Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Page 11

Ísfirðingur - 15.12.1986, Page 11
ÍSFIRÐINGUR 11 Holótta grjótið í Skötufirði. fyrrum prófastsur í Vatnsfirði hafi ort um hana þessa vísu: Ár og síð og alla tíð aldrei skrýðist fönnum. Fjandinn ríði Fossahlíð, ég fyrirbýð það mönnum. Utanvert á Fossahlíð er bær- inn Hjallar, allhátt í hlíðinni, þar er naust og hjallur í flæðar- máli ásamt gömlu gangspili, sem hefur lokið sínu hlutverki. Ærið hefur verið brött sjávar- gata og um skriðu að fara. Síðar var vegarslóði lagður út hjall- ann og var þar léttari aðkoma. Gangspil, sömu gerðar og þarna var má enn víða sjá við Djúp. Voru þau notuð við að draga báta undan sjó og gengu þá tveir til sex menn eftir atvik- um á rá, sem stungið var gegn um spilkallinn og sneru honum, en kaðall eða vír festur í bátinn. Er nafnið af þessum göngu- ferðum dregið og voru þessi spil hin gagnlegustu meðan mann- afli var nægur til sveita svo sem áður tíðkaðist. „HESTAKLEIF ER HÁBÖLVUÐ..." Á Ögurnesi kveð ég eyna Vigur, hún mun ekki sjást á þessari leið meira. Næstu ör- nefni eru mörg hver tengd nafninu Ögri, enda hið forna stórbýli brátt á hægri hönd. Þar bjó fyrrum margt stórmenni, svo sem Magnús prúði, Ari sýslumaður, sonur hans og fleiri höfðingjar. Á byggðasafninu á ísafirði má sjá Ögurstofu, sem þar hefur verið sett upp ásamt ýmsum fleiri munum. Tafsöm verður ferðasagan með þessu móti, en nú er greið leið inn með Mjóafirði og þar mæti ég bíl í annað sinn á leið- inni, hið fyrra voru þrír vöru- bílar í Álftafirði, hlaðnir varn- ingi úr höfuðstaðnum. Þeirra vertíð lengist með góðu tíðar- fari. Veitingaskálinn Djúpmanna- búð er með vetrarumbúnaði, enda ekki gesta að vænta úr þessu. Þegar kemur að gatna- mótum við Hestakleif, sé ég mér til léttis að flest hjólför liggja upp á Kleifina, svo hún mun vera opin. Hestakleif er mun styttri leið austuryfir, um 34 km styttri en vegurinn út á nes og fyrir Vatnsfjörð. Vegurinn um Hestakleif er oft ærið misjafn og er það greinilega ekkert nýmæli, því einhvern tíma í fyrndinni var gerð um hana þessi vísa: Hestakleif er hábölvuð hnúkar og slæmur vegur. Haf’ hana skapað góður guð það gert mun hafa tregur. Þetta gengur samt vonum framar, skaflar líklega ruddir fyrir nokkru og vatnsflaumur niður hjólförin. Nú kemur það sér vel, að þegar við settum upp trilluna okkar þá flutti ég nokkuð af ballestinni í bílinn aftanverðan. Hann klórar sig vel upp Kleifina og síðan geng- ur vel niður hinum megin. Leiðin liggur nú inn fyrir Isafjörð og sækist vel. Arngerð- areyri var fyrrum verslunar- staður Inndjúpsmanna en þar er nú fátt sem minnir á það annað en bryggjan. Og þó — þar stendur einnig hús sem stingur mjög í stúf við aðra bæi á leiðinni. Það ber svipmót for- nra kastala með sérkennilegum þakbrúnum, líkt og hugað væri að skotraufum með skjóli á milli. Tæpast hefur þess þó ver- ið nauðsyn, því annað þarfara hafa bændur hér aðhafst en liggja í ófriði sín á milli, ærið verk var að takast á við nátt- úruöflin, þó menn sneru bökum saman. Nýr vegarkafli þar utanvið hressir sálina og þá