Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Page 15

Ísfirðingur - 15.12.1986, Page 15
ÍSFIRÐINGUR 15 Magdalena Thoroddsen: Tærir berast úr tjarnar sefi tónar... Árin sem við bjuggum á ísa- firði reyndum við að kynnast nánasta umhverfi okkar eftir föngum. Við áttum margar ferðir um Kirkjubólshlíðina og út á Arn- ames til þess að dást að hinu fagra sólarlagi sem þaðan blasir við á vorin, þega sólin flýtur á hafinu og slær undrabjarma á láð og lög. Á þessum ferðum okkar sem heita máttu daglegar, ókum við meðfram ísafjarðarflugvelli of- anverðum, en þar er nokkuð stór tjöm þétt upp að vellinum á aðra hlið, en afmarkast svo að segja af bílveginum að ofan. A tjörninni er fjölskrúðugt fuglalíf og ég hefi heyrt, að ein- hvemtíma hafi 23 tegundir fugla Ufað þarna í sátt og sam- lyndi, þrátt fyrir hávaðann og skarkalann frá flugvellinum. Mest bar þarna á æðarfugli, öndum, krium og stelkum, að ógleymdum svanahjónunum. Þau urðu miklir virktarvinir okkar, er fram liðu stundir. Það mátti heita að við deildum með þeim gleði og sorg þennan tíma. Um leið og ísinn tók að bresta á tjöminni á vorin í apríl komu þessir tignarlegu fuglar, ein hjón. Þau komu sér fyrir á sama tanganum ár eftir ár og út- bjuggu hreiðrið. Það var stór dyngja úr ullarlögðum, sinu- grasi og slýi upp úr tjöminni. En skjólgott og traust varð það að lokum. Karlfuglinn var ævin- lega umsvifameiri um aðdrætt- ina en konan þess notinvirkari um fyrirkomulag heimafyrir. Þetta voru fullorðin hjón, og það var tigin fegurð yfir þeim þegar þau að erli dagsins lokn- um liðu hlið við hlið um dimm- bláan vatnsflötinn. Við biðum þeirra með eftirvæntingu hvert vor. Alltaf komu þau. Engir aðrir svanir komu á þetta vatn, að undanteknum einum svani eitt vorið, en hann var ekki velkominn og var hrakinn burtu með vængja- slætti og gargi og sást ekki oftar. Að hreiðurgerðinni lokinni hófst varptíminn og álegan. Frúin hreyfði sig ekki af hreiðrinu eftir að öll eggin voru komin í það. Karlinn var á stöðugu varðbergi í námunda við hana og stuggaði grimmi- lega öllum óboðnum gestum frá hreiðrinu. Það var oft kátlegt að sjá hann á harða spretti á eftir blikum og öðrum fuglum sem voru svo stuttstígir að þeir náðu naumlega niður að vatninu á undan svansteggnum. Oftast klöktust út 3 — 4 ung- ar. En einu sinni syntu hinir stoltu foreldrar um með sex pattaralega unga. Hjónin voru afar aðgætin með þennan „mannvænlega“ hóp og létu engan þeirra nokkru sinni fara úr sjónmáli. Við fylgdumst vel með öllu og tókum virkan þátt í ham- ingju svananna. Við færðum þeim brauðmola, sem voru vel þegnir, en gættum þess ævin- lega að koma ekki of nærri þeim. Um haustið hvarf svana- fjölskyldan af tjöminni, og við söknuðum þeirra. Um það bil er ísa leysti næsta vor voru þau komin á nýjan leik. Sama umstang og öll hin vorin hófst, með hreiðurgerð og tilhugalífi og svo lagðist kven- fuglinn á, og lá lengi. Okkur fannst hún liggja lengur á í þetta sinn en hún var vön en ef til vill vorum við bara svona ó- þreyjufull. Við biðum í ofvæni. Fórum að tjöminni bæði kvölds og morguns, en ekkert skeði, þar til einn morgun að eitthvað hvítt virtist kvika í hreiðrinu. Um hádegisbilið þennan dag syntu svanahjónin út á tjömina með einn unga. Þau virtust gera sér ljóst, að eitthvað væri að. Þau syntu alltaf bæði þétt upp að honum og höfðu hann á milli sín. Við vorum engan veginn ró- leg. Okkur virtist unginn veikur eða eitthvað lítilfjörlegur. Við gerðum okkur aukaferð um kvöldið, til að gá að vinum okkar, en það var allt við það sama. í býtið morguninn eftir flýtt- um við okkur inn að tjöm. Nú var aðkoman dapurleg. Hjónin syntu ráðvillt og eirðarlaus um tjörnina, en unginn var ekki sjáanlegur. Við fórum heim og náðum í sjónauka. Unginn var ekki í hreiðrinu og hvergi sjá- anlegur í næsta umhverfi. Svanirnir voru sorgmæddir og við líka. Þau héldu áfram að leita að unganum sínum 4—5 daga. Þá fóru þau út á sjó. Þau héldu sig nokkra daga í vík í firðinum, en hurfu svo alveg. Síðan hefi ég ekki til þeirra spurt, því að næsta vor fluttumst við hjónin burt frá ísafirði, um það leyti er ísa tók að leysa. Magdalena Thoroddsen. Áslaug Jensdóttir Draumsýn Ég bjó mig til ferðar úr borginni í gær ég er barn hinna afskekktu sveita. Þar sem víðirinn angar og ilmbjörkin grær, mun andi minn fagnandi leita. Hér er ég komin og kannast við flest, sem kvaddi ég sorgbitin forðum. í fögnuði hvísla ég „heima er best“ með hljóðlátum þakkandi orðum. En hvar er allt fólkið og hví er svo hljótt? aðeins hvíslandi þytur í blænum. Það mætti halda að nú væri nótt og nú svæfu allir á bænum. Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir líðandi ár. Pensillinn Hafnarstræti 11—Mánagötu 6 Töfrandi hrífur mig fegurð sem fyrr og friðsældin hér upp við heiði. Þó grípur mig ótti og grátklökk ég spyr, er góðbýlið farið í eyði? Andartak skugga yfir augu mín brá og umhverfið breytti um lögun. í rúminu á Hrafnistu hnípin ég lá og hlustandi beið eftir dögun. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. Bjömsbúð Kaupfélag Hrútf irðinga BORÐEYRI Óskum öllum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptm á árinu sem er að líða. Áslaug S. Jensdóttir, Núpi Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. ^ Byggir sf. Patreksfirði

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.