Morgunblaðið - 31.03.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.03.2010, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 Blúsað af beljandi krafti Blúshátíð í Reykjavík stendur nú yfir en á henni kemur fram fjöldinn allur af blúsiðkendum, innlendum sem erlendum. Hér má sjá blússöngkonuna Deitru Farr í syngjandi sveiflu, en hún hélt tónleika á Hilton Reykjavík Nordica Hotel í gær ásamt Nordic All Stars Blues Band. Kristinn NÝLEGA voru birtar niðurstöður könnunar á fjármögnun íslenskra kvik- mynda sem framleiddar voru á árunum 2006-2009. (Með kvikmynd er hér átt við bíómyndir, leikið sjón- varpsefni, heimilda- og stuttmyndir.) Þessi könn- un færir okkur í fyrsta sinn staðreyndir um fjárhags- lega þætti kvikmynda- framleiðslu á Íslandi. Frá sjónarhóli skattgreiðenda er meginniðurstaðan sú að þeir fjármunir sem ríkisvaldið fjár- festir í kvikmyndum skila sér að fullu til baka í formi launaskatta. Þá eru ótaldir aðrir beinir og óbeinir skattar. Fjárfest- ing í kvikmyndum skilar samfélaginu með öðrum orðum beinum fjárhags- legum arði. Í ljós kom einnig að 2,7 milljarða fjár- festing ríkisins í þessum kvikmyndum laðaði að sér rúma 4 milljarða af innlendu fjármagni og 5,2 milljarða af erlendu fjármagni. Það er fjárfesting ríkisins sem laðar að sér þetta fjármagn því hún er forsenda þess að hægt sé að fjármagna mynd- irnar. Án þeirrar viðurkenningar sem kvikmyndasjóður heimalands gefur verkefninu fæst ekki annað fjármagn. Þess vegna eru íslenskir kvikmyndasjóð- ir þessum iðnaði svo gríðarlega mik- ilvægir – þótt aðeins 13% fjármagnsins sem til þarf komi úr þeim sjóðum. Sókrates á að hafa sagt að öll ill verk stöfuðu af fáfræði og í því ljósi má kannski skoða þá stefnu núverandi rík- isstjórnar að skera sérstaklega mikið framlög til kvikmyndasjóða. Þessi nýja könnun sviptir hins vegar burt hulu fá- fræðinnar svo nú blasa staðreyndirnar við. Hin efnahagslegu rök fyrir fjárfest- ingu ríkisins í kvikmyndum eru fleiri, því fjöldi rannsókna hefur sýnt að kvikmyndir hafa veru- leg bein áhrif á ferða- mannastraum og þar með gjaldeyristekjur þjóð- arinnar. En kvikmyndafram- leiðsla er ekki bara pen- ingalega arðbær frá sjón- arhóli ríkisins heldur hefur hún margvísleg önnur já- kvæð áhrif. Hún skapar störf, sem ungt fólk hefur áhuga á, við að framleiða íslenskar menningarafurðir. Íslenskar sögur. Það er mikilvægt að þær sögur séu sagðar á tungumáli kvikmyndarinn- ar. Tungumáli sem hefur aðgang að fólki um alla veröldina – og ekki síður – unga fólkinu okkar. Nú er þörf á mannaflsfrekum fram- kvæmdum til að örva íslenskt efnahags- líf. Kvikmyndaiðnaðurinn er tilvalinn til þess. Þessi könnun sýnir að 2.7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum skilaði sér öll til baka með góðum vöxtum á skömmum tíma. Hún laðaði að sér inn- lent og erlent fjármagn svo hér var fram- leitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fór í launa- greiðslur. Býður einhver betur? Hvað þarf til að ráðamenn hætti að tala um tiltrú sína á íslenskri nýsköpun, hugviti og handverki – og sýni hana í verki? Eftir Björn B. Björnsson »Hvað þarf til að ráða- menn hætti að tala um tiltrú sína á íslenskri ný- sköpun, hugviti og hand- verki – og sýni hana í verki? Björn B. Björnsson Höfundur er formaður Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar. Framleiðsla kvikmynda skilar okkur góðum arðiÁHERSLURFjölskylduhjálpar Íslands hafa verið harðlega gagn- rýndar í fjölmiðlum undanfarna daga, enda virðast skjól- stæðingar ekki sitja við sama borð. At- hæfið hefur eðlilega verið gagnrýnt harðlega af félags- málaráðherra, formönnum vel- ferðar- og mannréttindaráðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Fram- kvæmdastýra Fjölskylduhjálpar hefur nú viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða, en segir þó að sárt sé að horfa upp á einstæðar mæður sem þurfi frá að hverfa. Það er með öllu óásættanlegt að fólki skuli vísað frá á grundvelli þjóðernis en er það ekki óásætt- anlegt að fólki skuli vísað frá yfir