Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 40

Morgunblaðið - 31.03.2010, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 Ein besta kvikmynd síðastaárs og örugglega ein súallra skemmtilegasta er hin óborganlega Black Dynamite. Myndin var frumsýnd á Sund- ancehátíðinni 2009 og kom út í febrúar síðastliðnum á dvd-diski í Ameríku og víðar (þó ekki Íslandi). Black Dynamite er hugarfóstur leikstjórans Scott Summers og Michael Jai White sem leikur aðal- hlutverkið, stórtöffarann Black Dynamite. Myndin sem gerist á dögum Nix- ons segir sögu hetjunnar Black Dynamite sem er ofursvalur „bróð- ir“ sem ýmist drepur tímann við ástaleiki eða kung fu-slagsmál, en í hvoru tveggja er hann sannur meistari og öllum öðrum fremri. Eftir morð á bróður hans (já, raunverulegum bróður!!) tekur hann til við að hreinsa upp gettóið. Í þeim erindum kemst hann á snoð- ir um samsæri hvíta mannsins og handbenda hans. Plottið nær alla leið til Nixons, sem reynist enginn aukvisi í bardagaíþróttum, eins og sést í lokauppgjöri myndarinn- arsem fer fram í Hvíta húsinu!    Flestum er sjálfsagt ljóst aðhérna er geggjuð grínmynd á ferð, alveg óborganleg skemmtun sem minnir helst á bestu spretti Mel Brooks og Mike Myers. Mynd- in er spriklandi fersk skopstæling á svörtum hasarmyndum sjöunda áratugarins eins og Shaft, Superfly og mörgu öðrum sem glöddu und- irritaðan á gelgjuskeiðinu. Á sjöunda áratugnum skutu upp kollinum svartar hasarmyndir, fljótlega kallaðar á enskunni blaxploitation-myndir eða svart- ránsmyndir. Þetta var nýr kvik- myndakimi sem hafði ekki áður sést á hvíta tjaldinu.    Í lok sjötta áratugarins varHollywood í mikilli kreppu, tekjur af miðasölu höfðu dregist gríðarlega saman og fimm af sex stóru kvikmyndaverunum voru rekin með tapi. Svertingjar voru hins vegar duglegir að fara í bíó en engar myndir voru gerðar sem höfðuðu sérstaklega til þeirra. Það þurfti því engan stærðfræðing til sjá mikinn markað fyrir réttu vör- una. Sweet Sweetback’s Baad- asssss Song sem frumsýnd var árið 1971 er oft talin upphafsmynd þessarar kvikmyndastefnu, þó myndin væri framleidd utan stóru stúdíóanna, af leikstjóranum Melv- in Van Peebles. Með myndum eins og Shaft, Hit Man, Super Fly, Slaughter, Trouble Man og Ham- mer sem komu út þetta ár og það næsta var boltinn farinn að rúlla. Hérna kvað við nýjan tón, þar sem myndirnar fjölluðu gjarnan um dópsala, mellur og melludólga í fá- tækrahverfum stórborga í Banda- ríkjunum. Hetjurnar voru iðulega svellmyndarlegir karlmenn (leiknir af fyrrverandi íþróttastjörnum eins og Jim Brown) með vafasama fortíð en góða sál, tilbúnum að fást við „hvíta manninn“ í gervi mafí- unnar eða löggunnar. Þetta ný- stárlega umfjöllunarefni var svo borið á borð með vænum skammti af grófara ofbeldi en áður hafði sést og á suddalegra götumáli en áður hafði heyrst. Stærstu snill- ingar svartrar tónlistar, James Brown, Marvin Gaye, Isaac Hayes, Curtis Mayfield og Bobby Womack sáu oft um tónlistina á ógleyman- legan hátt.    Á næstu árum mokuðu kvik-myndaverin út hræbillegum Svört skemmtun » Stundum voru þókunnugleg hryllings- myndastef tekin upp, eins og í Dr. Black, Mr. Hyde og jafnvel kúreka- myndum voru gerð skil með Boss Nigger. Black Dynamite Sótt í svokallaðar blaxploitation-kvikmyndir. AF KVIKMYNDUM Örn Þórisson FRÁBÆR TEIKNIMYND ÞAR SEM SVEPPI FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI LEMMA Frá höfundi SHREK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA BJARNFREÐARSON HHH - DV - Kvikmynd ársins - Leikari ársins í aðalhlutverki - Handrit ársins - Kvikmyndataka ársins - Búningar ársins - Leikstjóri ársins - Meðleikari ársins HLAUT 7 EDDUVERÐLAUN „BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM“ BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI SANDRA BULLOCK TILNEFND SEM BESTA MYND ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN „Ein af 10 BESTU MYNDUM Þessa árs“ Maria Salas TheCW „fyndin og hrífandi“ Phil Boatwright – Preview Online „Besta Frammistaða Söndru Bullock til þessa“ Pete Hammond - Box Office Magazine SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝ Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK ÞEIR URÐU HELLAÐIR 2010 OG VÖKNUÐU UPP ÁRIÐ 1986 Í LF B , KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HOTTUBTIME MACHINE FÆR FULLT HÚS - 5 STJÖRNUR AF FIMM MÖGULEGUM SIGGI HLÖ – VEISTU HVER ÉG VAR ? – BYLGJAN „...THE MOVIE MADE ME LAUGH AS MUCH AS THE HANGOVER...“ – M.P. –TIME ÓVÆNTASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS „HANGOVER Á STERUM“ HHHH - J.N. - DAILY NEWS HHHH - NEWYORKTIMES HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE PÁSKAMYNDIN Í ÁRI Í FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÞRÍVÍDD Í VÖLDUM KVIKMYNDAHÚSUM Í Í Í Í I SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu / ÁLFABAKKA AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 3:403D -5:503D L NANNYMCPHEEANDTHEBIGBANG kl. 3:40 - 5:50 L HOWTOTRAINYOURDRAGONm.ensku tali kl. 83D -10:103D L THE BLIND SIDE kl. 5:30-8-10:30 10 HOTTUBTIMEMACHINE kl. 3:40-5:50-8-10:10 16 BJARNFREÐARSON kl. 3:20 síðustu sýn. L HUTTUBTIMEMACHINE kl. 3:40-5:50-8-10:10 VIP-LÚXUS L WHENINROME kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 L L MENWHOSTAREATGOATS kl. 8 - 10:10 12 HAMLET Ópera í beinni útsendingu kl. 6 L HOTTUBTIMEMACHINE kl. 8:10D -10:20D 16 AÐTEMJADREKANNSINN kl. 3:503D L HOWTOTRAINYOURDRAGON kl. 10:203D L WHENINROME kl. 3:40 - 5:50 - 8 L MEN WHO STARE AT GOATS kl.10:10 12 ALICE IN WONDERLAND kl. 5:503D L / KRINGLUNNI Gæti valdið óhug ungra barna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.