötufirði, sem er langur og
djúpur fjörður með bröttum
hlíðum, inn Eyrarhlíð en áður
er komið að sérkennilegri fjár-
borg við veginn. Hún er hlaðin
úr grjóti, hátt á annan metra á
hæð, breiðust neðst og mjókkar
upp, svipað og maður gæti
hugsað sér að byrjað væri á
grænlensku snjóhúsi. Hleðslu-
efnið er nærtækt, hvarvetna
liggja þunnar hellur mjög hent-
ugar til slíkra hluta.
Innst með firðinum vestan-
verðum er eyðibýli sem heitir
Kleifar eins og fyrra býlið í
Seyðisfirðinum. Þar standa
veggjahleðslur við vegarbrún,
líklega úr nausti en í flæðarmáli
og einnig uppi í skriðum eru
sérkennilegar klappir og stein-
ar, sem eru á að líta áþekkar því
sem svampur væri skorinn um
þvert, alsettar holum og bollum
og dældum. Fyrst dettur manni
í hug að sjávarsvörfun hafi orð-
ið, en þar sem sjá má svipaðar
myndanir koma undan skriðum
hærra í fjallinu virðist líklegra
að bólur þessar hafi myndast
við storknun bergsins. Sjá má
merki þessa víðar við Djúp, t.d.
við Mjóafjörð. Austurströnd
Skötufjarðar er sæbrött og
undirlendi ekkert. Hlíðin út
með firðinum nefnist Fossahlíð
og þótti hin versta yfirferðar.
Sagt er að sr. Amór Jónsson