Ísfirðingur - 15.12.1986, Síða 20
20
ÍSFIRÐINGUR
hrepps hafa mikla vinnu við
vikurnámið,
Ásþór náði í lykil að sam-
komuhúsinu og opnaði það og
hleypti mér þar inn. Þar var
kaldara en svo að glugga lagði.
Ég tók upp hjá mér pappír og
fór að skrifa sendibréf til vin-
stúlku minnar en sennilega
hefur tilfinningahitinn ekki
verið nógur. Mér varð að
minnsta kosti illkalt, svo að ég
hætti og fór að hvetja Ásþór til
þess að kveikja upp í ofninum.
Hann gerði það og þá fór
gluggana fljótlega að leggja.
Fólk dreif nú að og þama urðu
meira en 20 á fundi. Þar á meðal
voru 7 stúlkur. Ég reyndi að
vera sem skemmtilegastur ef
það gæti orðið til þess, að fólk í
Staðarsveit fengi eitthvað það
að heyra sem léti það iðrast
skeytingarleYsis síns um mie.
Fundur þessi byrjaði kl. 5 en 2Vi
kem ég í húsið. Að umræðum
loknum þreyttu menn glímur,
því að íþróttakennari U.M.F.f.,
Helgi Júlíusson hefur verið hér í
vetur og haft námskeið í hálfan
mánuð. En ég var nú tekinn að
gjörast gírugur til fæðunnar og
spurði Ásþór því, hvað hann
gæti sagt mér um næturstað.
Hann kom mér þá fyrir á einum
af Stapabæjum en þeir eru ekki
færri en fimm. Og þar fékk ég
nú að éta kl. 8 enda voru þá
rúmlega 10 stundir frá því að ég
fékk mjólkina í Vatnsholti. Það
er ekki fyrir mína heilsu að lifa
eins og lávarðarnir ensku og éta
einmælt. En nú er heilsan orðin
hin ákjósanlegasta og ég fer að
sofa.
Hellissandi, 24. janúar.
Ég hafði mig af stað frá Arn-
arstapa rétt fyrir kl. 10 á mánu-
dagsmorgun. Það var mátu-
lega sloppið undan veðurfregn-
unum. Ég lötraði út í hraunið,
því að þarna eru víðast hvar
hraun. Það má segja að Snæ-
fellsnes sé eintóm hraun frá
Búðum að Hellissandi. Því eru
víða allháir sjávarhamrar.
Sumsstaðar eru smávogar og
gilskorur í þá og er ströndin öll
hin ófrýnilegasta. Og upp frá
ströndinni taka víða við apal-
hraun, ærið holótt. Gatan liggur
í krókum, svo að hún minnir
sumstaðar helst á kindagarnir.
En hún þræðir skárstu leiðina
gegnum hraunið og það er eng-
inn flýtir að því að ganga af sér
krókana. Eg hafði ekki farið
lengi þegar fór að fenna og svo
þegar ég kem á hálfgróið hellu-
hraun og lyngmó tapaði ég göt-
unni. En ég fann aftur götu eftir
tæpa klukkustund og rétt í því
var ég kominn að Dagverðará.
Þar hitti ég úti mann einn rosk-
inn og sagði að mér kæmi vel að
fá leiðbeiningu. Ég ætlaði á
Sand:
„Hann er dimmur í hrauninu
núna,“ segir gamli maðurinn.
„Þér er betra að fara með
sjónum.“
Svo gengur hann með mér í
stundarfjórðung og bendir mér
niður á sjávarhamrana og segir
mér til vegar. Ég þakka fyrir og
held áfram.
Nokkru síðar er ég kominn
að Lóndröngum. Þó að veðrið
taki nú mjög að versna gef ég
mér tóm til að skoða þá. Ánnar
þeirra er eins og gríðarstór
kandísmoli reistur upp á end-
ann. Hinn minnti mig á Leifs-
styttuna á Skólavörðuholtinu
fyrst þegar grillti í hann gegnum
bylinn. Drangar þessir eru eitt
hið stórfenglegasta smíði í
hrauninu, þó að margt sé í lík-
ingu við þá.