liggur leiðin fram Langadalinn. Ekið er um hlaðið á Kirkjubóli, þar má fá bensín og aðra slíka þjónustu. Vegurinn um Þorskafjarðar- heiði liggur upp úr Langadal og þar er enn farið upp á veginn yfir Steingrímsfjarðarheiði. Þegar framkvæmdum þar verð- ur lokið mun hann koma niður næsta dal, sem Lágidalur nefn- ist og eru þegar hafnar fram- kvæmdir við þann hlutann. Heiðin reynist mér greiðfær og ég kannast þar við ýmis kenni- leiti, því þar eyddi ég langri vetramótt við mokstur og basl fyrir tæpu ári, en vaskir menn frá Hólmavík komu mér síðan til hjálpar og skiluðu mér til byggða, þökk sé þeim fyrir það. LANDNÁM STEINGRÍMS Það er farið að skyggja þegar ég ek niður Staðardalinn og komin slyddurigning. Ég sé lítið af þessum víðáttumikla og fagra dal í þetta sinnið. Þarna hef ég reyndar gist yfir helgi i fyrstu og einu laxveiðiferð minni, fyrir einum 12—14 árum. Engan fékk ég laxinn, en ferðin var hin ágætasta, og bar margt þar til annað óskylt laxi. Sagt er að Steingrímur land- námsmaður sé heygður í Stein- grímshaugi á Staðarfjalli, en þaðan átti að vera víðsýnt um landnám hans. Ekið er um bæjarhlað á Hrófbergi, en hreppurinn dreg- ur nafn af bænum. Þar eru nú íbúar innan við 30 og eru uppi hugmyndir um sameiningu hans við Hólmavíkurhrepp, sem var stofnaður út úr Hróf- bergshreppi 1943. Hreppsbúum er að vonum nokkur eftirsjá í nafninu, sem er hið uppruna- lega fyrir allt svæðið. Von bráðar blasir við Hólmavík, kauptún með um 420 íbúa, nú vaxandi aftur eftir nokkra lægð á sjötta og sjöunda áratugnum. Atvinna er næg á Hólmavík og er mest sótt til sjávarins, gjöful rækju- og skel- fiskmið í Húnaflóa. Þegar ég kem í skólann er verið að koma fyrir nýjum hús- gögnum í bókasafni, sem er sameiginlegt fyrir héraðið og skólann og vel búið safnkosti. Skólinn er að hluta í nýrri við- byggingu og verður að teljast allvel að honum búið. Sárlega vantar þó íþróttaaðstöðu og heimavistarrými, en Hólmavík er orðin skólamiðstöð sýslunn- ar. Þar er grunnskólanám upp í 9. bekk og sækja þangað nem- endur úr öðrum hreppum. Sem stendur eru þeir vistaðir á einkaheimilum. Erindi mitt hingað er einmitt að hitta hreppsnefndarmenn vegna fyr- irhugaðrar byggingar heima- vistarhúss, ásamt íþróttahúsi og samkomusal. Mér eru sýndar teikningar og rætt er um ýmis atriði framkvæmdarinnar. Hólmavík virðist staður á upp- leið og menn eru þar stórhuga og bjartsýnir. Ég fæ gistingu og góðan beina að fundi loknum hjá Herði skólastjóra, það er stutt að fara, varla steinsnar frá skólahúsinu. Hörður er einnig hreppsnefndarmaður og hann fræðir mig ýmislegt um málefni staðarins. BRODDANESSKÓLI Við rísum árla úr rekkju á föstudag, því halda skal í Broddanesskóla, þar sem verð- ur fræðslufundur með náms- stjórum. Fryst hefur um nóttina og hált á vegum, hreint og stillt veður. Bundið slitlag er komið á veginn alla leið að Húsavík, sem er reisulegt býli við vegamót til Tröllatunguheiðar. Sú leið er einungis fær um hásumarið og þykir þó sjaldan greiðfær. Okkur ber hratt yfir og fyrr en varir erum við komin að Broddanesi. Þar er nýlegur skóli, allsérstæður