Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 22

Ísfirðingur - 15.12.1986, Blaðsíða 22
22 ÍSFIRÐINGUR Auðunn Bragi Sveinsson: Sendikeimari á Patreksiirði Góðir lesendur. Yfirskrift þessa greinarkorns er kannski full hátíðleg, og þó. Staðreynd er, að undirritaður var sendur til kennslu út á land, nánar tiltekið til Patreksfjarðar. Víða vantaði kennara til starfa við grunnskólana á s.l. hausti. Auglýsingar um lausar kennarastöður birtust í blöðum í stórum kippum, og voru einnig lesnar i útvarpi. Þegar skólarnir áttu að hefja störf, víða í sept- ember, vantaði kennara til að uppfræða blessuð börnin og unglingana. Á nokkrum stöðum vantaði nokkra kennara. Þetta gildir vitanlega um lands- byggðina. í þéttbýlinu við Faxaflóa var öðru máli að gegna, í þessu efni, þó að þar væri raunar ekki um auðugan garð að gresja. Á Patreksfirði vantaði nokkra kennara, m.a. i dönsku, íþróttum og í smíðum. Var menntamálaráðuneytið beðið að reyna að útvega kennara í nefndar greinar. Undirritaður, sem kominn er á eftirlaun skv. 95 ára reglunni, var á lausum kili að nokkru. Stundaði raunar nám í dönsku i Háskóla íslands. Þá var það, að Sigurður Helga- son deildarstjóri hringdi til undirritaðs og bað hann að gera það fyrir ráðuneytið og sig að fara nú hið snarasta vestur á Patreksfjörð og kenna þar dönsku i eins og mánaðartima. Það er fimmtudagurinn 9. okt- óber. Daginn eftir hringdi Sig- urður enn til þess sem þetta ritar og bað nú um lokasvar við beiðninni. Þyrfti að fara með flugvél vestur (frá Rvk.) mánu- daginn 13. okt. Jú, þessu gat undirritaður ekki neitað. Hafði haft góða reynslu af Sigurði frá liðnum tíma, verið í sama bekk og hann í gamla kennaraskól- anum fyrir fjórum áratugum eða þar um kring. Mánudagurinn 13. okt. rann upp, bjartur og fagur. Glamp- andi sólskin var er ekið var í leigubifreið út á flugvöll frá Hjarðarhaga 28. Á flugstöðinni var Sigurður mættur. Greiddi hann, eða öllu heldur ríkið, far- miðann fram og til baka með kr. 4.218. Farangur kennarans var nokkur: ferðataska væn, brún að lit, önnur grá, ritvél (rafknú- in) í kassa svörtum að lit, svo og skjalataska. Vélin var vart hálf- setin. Ræddi nokkuð við ungan mann í vélinni, er heitir Guð- mundur Björnsson (Pálssonar fv. alþm.) og er fulltrúi hjá sýslumanninum á Patreksfirði. Þægilegur náungi. Komið var til Patreksfjarðar kl. tæplega 12 á hádegi. Skóla- stjórinn á staðnum, Daði Ingi- mundarson, var mættur í flug- skýlinu og bauð hann nýja kennarann velkominn. Ók síð- an með hann og farangur hans að matsölunni á staðnum, stað- settri á Vatneyri. Þar var matur tilbúinn: nýr fiskur, kartöflur og mörflot út á. Á eftir var siðan hrísgrjónagrautur. Ágætis mat- ur. Kona rak matsöluna, Erla Hafliðadóttir að nafni. Er hún frá Látrum. Eiginmaður Erlu, Kristján Jóhannesson, ók kennaranum til íbúðar þeirra hjóna, að Brunnum 14. Var kennaranum komið þar fyrir í herbergi einu til norðvesturs, 3 x 3,5 m að flatarmáli. Dökkt teppi á gólfi, á veggjum all- dökkar viðarþiljur. Skrifborð og bókahilla. Legubekkur, armstóll, stoppaður hæginda- stóll. Kennarinn var með skóla- stjóranum eftir hádegi við að undirbúa dönskukennsluna, en undirritaður átti að annast kennslu í þessari göfugu þjóð- tungu í fjórum bekkjum: 6., 7., 8. og 9. bekk. Kennslan hófst þriðjudaginn 14. október. Undirritaður skrif- aði í dagbók sína þennan dag svohljóðandi: „Ég kom 7. og 8. bekk af stað. Leist vel á nem- endurna, hvað sem seinna verður. Gert er ráð fyrir, að ég kenni 19 stundir á viku. Tvo daga, mánudaga og þriðjudaga, byrja ég kl. 8 árdegis, en aðra daga síðar.“ Já, svona gekk þetta áfram. Upphaflega var gert ráð fyrir, að kennarinn væri sléttan mán- uð, en þegar sýnt þótti að ekki fengist kennari hérlendis til starfans, var beðið um að und- irritaður yrði til mánaðamóta nóv.