Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rekstrar-umhverfiíslenskra
fyrirtækja um
þessar mundir er á
margan hátt afar
erfitt og jafnvel
óeðlilegt. Öll fyrir-
tæki búa við þá
erfiðleika að fjármagn er allt of
dýrt vegna hárra vaxta. Þetta
dregur úr fjárfestingu í at-
vinnulífinu og minnkar þar
með getu fyrirtækja til að
halda uppi eðlilegri starfsemi,
hvað þá vaxa.
Við þennan vanda bætast
hækkaðir skattar og hætta á
enn frekari skattahækkunum,
ef marka má orð forystumanna
ríkisstjórnarinnar. Hár fjár-
magnskostnaður og skatta-
hækkanir lækka atvinnustigið
og auka því á ógæfu margra
landsmanna.
Fyrir mörg fyrirtæki er
þetta þó aðeins hluti vandans.
Við erfiðar almennar aðstæður
bætast óeðlilegar samkeppnis-
aðstæður á tilteknum mörk-
uðum þar sem bankar hafa með
óbeinum hætti blandað sér í
slaginn og hafið samkeppni við
hefðbundin rekstrarfélög.
Við hrun fjármálakerfisins
og mikla skuldsetningu margra
fyrirtækja eftir hrunið var
óhjákvæmilegt að uppstokkun
yrði víða í atvinnulífinu. Bank-
arnir gátu ekki vikist undan
því að taka á vanda fyrirtækj-
anna, en nauðsynlegt er að
slíkt sé gert af sanngirni og
með það í huga að skaðinn
verði sem minnstur. Í sumum
tilvikum gefst jafnvel tækifæri
til að bæta
samkeppnis-
aðstæður á mark-
aði með uppskipt-
ingu
markaðsráðandi
fyrirtækja sem
bankar hafa tekið
yfir, svo sem á
matvörumarkaði. Slíkar að-
gerðir hefðu til að mynda verið
í samræmi við orð stjórnvalda,
en af einhverjum ástæðum hafa
slík tækifæri ekki verið nýtt.
Ekki er síður alvarlegt þeg-
ar samkeppni á mörkuðum er
sett í uppnám með aðkomu
banka að rekstri fyrirtækja.
Þegar banki í eigu ríkisins á í
hlut er málið vitaskuld enn al-
varlegra en ella og enn ein vís-
bendingin um það skilnings-
leysi sem stjórnvöld sýna
atvinnulífinu.
Aðstæður í rekstri fyrir-
tækja eru einstaklega við-
kvæmar um þessar mundir og
þá er enn mikilvægara en ella
að bankar kunni sér hóf og
gæti þess að viðleitni þeirra til
að bjarga einu fyrirtæki verði
ekki á kostnað annarra. Eftir
það sem á undan er gengið
hafa bankar ríkar skyldur til
að vinna að því að atvinnulífið
nái fullri heilsu sem fyrst. Þeir
verða að auka samkeppni þar
sem færi gefst, en gæta þess
að skaða hana ekki. Ef þeir
bregðast í þessu er það stjórn-
valda að bregðast við og
tryggja rekstrarumhverfi fyr-
irtækjanna. Úr þeirri átt er þó
ekki við miklu að búast, stjórn-
völd hafa hvorki sýnt vilja né
getu í þessu efni.
Bönkum og stjórn-
völdum ber að
stuðla að eðlilegu
rekstrarumhverfi
fyrirtækja}
Samkeppni í hættu
Enn er allt íóvissu um
hvernig Grikklandi
mun vegna. Leið-
togar ESB gerðu
enn eina tilraunina
til að fá skulda-
bréfakaupendur til að kaupa
grísk ríkisbréf án kröfu um
refsivexti í krafti óljósra loforða
um stuðning sambandsins við
Grikkland, ef allt um þryti.
Þetta er góð leið ef hún lukkast,
og þá ókeypis fyrir sambandið.
Margir efast þó um að létta leið-
in sé fær. Einn af þeim er að-
stoðarseðlabankastjóri Kína, en
hvergi annars staðar er sam-
ankominn jafnstór bunki af
skuldabréfum í evrum og þar.
Seðlabankamaðurinn sá segir
að „hjálpin leysi engin mál fyrir
Grikki, hvorki í bráð né lengd“.
Hann bætir því við að Grikkland
sé þó aðeins sá 10. hluti vandans
sem sé sjáanlegur. Spánn og
Ítalía séu stærsti hluti ósýni-
lega vandans. Grísk stjórnvöld
reyna auðvitað að spila með og
fagna ákvörðuninni, í þeirri von
að hún skapi traust
hjá lánveitendum.
Leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar
þar í landi virðist
ekki jafnvongóður
eða varkár. „Þeir
(ESB-leiðtogar) vilja sem sagt
að Grikkland standi á þröskuldi
gjaldþrots áður en hjálpar sé að
vænta,“ segir hann. Skýringin á
hinum óljósu og fálmkenndu
viðbrögðum Evrópusambands-
ins er ekki sú að þar örli ekki á
vilja til þess að styðja Grikki.
Slíkur vilji er fyrir hendi, ekki
síst meðal þeirra sem óttast þau
áhrif sem fall grísks efnahags
hefði á trúverðugleika evr-
unnar. En samstöðuna hefur
vantað. Margoft hefur verið
fullyrt af ýmsum talsmönnum
ESB að samkomulag um hjálp-
ræði fyrir Grikki lægi fyrir.
Slíkar fullyrðingar hafa ekki
staðist. Ef skuldabréfakaup-
endur vantreysta innihaldi síð-
ustu samþykktar eru Grikkir
enn verr staddir eftir hana en
þeir voru fyrir.
Óeining, fum og fát
einkennir viðbrögð
ESB við efnahags-
vanda Grikklands}
Dugar sjónhverfingin?
É
g lenti í því fyrir stuttu, ef orða
má það svo, að vera tekinn tali
varðandi nýja útgáfu af Wind-
ows-stýrikerfinu (Windows 7,
ekki að það skipti þó máli). Við-
komandi viðtal var síðan sett inn í YouTube
og þar fékk ég kárínur frá einum þeirra sem
sáu myndskeiðið fyrir að reyna að „tala eins
og unglingar“ (notandanum „bullskitur“
fannst það hallærislegt), en í myndskeiðinu
sagði ég að mér hefði þótt það „ógeðslega
fríkað“ að prufuútgáfa Windows 7 skyldi hafa
virkað villu- og vandamálalaust frá fyrstu
prófun.
Þegar ég var unglingur, í upphafi áttunda
áratugarins, datt orðið „frík“ inn í íslenska
tungu og gott ef það er ekki búið að vinna sér
slíkan þegnrétt að rétt sé að skrifa það gæsa-
lappalaust og eins orðið fríkað, sem leitt er af því. Frá
þeim tíma hefur mér verið tamt að segja að eitthvað sé
fríkað og er því vissulega að tala eins og unglingur, en það
er bara eins og unglingur anno 1972 eða svo.
Það er merkileg stúdía hvernig slanguryrði birtast og
hverfa og eins hvernig það getur virkað hallærislegt þeg-
ar menn grípa talmál unglinga til að reyna að ganga í aug-
un á þeim eða öðrum. Það er svo líka forvitnilegt út af fyr-
ir sig hvaða augum menn líta tunguna og frelsi til að
sletta. Títt amast menn við óþjóðlegu orðfæri og sjá í því
vísan dauða íslenskrar tungu – gott ef íslensk menning er
ekki komin að fótum fram þegar menn segja
ókei í stað allt í lagi.
Á hinn bóginn eru svo menningarkimar,
gjarnan unglinga eða ungmenna, sem finnst
sér ógnað ef einhver tekur upp málfar sem
hópurinn hefur tileinkað sér. Oftar en ekki eru
viðkomandi kimar skipaðir baráttumönnum
fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi – en þeir
skulu fá að finna til tevatnsins sem kássast upp
á þeirra jússur!
Slanguryrði (minni á að orðið slangur er
slangur svo notað) gefa oft góða mynd af þjóð-
félagsháttum og skipan og með því að rýna í
þau er hægt að rekja menningarsögu þjóð-
arinnar. Nú óttast menn áhrif ensku en sú var
tíðin að menn óttuðust helst áhrif dönskunnar
og í bréfi haustið 1813 sagði málfræðingurinn
Rasmus Kristian Rask um íslenskuspursmálið:
„Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenskan
bráðum muni útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur
skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla
nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp frá.“
Ekki er gott að segja hvernig Rask hefði brugðist við
því að heyra ungmenni spjalla saman líkt og ég fékk að
reyna í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði um daginn. Á
góma bar hversu gaman það yrði að lyfta sér upp norður
á Dalvík þegar Fiskidagurinn mikli gengur í garð í sum-
ar: „Heyrðu, þetta verður tíu ára afmælið, gaur, það verð-
ur hellað gaman.“ arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Hellað gaman!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
B
ygging nýs fangelsis hef-
ur verið á undirbúnings-
stigi hjá stjórnvöldum í
áratugi. Árið 2005 sam-
þykkti ríkisstjórnin þó
uppbyggingaráætlun fangelsa, en tak-
markaðar úrbætur hafa verið gerðar
síðan þá. Samþykkt ríkisstjórnarinnar
í gærmorgun um að auglýsa byggingu
nýs öryggisfangelsis, fáist fjármagn,
gefur þó enn á ný von um að glæðast
fari í fangelsismálum. Best er þó að
gera sér ekki of miklar vonir, enn um
sinn.