Svo kem ég að Malarrifi og ég
er á báðum áttum hvort ég eigi
að knýja dyra og fá að vera eða
ekki. En það er ekki nema
klukkustundarleið að Lóni og
Lón er rétt við sjóinn og engin
hætta að vera á ferð meðan
bjart er og ég held áfram. Ég fer
að sönnu lengri leið eri þyrfti að
vera, því að ég fer fram á hvert
smánes en samt kem ég að tún-
girðingu eftir tímann minn. Og
nú birtir skyndilega til svo að
sér langt út á haf. Þarna eru
tveir lágir bæir í bolla í hraun-
inu. Og kl. er Vá. Ég geng að
öðrum bænum, ber dyra og bið
um að drekka þegar telpa um
fermingu hefur komið til dyra.
Hún býður mér inn og auðvitað
þigg ég það. Húsfreyjan kemur
fram og lofar guð fyrir það, að
ég hafi komist til bæja. Ég held
að sé ekki margt að veðri núna
og konan lítur út um glugga og
viðurkennir að það sé að birta.
Ég hef þarna klukkustundar
viðdvöl, drekk mjólk og ét
brauð og spjalla við hjónin. Svo
fer ég. Veður er nú orðið það
bjart að jafnvel konan heldur að
það sé hættulítið fyrir mig að
halda áfram. Bóndinn gengur
með mér út að túngarðinum og
bendir mér á sjávarhamrana og
segir:
„Þarna útfrá sérðu svartan
barða og þar uppi á liggur veg-
urinn. Og svo er bara að fara
nógu nálægt sjónum.“
Skammt fyrir utan Lón er
Dritvík. Þar sem áður dvöldu
hundruð hraustra vermanna við
útróðra er nú mannlaust og allt í
eyði. Dritvík er lítill vogur og
dálítill hvammur í hraunið upp
frá voginum. Það hefur verið
skammt milli einhverra þegar
hér voru meira en 70 skip. Út-
ræði er enn frá Stapa, Hellnum
og Lóni, þó að lítið sé og helst
ekki nema haust og vor. En
fiskur gengur þarna grunnt.
Svo eru það þá Hólahólar.
Satt er það. Hér er draugalegt.
Varla get ég hugsað mér
draugalegra umhverfi. Fast að
túninu liggur hið grettasta ap-
alhraun og brimið svarrar og
súgar við hraundrangana fyr-
ir neðan. Og hólarogkvosir.Það
væri gaman að sjá þetta þegar
tunglið veður í skýjum. Áreið-
anlega er best fyrir þann, sem
hér býr að hafa rólegar taugar
og samvisku. Ég geng fram hjá
vallgrónum tóttabrotum á tún-
inu. Hér er ljómandi túnstæði.
Og víða eru góð sauðlönd á
nesinu, því að víða er skjól í
hraununum og lynggróður
mikill.
Skammt fyrir utan Hólahóla
eru aftur húsatóttir en þær eru
nýlegar, — svo nýlega eru kof-
arnir rifnir að eldavélin, sem
mörg grautarskeiðin hefur verið
soðin á liggur þarna á hliðinni í
heilu lagi við bæjarkampinn.
Hér var býlið Litlalón. Eigin-
lega er það sama jörð og Hóla-
hólar. Byggðin var bara flutt
þetta þegar reimleikarnir voru
mestir á Hólahólum. Frá Litla-
lóni fór fólkið síðastliðið vor.
Hér eru sléttir vellir kringum
túnið, mosavaxið og illa gróið
gjall og vikurmylsna.
Það er orðið dimmt þegar ég
kem að Saxahóli. Kl. er 5 en
tunglið lýsir. Ég fæ mjólk að
drekka og spyr til vegar inn á
Sand. Bóndinn kemur út fyrir
bæjarhornið og bendir á
hraunið hvar vegurinn liggi og
hvar sumir fari og hvar hann sé
vanur að fara. Ég finn mig eng-
in not hafa af þessu handapati
hans.
Vegurinn, sem hann kallar
svo, er léleg reiðgata, sem auð-
vitað er ómögulegt að rekja í
þeim snjó og myrkri sem nú er.