—des. Samþykkti hann það með glöðu geði. Kennslan gekk mæta vel. Nemendur voru að vísu misviljugir að tileinka sér danska tungu, en ekki mun lakara hvað það varðar á Pat- reksfirði en annars staðar. Danska þykir ekki beint „spennandi“ námsgrein. Étur þar hver eftir öðrum. Börnin heyra víða þann söng, að danska sé ljótt og leiðinlegt tungumál. Undirritaður borðaði hjá Erlu eins og fyrr sagði og hélt til hjá þeim hjónum, Erlu og Kristjáni. En aðfaramótt 3. nóvember, sem var mánudagur, andaðist Kristján í svefni að heimili sínu. Hafði sá sem þetta ritar setið með honum aðfarar- nótt sunnudagsins til kl. 2 að nóttu á heimili hans og rætt við hann glaðan og reifan. Sagði hann þá margt frá fyrri tíð, m.a. frá því er hann sigldi með afla til Bretlands á stríðsárunum. Komst hann þá í margar þrek- raunir. Verður þeim sem þetta skráir ógleymanlegt þetta kvöld með Kristjáni sáluga, en margt bar á góma. Hefði verið fróðlegt að eiga það samtal á segul- bandi. Ekki er vafi á því, að gera hefði mátt gilda bók með ævi- atriðum Kristjáns, svo margt hafði hann reynt. Undirritaður geymir margt í huga sér frá þessu kvöldi sem aldrei fer len- gra. En það er önnur saga. — Útför Kristjáns var afar fjöl- menn. Sr. Grímur Grímsson, sem gegndi prestsstörfum á staðnum i fjarveru skipaðs sóknarprests, Þórarins Þór, flutti líkræðuna í kirkjunni og jarðsöng. Erfi var síðan drukkið heima að Brunnum 14, og var þar margmenni. Góður maður var genginn. Að Kristjáni látnum fór und- irritaður að borða hjá skóla- stjórahjónunum, Daða Ingi- mundarsyni og Olgu Jóhanns- dóttur, konu hans, alúðlegum hjónum, sem gott er að minnast. Skömmu eftir lát Kristjáns var lokið dvöl kennarans að Brunnum og flust að Aðalstræti 67, en þar ræður húsum Elin Björnsdóttir Thoroddsen. Var hún gift Þorvaldi Thoroddsen frá Vatnsdal, er lést fyrir rúm- um tveimur árum. Herbergið sem undirritaður fékk hjá Elínu er á jarðhæð. Þar hafa ýmsir átt heimili um skeið, m.a. Guðni Kolbeinsson cand. mag., sem eitt sinn kenndi hér við grunn- skólann. Þá var hér fyrr með lögfræðiskrifstofu Stefán Skarphéðinsson, núverandi sýslumaður Barðstrendinga. Elín veitti siðdegiskaffi af rau- sn. Var oft gaman við hana að ræða. Svo vildi og til, að kenn- arinn kannaðist við ættfólk hennar, sem flest er á Austur- landi. Elín er frá Reyðarfirði. Þegar þetta er ritað mun ráð- ið, hver taka muni við starfi undirritaðs við dönskukennslu í grunnskólanum hér. Er það danskur maður, Gert Bertelsen að nafni, fertugur að aldri, með fimmtán ára reynslu að baki í heimalandi sínu, Danmörku. Hann kemur hingað hinn 1. desember. Mun sá sem hér situr við ritvél aðstoða hann fyrstu daga starfsins. Gert mun ekki skilja neitt í íslensku. En það er víst, að þegar frá líður muni hann og nemendurnir skilja hverjir aðra. Hlutverk undirrit- aðs var að brúa bil, ef svo má að orði komast. Eftir rúmlega sjö vikna dvöl á Patreksfirði hafa skapast nokk- ur kynni við fólk. Auk nem- endanna, sem undirritaður hef- ur reynt að leiðbeina við nám i danskri tungu, eru að sjálfsögðu kennararnir. Allir tóku þeir ný- ja (og gamla) kennaranum vel, einnig húsvörðurinn. Hér á eftir skal nokkurra get- ið, sem kennarinn varð mál- kunnugur utan skólans. Er þá fyrst að telja Guðmund Sig- urðsson, verkamann og fyrrum bónda á Brekkuvöllum á Barðaströnd. Hagmæltur er Guðmundur og varð það upp- spretta kynna, að hann hefur gaman af kveðskap eins og undirritaður. Hann býr með frú sinni, Ólafíu Einarsdóttur, í Urðargötu 7. Guðmundur er fróður maður og les talsvert. Bókasafnið segir sína sögu um áhugamál húsbóndans. Syni Guðmundar, Grétari, kynntist undirritaður smávegis. Þá er vert að geta hér eins manns, sem kennaranum fannst skemmtilegur og sem hann heimsótti nokkrum sinnum. Maðurinn heitir Bragi Thor- oddsen, og er rekstrarstjóri hjá vegagerðinni. Leitun mun nú vera á manni, sem er jafn ljóð- elskur og Bragi. Hann þylur upp úr sér löng kvæði eftir Éin- ar Ben. Þá má ekki gleyma á- huga hans á söng, enda syngur hann í kirkjukórnum. Sr. Grími Grímssyni kynntist kennarinn talsvert, heimsótti hann i prestsbústaðnum nokkrum sinnum og hlaut jafnan vin- gjarnlegar móttökur. Til guðs- þjónustu að Sauðlauksdal var haldið sunnudag einn með prestinum. Enginn var organ- istinn, en viðstaddir sungu eftir bestu getu. Eftir messu var haldið að Kvígindisdal og drukkið kirkjukaffi í boði hús- ráðenda. Ekki má gleyma öldruðum manni, Elíasi Þórðarsyni að nafni, er býr einn í litlu húsi sunnarlega í þorpinu (bænum). Hjá honum er góður vinur, Patreksfjarðarkirkja.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.