Nú keyrir um þverbak hjá fangels-
ismálayfirvöldum og í skýrslu Rík-
isendurskoðunar segir m.a. að án
fjölgunar fangarýma eða annarra að-
gerða lengist boðunarlistinn um
18.800 daga á ári – miðað við heildar-
refsitíma nærri meðaltali áranna 2007
og 2008. Í ársbyrjun 2012 yrðu fang-
elsin lengur en eitt ár að vinna á boð-
unarlistanum þó engir nýir dómar
bærust til fullnustu.
Elstu dómar á boðunarlistanum eru
frá árinu 2005. Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra segir að sam-
kvæmt sínum upplýsingum séu ekki
dæmi um að óskilorðsbundnar refs-
ingar hafi fyrnst vegna plássleysis, en
vissulega stefni í það.
Aðkoma lífeyrissjóða skoðuð
Fangelsismál hafa verið til umfjöll-
unar í dómsmálaráðuneytinu að und-
anförnu – líkt og oft áður – og einnig í
ríkisstjórn. Ástæða þess að uppbygg-
ingaráætlun ríkisstjórnarinnar stöðv-
aðist var ástandið í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Nú er þó svo komið að
burtséð frá ástandinu er þörf á örygg-
isfangelsi með gæsluvarðhaldsklefum.
Ragna segir að skoðuð hafi verið
hagkvæmni þess að koma á fót fang-
elsi í húsnæði sem nú er laust en í ljós
hafi komið, að hagkvæmast sé til
lengri tíma að byggja nýtt fangelsi.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær-
morgun að veita dómsmálaráðherra
heimild til að vinna að byggingu nýs
fangelsis í samvinnu við fjár-
málaráðherra. Janframt að heimilt sé
að auglýsa eftir nýju öryggisfangelsi
ef viðunandi fjármögnun fæst. Í því
skyni er fyrst og fremst horft til líf-
eyrissjóðanna.
Rekið án aukafjárveitinga
Að mati Ríkisendurskoðunar er
bygging gæsluvarðhalds- og skamm-
tímavistunarfangelsis á höfuðborgar-
svæðinu fagleg lausn og í samræmi
við öryggiskröfur. Slík útfærsla fæli í
sér mikið hagræði þar sem verulega
drægi úr kostnaði lögreglu við fanga-
flutninga til og frá Litla-Hrauni, sem
og ferðir sérfræðinga Fangels-
ismálastofnunar, lögmanna, túlka og
annarra aðila.
Forsenda fyrir fangelsinu er þó,
fyrir utan viðunandi fjármögnun, að
fangelsismálayfirvöld geti rekið fang-
elsið án aukafjárveitinga. Horft er til
þess að selja Hegningarhúsið við
Skólavörðustíg og fangelsið í Kópa-
vogi og fari fjárveitingar sem annars
rynnu þangað í nýja fangelsið.
Næstu skref eru að ræða við lífeyr-
issjóðina um þeirra aðkomu. Fari allt
að óskum og fjármögnun er við-
unandi á þó enn eftir að finna heppi-
lega lóð auk þess að teikna fangelsið.
Raunhæft þykir að miða við að fang-
elsið geti verið tilbúið til notkunar eft-
ir tvö ár, en þá þarf ansi margt að
ganga upp.
Morgunblaðið/Júlíus
Litla-Hraun Nýting klefa í fangelsinu á Litla-Hrauni var 111% í fyrra.
Enn berast loforð um
nýtt öryggisfangelsi
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um
skipulag og úrræði í fangelsis-
málum er enn ein staðfestingin á
brýnum vanda í fangelsismálum
hér á landi. Hugsanlega glittir þó
í langþráða lausn.
Í lok árs 2009 voru um 1.800 ein-
staklingar í svonefndu vararefsing-
arferli, þ.e. að bíða eftir fangels-
isvist því þeir höfðu ekki staðið skil
á fésektum sem þeir voru dæmdir
til að greiða.
Þrjátíu þúsund afplánunardaga
þyrfti til að hægt væri að fullnusta
allar þær vararefsingar.
EÐLILEG nýting fangarýma, út frá
öryggissjónarmiðum, er um 90% og
fangaklefar og sameiginleg rými
fangelsanna eru ekki byggð fyrir
fangafjölda umfram 100% nýtingu
til lengri tíma. Að mati Fangelsis-
málastofnunar er öryggi fanga og
fangavarða ógnað ef nýting fang-
elsa fer umfram 95%. Þá sé erfitt að
bregðast við óvæntum atvikum.
Árið 2007 var nýtingin 94%, árið
2008 var hún 108% og á síðasta ári
hafði hún hækkað upp í 111%.