Monitor - 18.11.2010, Síða 12

Monitor - 18.11.2010, Síða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2010 Hvenær byrjuðuð þið að semja tónlist? L Ég man að það eru til einhverjar upptökur af mér að spila frumsamið efni. U Já, einmitt. Við vorum nýlega að horfa á mjög fyndið myndband af Loga þar sem hann er 9 ára að spila eitthvað frumsamið lag sem hét Lególagið. L Þetta var fáránlega lélegt gítarstef. U Svo byrjuðum við að semja fyrir alvöru þegar við fengum tölvu inn á heimilið með forritinu Garage Band. Þá settum við fullt af lögum inn á rokk.is. Ég setti allt sem ég gerði þarna inn, meira að segja einhver einnar mínútu lög sem voru tekin upp á Sound Recorder. Hafið þið lært eitthvað á hljóðfæri? L Ég lærði á klassískan gítar í eina önn og mér fannst það frekar leiðinlegt svo ég hætti. U Við vorum eiginlega reknir úr tónmenntaskólanum því við æfðum okkur aldrei heima og svoleiðis. L Þegar ég var ellefu ára vorum við í annarri hljómsveit og ég átti bara að sjá um einhverja effekta. Ég kunni nefnilega ekki á neitt hljóðfæri. U Bassaleikarinn komst ekki á eina æfingu og þá var Logi settur á bassann. Ég tók gítarinn sem Logi hætti að æfa á og æfði mig eftir einhverri hljómabók. Hljóðfærið sem við erum bestir á eru eiginlega bara tölvur og okkar áhugasvið er aðallega raftónlist. Eruð þið fæddir á Íslandi? L Við erum fæddir í Portúgal en við fluttum hingað þegar ég var þriggja ára og Unnsteinn fimm ára. U Pabbi er íslenskur og mamma er frá Angóla, en þau kynntust í Portúgal. Talið þið portúgölsku? U Já, en samt bara portúgölsku sem maður myndi tala við mömmu sína. L Við erum með mjög takmarkaðan orðaforða. U Þegar við hittum til dæmis portúgalska unglinga skiljum við lítið og erum alls ekki svalir því við tölum eins og eldgamalt fólk. Hafið þið einhvern tímann orðið fyrir aðkasti á Íslandi fyrir að vera ekki ættaðir héðan? L Ég lenti einmitt í fáránlegu atviki í gær þegar ég var að bíða eftir strætó með vinkonu minni sem er ættuð frá Haítí. Það stoppaði bíll fyrir framan okkur og öskraði: Hei, negrar! Svo var ég einu sinni skallaður af litlum gutta. U Við lendum ekkert í miklu veseni en mér finnst fólk samt oft tala asnalega um útlendinga á Íslandi. L Kynþáttafordómar eru held ég minna vandamál en trúarfordómar hér á landi. Eins og ofsahræðsla fólks við múslima. Hafið þið komið til Afríku? U Nei, við eigum það eftir. Mig langar mjög mikið að fara en Logi er ekki alveg jafn spenntur. L Ég þekki engan þarna úti. U Það skiptir ekki máli. Þú ferð þarna út og hittir fjölskyldu sem þú hefur aldrei séð áður. Þess vegna myndi ég fara. Rífist þið mikið? U Já, en við höfum skánað. L Unnsteinn er fluttur í stúdíóíbúð við hliðina á okkur mömmu svo þetta er betra núna. U Einu sinni var lögreglan kölluð til því Logi ætlaði að drepa mig með hníf. L Ég var að koma úr flugi frá New York og var mjög þreyttur og svangur. U Logi bað mig um að lána sér pening og ég fór eitthvað að stríða honum og neitaði að lána honum. Svo byrjaði ég að elda geðveikt flottan mat fyrir framan hann. L Ég bað um að fá að borða og hann neitaði því líka og þá fórum við að slást. Maður sem átti leið hjá húsinu sá þetta inn um gluggann og hringdi á lögregluna. U Við slógumst eitthvað áfram og hentum hvor öðrum um stofuna en svo hættum við og ég fór inn í herbergi, lagðist í rúmið mitt, hringdi í pabba og sagði: Hann Logi er að missa vitið. Það eru svalir í herberginu mínu og allt í einu labbar lögregluþjónn þar inn og segir mér að leggja frá mér símann. Svo förum við inn í stofu og þar er Logi hágrátandi í örmum annars lögregluþjóns. L Ég var svona 14 ára. U Við sögðum mömmu ekki frá þessu og svo fékk hún bréf frá barnaverndarnefnd nokkrum dögum seinna. Hvernig tengdust þið veitinga- og skemmtistaðnum Karamba