Karlinn letur mig heldur til
farar, segir að þetta sé full
tveggja tíma leið og oft sé verra
veður inn frá en þarna. Gist-
ingu býður hann mér þó ekki.
Ég kveð og geng af stað út í
hraunið. Allt fór þetta vel. Ég
klöngraðist áfram en sennilega
hef ég valið mér verstu leið því
að síðast þræddi ég hraunrima
sem liggur rétt niður að þorp-
inu. Veðrið fór batnandi.
Ég lét vísa mér heim til
Hannesar Péturssonar skóla-
stjóra. Hann var að fletja ýsu,
sem hann ætlaði sér að herða og
fannst mér það vel sæma einum
jöklara að hugsa um skreiðina.
Ég sagði til nafns míns og gat
þess aðspurður að ég væri vest-
an úr Önundarfirði. Hannes
spurði þá hvort ég væri maður-
inn, sem ungmennafélagið ætti
von á. Ég játaði því : Ert þú
bróðir Guðmundar Inga? Ég
gekkst við því og spurði hvort
hann þekkti þann mann. Nei.
Aldrei höfðu þeir sést en
Hannes væri Laugamaður og
síðan hafði hann kunnað nokk-
ur skil á manninum. Meðan
þessu fór fram gengum við
heim til ungmennafélags for-
mannsins.
Hann heitir Haukur Vigfús-
son og er bróðir Guðbjargar,
sem þið heyrið oft í útvarpinu.
Haukur var ekki kominn heim
úr róðri og faðir hans sagðist ó-
mögulega geta tekið manninn,
því að hinn væri þar. Þessi hinn
var íþróttakennari. Við kvödd-
um karlinn og Hannes fór með
mig heim til sín og er skemmst
af að segja, að þar átti ég hina
ánægjulegustu dvöl meðan ég
dvaldi á Sandi.
Hannes er ekki í U.M.F. en
hann sagði samkennara sínum
sem Bogi heitir að ég væri
kominn. Bogi talaði við stjórn
félagsins og sagði að ekki þætti
fært að hafa fund það kvöld, en
ef til vill um miðjan dag á
morgun ef landlega yrði eins og
líkur væru til. Mér þótti þetta
gott í öðru þvi að þetta kvöld
var ég þreyttur.
Daginn eftir kom Haukur við
annan mann. Þeir sögðust ekki
treysta sér til að ná saman fundi
fyrri en fjögur og létu mig gefa
sér skriflegt hvað ég héti. Ég
hugsa að Hannes hafi verið eini
maðurinn á Sandi, sem vissi að
ég væri til áður en ég kom þar.
Fundurinn gat samt ekki byrjað
fyrri en nokkru eftir 5 og olli því
óstundvísi Sandara. Þarna
komu alls eitthvað rúmlega 40.
Mest voru það strákar um
fermingu. Einn kvenmaður
kom — og þykir heldur ekki
með fullu viti. Það er sextug
ekkja og mér var sagt að hún
hlyti að hafa haldið að hér væri
trúboði á ferð. Veðrið var vont
þetta kvöld og ég ákvað að
nenna ekki til Ólafsvíkur. En
Hannes bað póstinn, sem inn-
eftir ætlaði næsta dag að láta
mig vita af.
Og nú er það þá miðviku-
dagur og ég bíð eftir póstinum.
Sandur er minnkandi þorp. f-
búar eru nú taldir 430. Hér er
ekki eitt einasta nýtt hús, því að
mörg ár hefur ekkert verið
byggt í þorpinu. Hafnleysið er
að hnekkja þorpinu, síðan
byggð var bátahöfn í Ólafsvík.
En nú kemur Ingibjörg hús-
freyja með .matinn og Hannes
heim úr skólanum og þá hætti
ég þessu.
Stykkishólmi 28. jan.
Nú er þar til að taka, sem fyrr
var frá horfið að ég át hraust-
lega að Hannesar. Og er lokið
var máltíðinni var það mjög
jafnsnemma að póstur kom þar.
