Monitor - 18.11.2010, Síða 8

Monitor - 18.11.2010, Síða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Monitor tók saman nokkrar stjörnur sem hafa gert stór mistök á ferlinum með hinum ýmsu uppátækjum. Hver man ekki eftir sköllóttri Britney Spears og sófahömpandi Tom Cruise? STJORNUHROP Orðaður við drengi Poppkóngurinn eyðilagði orðspor sitt í sjónvarpsviðtali einu er hann sagðist deila rúmi með ungum drengjum sem kæmu í heimsókn til hans. Hann hafði áður verið ákærður fyrir misnotkun á börnum svo þessi ummæli voru án efa stór mistök. Heróínástarsorg Þessi skrautlegi forsprakki hljóm- sveitarinnar Culture Club rústaði ferli sínum algjörlega þegar hann hætti með kærastanum sínum, Jon Moss, sem var einnig í hljómsveit- inni og byrjaði að neyta heróíns af krafti. Síðan þá hefur hann verið í miklu veseni tengdu eiturlyfjum og partístandi og mun seint ná aftur ímynd sinni og fyrri vinsældum sem söngvari. Rakaði af sér hárið Poppgyðjan sem byrjaði sem saklaust barn í Mikka Mús klúbb- num fór yfir strikið þegar hún ákvað að vera besta vinkona Paris Hilton um tíma. Fullt af myndum og myndböndum þar sem hún er í mis-vafasömu ástandi fóru eins og eldur um sinu á Internetinu og börnin voru tekin af henni um tíma. Lægsti punktur ferils hennar hingað til hlýtur samt að vera þegar hún rakaði af sér allt hárið og hætti með eiginmanni sínum með sms skilaboðum. Kom út úr skápnum með stæl og keyrði í vímu Sló í gegn með 80‘s bandinu Wham! og hóf svo flottan sólóferil. Fór leynt með kynhneigð sína framan af en árið 1998 kom hið sanna í ljós. Þá var hann hand- tekinn fyrir kynferðislegt athæfi með karlmanni á almenningsklósetti i í Beverly Hills. George var um daginn handtekinn fyrir að aka undir áhrifum ólöglegra efna en hann hefur lengi glímt við eiturlyfjafíkn sína. GULUR AUGNSKUGGI FÓR BOY GEORGE MJÖG VEL HANN VAR ALVEG MEÐ ‘ETTA BRITNEY VAR EINU SINNI KRÚTTLEG OG ÞÆG LÁTIÐ EKKI BLEKKJAST AF SEIÐANDI AUGNARÁÐINU Barnaklám og sjálfsfróun á almannafæri Hinn ástsæli Pee-Wee Herman, kynnir í barnaþáttum vestanhafs, naut mikilla vinsælda allt til ársins 1991 þegar hann var handtekinn fyrir að stunda sjálfsfróun í leikhúsi. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2002 þegar hann var ásakaður um að eiga barnaklám. HOFFINN ER BÚINN AÐ MISSA ÞAÐ Missti sig hjá Opruh Hasarleikarinn góðkunni missti allan trúverðugleika þegar hann byrjaði einn daginn að predika fyrir Vísindakirkjuna hvert sem hann fór. Vandræðaleg fram- koma hans í frægum þætti hjá Opruh Winfrey staðfesti klikkun Tom endanlega. Illa gift og alltaf í meðferð Eftir að söngdívan sykursæta giftist tónlistarmanninum Bobby Brown á hátindi ferilsins fór allt að dala hjá henni. Houston fór í ruglið og hefur nokkrum sinnum þurft að fara í meðferð vegna eiturlyfjafíknar. Hún skildi við Brown árið 2006 og náði forræði yfir dóttur þeirra eftir að hafa tekið sig saman í andlitinu. BARNAKYNNIR EÐA BARNAPERRI? ÓGIFT WHITNEY VAR ALGJÖR DÚLLA ÚR OFURTÖFFARA Í SÓFAHÖMPARA Fullur á YouTube Baywatch stjarnan hefur glímt við áfengisvanda í einhvern tíma og árið 2007 setti dóttir hans á netið myndband þar sem hann sást blindfull- ur að borða hamborgara, liggjandi á gólfinu. Afleiðingarnar voru þær að Hasselhoff missti forræði yfir dótturinni og virðingu almennings í leiðinni. Flott þetta Hasselhoff.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.