sem var lokað í sumar? U Árni úr FM Belfast bauðst til að reka staðinn á sínum tíma og við vorum flest ráðin í vinnu þarna. Ég varð húsplötusnúðurinn og þetta var rosalega gaman. L Nafnið Kimbabwe kom einmitt út frá lokun staðar- ins. Dóri DNA hringdi í mig rétt eftir það og var eitthvað að spyrja mig út í þetta allt saman og ég var virkilega svekktur. Hann spurði mig hvað ég myndi gera ef ég fengi 200 milljónir til að eyða og ég sagðist vilja flytja frá Íslandi og stofna fríríkið Kimbabwe. Er líf eftir Karamba? U Nei, við hittumst miklu minna og enginn góður staður til að vera á. Lífið er orðið grátt og fólk byrjað í lögfræði. L Við vorum ótrúlega fúl yfir þessu öllu saman og vildum bara flýja land. Hvað eruð þið að gera fyrir utan tónlist- ina? U Ég er að dj-ast út um allan bæ og spila með FM Belfast. L Ég er í MH og var að fá staðfest að ég fengi að halda áfram námi þar. U Logi er í basli með mætinguna út af plötunni sem við tókum upp í haust. L Núna er ég búinn að missa mjög lítið úr en rétt svo fæ leyfi til að fara til Kanada í næstu viku. Hvernig byrjaði Retro Stefson ævintýrið? U Bóas, söngvarinn í Reykjavík! og Árni úr FM Belfast báðu okkur um að taka þátt í Söngvakeppni Samfés fyrir hönd Austur- bæjarskóla. Við fengum frítt á ballið í staðinn og því kallaði ég til bara alla bestu vini mína og Loga svo mamma þyrfti ekki að punga út pening fyrir miðanum hans. L Við vorum alveg tíu eða ellefu í hljómsveitinni. U Við skíttöpuðum keppninni en vorum svo beðin um að spila á Samfés ballinu svo við þurftum að semja fleiri lög. Þetta var mjög fyndið tímabil því ég var til dæmis með mjög langa dredda, svaka flottur. Svo var okkur boðið að spila á Airwaves og Þórður gítarleikari hætti á trommunum því hann var svo lélegur og færði sig yfir á gítarinn. Gylfi kom á trommurnar og þá vorum við orðin nokkuð flott með hærri standard. Þið bræðurnir voruð 14 og 16 ára þegar þið spiluðuð fyrst á Airwaves. Er það ekki bannað? U Með lögum máttum við vera með foreldrum okkar inni á stöðunum en þetta var mjög mikið vesen. Við löbbuðum alltaf í röð, ég komst bara einn inn en enginn með mér því allir hinir þurftu að rífast í dyravörðunum til að komast inn. L Mér fannst þetta mjög skemmtilegt þó ég væri svona ungur. U Logi vissi ekkert hvað var í gangi. Hann bara mætti, spilaði og fór heim án þess að fara á einhverja aðra tónleika. L Ég var alltof lítill til að vera þarna. Það er til mjög fyndið myndband af okkur frá fyrstu Airwaves hátíðinni okkar á YouTube þar sem við erum öll geðveikt lítil og mjóróma. Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kristinn@mbl.is Logi ætlaði Bræðurna Unnstein Manúel og Loga Pedro Stefánssyni þekkja flestir úr hljómsveitinni Retro Stefson. Þeir fræddu Monitor um frægðina, fordóma og allt mögulegt þar á milli. Það stoppaði bíll fyrir framan okkur og öskraði: Hei, negrar! HVOR YKKAR... ...er betri hljóðfæraleikari? U Logi. L Ég. ...er myndarlegri? U Logi. L Unnsteinn. ...er betri í fótbolta? U Logi. L Ég. ...er smekklegri? U Ég. L Unnsteinn. ...er þrjóskari? U Ég. L Unnsteinn. ...er betri kokkur? U Ég. L Unnsteinn. ...er líklegri til að taka þátt í Júróvisjón? U Ég. L Unnsteinn. ...er oftar seinn á hljómsveitaræfingar? U Logi. L Ég. ...er klikkaðri? U Logi. L Unnsteinn. að drepa mig með hníf RETRO STEFSON Stofnuð: 2006. Meðlimir: Gylfi Sigurðsson, Haraldur Ari Stefánsson, Jón Ingvi Seljeseth, Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manúel Stefáns- son, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir og Þórður Jörundsson. Meðalaldur: 19,6 ár. Plötur: Montana (2008) og Kimbabwe (2010). Þrjú góð lög: Montana, Velvakandasveinn og Kimba. Heimasíða: www.facebook.com/retrostefson

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.