Hann var svo búinn að hann var
í gúmmístígvélum lágum og
gulum olíufötum, sjóhatt svart-
an hafði hann á höfði en
broddstaf léttan í hendi. Veður
var hið versta, kafaldsbleyta
mikil og stormur. Er nú ekki af
ferðum að segja fyrri en kemur
að á þeirri er fellur milli Hellis-
sands og Ólafsvíkur og heitir
Hólmkelsá eða Hólmkela. Sú á
hefur myndað Rifsós. Rifsós
var áður hafskipalægi en nú
hefur Hólmkela breytt farvegi
sínum og ósinn grynnst. Nú
myndu Englendingar ekki
leggja herskipum sínum þar til
hafnar til að drepa Ríka-Björn.
Póstur lítur yfir ána, sem var í
vexti og full af krapi og segir:
„Já, svona er hún. Hún er al-
gjörlega gjörsamlega ófær.
Þetta er langt upp fyrir haus á
manni. Og svona er hún alla
leið í sjó. — Það er þá helst að
skoða hana, þar sem lækurinn
kemur við hana.“
Við göngum upp með ánni og
vöðum hana í klof neðan við
það sem lækurinn fellur í hana.
Svo höldum við áfram. Póstur
fer með mig í stóran sveig, til að
forðast afætur og bölvaða
rauðamýri segir hann. Það sé þá
betra að vera hreinvotur. Ég tek
undir þetta og segi honum að
amma min hafi innprentað mér
óbeit á rauðamýrinni.
Við þrömmum inn undir Ól-
afsvíkurenni. Þar er gengin slétt
sandfjara undir bröttum klett-
um. Þetta er ágætur vegur og
ómerkilegt fjall hlýtur þeim að
finnast þetta, sem þekkja
Hrafnaskálarnúpinn hjá okkur.
Það er líka svo vont í fjöllunum
hérna. Sumstaðar er bergið eins
og óvönduð steinsteypa úr
vondri möl. Það eru líka stund-
um steinar eins og mannshöfuð
á stærð í slíkri steypu. Sum-
staðar hafa geysistórir kekkir
eða steinar úr slíkri steypu oltið
niður úr fjöllunum. Óg þegar
veðrið er svo búið að níða möl-
ina burt svo að hinir raunveru-
legu steinar standa út úr, þá er
þetta stundum skrítið smíði. En
eitt er glæfralegt við Ólafsvík-
urenni. Það er hvernig síma-
staurunum er tildrað framan í
snarbratt bergið.
Þegar við komum inn fyrir
Ennið blasir Ólafsvík við og
póstur segir:
„Þetta er nú borgin þeirra
Ólsaranna. Hún er nú að rísa úr
skítnum, — eins og öll þessi
sjópláss, þar sem frystihús eru
komin."
Frystihúsið í Ólafsvík tók til
starfa síðastliðið sumar. Thor
Thors er stærsti hluthafi í félag-
inu sem á það. Jæja. Hann hef-
ur þá getað dregið þetta saman
af sultarlaunum sínum hjá
Kvöldúlfi blessaður maðurinn.
Ólsarar kunna líka vel að meta
þessa fórnfúsu sjálfsafneitun
hans. Hann uppsker eftir verð-
leikum.
Höfnin í Ólafsvík er örugg
bátahöfn en sá er gallinn á að
ekki flýtur inn í hana um fjöru
og 10—12 smábátar standa þar
yfir fjöruna. En þetta á að laga
með því að sprengja klappir
sem í henni eru.
Ég hitti formann Víkings í
Ólafsvík sem fer gagngert með
mig og afhendir mig Jóni Vert.
Þar lætur Jón mig fá kvenfólk-
inu sumt af blautu fötunum
mínum. Formaður sækir annan
mann sér til liðs og ákveður svo
að auglýsa opinn fyrirlestur og
Á slökkvistöðinni á ísafirði
eru seld slökkvitæki og reykskynjarar
frá Eldvömum sf.
Einfaldir reykskynjarar
Samtengjanlegir reykskynjarar
Dufttæki DC
Eldvarnarteppi
Halon handslökkvitæki í miklu úrvali
Látum ekki óhöpp spilla jólagleðinni
né áramótastemmningunni