höfuð? Er ásættanlegt að flokka fólk? Hverjir mega flokka fólk og eftir hverju má flokka? Íslenskt velferðarsamfélag Allt frá lýðveldisöld hefur vel- ferð einstaklinga verið að hluta í samfélagslegri ábyrgð, en fyrstu merki þess má rekja aftur til Grá- gásar þar sem helstu verkefni lög- hreppa snerust um fjallskil og framfærslu ómaga. Samkvæmt núgildandi lögum er hlutverk sveitarfélaga fyrst og fremst að vinna að sameiginlegum velferð- armálum íbúanna. Íslenskum sveitarfélögum er m.a. skylt að veita húsaskjól og lágmarks- framfærslu þegar á þarf að halda. Lágmarksframfærsla er þó ekki skilgreind í lögum, né heldur á hvaða stigi sveitarfélögum beri að axla sínar skyldur. Hjá Reykjavíkurborg hafa verið settar nokkuð skýrar reglur um velferð borgarbúa. Fjárhags- aðstoð er veitt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og sama gild- ir um félagslegt húsnæði. Að sama skapi er hægt að fá húsaleigubætur og sérstakar húsa- leigubætur, nið- urgreiðslu á tóm- stundum, skólamáltíðum og leikskólum ef á þarf að halda og skilyrði eru uppfyllt. Ein- stæðir foreldrar og námsmenn fá afslátt af leikskólagjöldum, öryrkjar fá afslátt gegn framvísun skírteina í sund og nemar gegn framvísun sérstakra korta í strætó. Allt er þetta gert til að tryggja aðgengi þessara hópa að grunnþjónustu sem er vel. Hvort réttri aðferð er beitt er aft- ur á móti pólitísk spurning sem verður æ áleitnari. Velferð eða ölmusa? Samhliða velferðarkerfi hins op- inbera hafa líknarfélög á borð við Torvaldsensfélagið, Mæðrastyrks- nefnd og Fjölskylduhjálp gegnt veigamiklu hlutverki um langt skeið, m.a. með matar- og fatagjöf- um til fólks í neyð. Tilurð og mik- ilvægi þessara félaga vekur spurn- ingar um hversu raunverulegt íslenskt velferðarsamfélag sé þeg- ar allt kemur til alls. Er það raun- verulega svo að allir einstaklingar samfélagsins búi við mannsæm- andi aðstæður? Hafa allir jafnan aðgang að heilbrigði og velferð á Íslandi? Án þess að ég ætli að gera lítið úr alvarleika þess að flokka fólk eftir þjóðerni, þá verður hið op- inbera að líta í eigin barm. Vel- ferðarþjónusta Reykjavík- urborgar með öllum sínum skilyrðum, afsláttarkjörum og til- færslum gerir einmitt kröfu um flokkun fólks. Eigi hér raunveru- legt velferðarsamfélag að ríkja verður grunnþjónustan að vera að- gengileg öllum, óháð efnahag eða öðrum hamlandi þáttum. Þannig ættu líknarfélög í raun að vera óþörf. Vinstri grænt velferðarsamfélag Á sveitarfélögunum hvílir mikil ábyrgð, enda eru þau samfélög fólks sem hafa gert með sér samn- ing um að sinna ákveðnum grunn- þáttum mannlífsins. Við rekum saman leik- og grunnskóla, frí- stundaheimili, gatnakerfi, almenn- ingssamgöngur og félagslegt net sem þarf að vera til staðar fyrir okkur öll. Þessi þjónusta er fjár- mögnuð með hlutfalli af launum okkar og við eigum öll að geta not- ið hennar – skilyrðislaust. Vinstri græn hafa um langt skeið lagt áherslu á að grunnþjón- usta sveitarfélaga verði gjaldfrjáls og að allir íbúar geti notið hennar. Sérstaklega brýnt er að öll börn geti notið leik- og grunnskóla án endurgjalds. Nauðsynlegt er að ganga alla leið í þessum efnum, enda má það ekki vera þannig að þjónusta sem fjármögnuð er af okkur öllum í sameiningu reynist sumum of dýr. Velferðarsamfélag er samfélag þar sem grunnþjónustan er í sam- félagslegri ábyrgð, þar sem allir fá notið grunnþjónustu og þar sem félagslegt net er til staðar þegar á þarf að halda. Í velferðarsamfélagi þarf fólk ekki að framvísa skírtein- um. Í velferðarsamfélagi er ekki þörf á líknarfélögum til að tryggja fólki nauðþurftir heldur geta allir íbúar lifað með reisn og notið sjálf- sagðrar grunnþjónustu í hvívetna. Eftir Sóleyju Tómasdóttur » Í raunverulegu vel- ferðarsamfélagi er grunnþjónustan að- gengileg öllum, óháð efnahag eða öðrum þáttum. Þannig ættu líknarfélög í raun að vera óþörf. Sóley Tómasdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og skip- ar 1. sæti á lista VG í Reykjavík. Lítum okkur nær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.