að bygging- arlagi. Er kennslurými á neðri hæð, en uppi íbúð skólastjóra. Mikill veggur gengur út úr miðri hlið skólans og þegar far- ið er að forvitnast um hlutverk hans, kemur í ljós, að hann er reyndar holur innan og er ætlað að geyma rennihurð, sem er milli skólastofa, svo hægt sé að opna á milli án þess að hurðir séu að flækjast fyrir! Annar skóli sömu gerðar er á Núpi í Dýrafirði og eru nokkuð skiptar skoðanir um hagkvæmni þess- ara bygginga. Á hitt ber þó að líta, að þær setja svip á um- hverfi sitt. Námsstjórarnir Þórir Sig- urðsson og Matthildur Guð- mundsdóttir ráða þessum skóla í dag, en skólastjóri hér er Sig- ríður Þórarinsdóttir, tók við starfi í haust. Þau Þórir og Matthildur skipa sínu liði af röggsemi og áður en ég veit af er ég sestur með skriftarblað og forskrift fyrir framan mig, tungubroddinn út í annað munnvikið og þykist vera að skrifa ítalska skrift, en sú skrift er nú notuð í skólum og virðist skila betri árangri en fyrri gerð- ir. Þama eru kennarar úr Strandasýslu og einnig úr Vest- ur-Húnavatnssýslu, vel mætt og áhugi greinilega mikill. Þar sem skólar eru þama víðast smáir og einangraðir er skólamönnum mikils virði að hittast, bera saman bækur og fræðast um þær nýjungar sem á döfinni eru hverju sinni. Eftir hádegisverð tekst mér að sleppa frá Þóri og króa nýja skólastjórann af til að ræða um skólastarfið. I skólanum eru einungis 15 nemendur á aldrinum 6—12 ára. Kennslan er með „opnu“ sniði, þannig að hver einstakur nemandi hefur sína stundaskrá, sem hann tekur sjálfur þátt í að móta undir leiðsögn kennarans. Þannig er ný stundaskrá fyrir hverja viku, en jafnan gætt samræmis í kjarnagreinum. Litlir skólar bjóða upp á ýmsa möguleika, sem þennan. Mikil vinna fylgir þessu, en nemendur og kennarar telja það ekki eftir sér. Ég sannfærist um að Broddanesskóli er i góðum höndum Sigríðar skólastjóra og Skúla eiginmanns hennar. NÁTTTRÖLL OG AÐSKILN- AÐARSTEFNA Við kveðjum Broddanes um þrjúleytið og ökum inn með Kollafirði. Nú gefst betri tími til að líta í kringum sig en um morguninn. Kollafjörður endar í allbreiðum botni og heita býl- in Stóra-Fjarðarhorn að sunn- anverðu, én Litla-Fjarðarhorn að norðan. Upp úr fjarðarbotni liggur veguryfir Steinadalsheiði, yfir í Gilsfjörð, en líkt og Trölla- tunguheiði er hún aðeins fær að sumarlagi. Sá vegur liggur skammt frá hinu forna höfuð- bóli, Felli. Þá jörð átti Guð- mundur ríki Arason frá Reyk- hólum og niðjar hans lengi síð- an. Halldór Jakobsson, sýslu- maður bjó þar á átjándu öld og hafði þar um skeið Fjalla-Ey- vind ásamt Höllu, en þótti ann- ast gæsluna slaklega og var m.a. af þeim ástæðum settur frá em- bætti um stundarsakir. Út með Kollafirði er ekið um bratta hlíð og við ytri enda hennar blasa við tveir stein- drangar við sjóinn. Dregur vík- in nafn þar af og heitir Drangavík. Hörður segir mér að þar séu komin tvö af þremur nátttröllum, sem tóku sér það fyrir hendur að moka sund milli Vestfjarða og meginlandsins. Til að nýta uppmoksturinn ætl- Rekaviður á Ströndum.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.