Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 8

Morgunblaðið - 31.03.2010, Side 8
8 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2010 Stjórnmálamönnum er mjög mis-jafnlega raðað á vinsældalista „fréttaskýrenda“.     Ótrúlega mörgum vestrænumfréttaskýrendum þykir ekkert að því að vel sjáist í lítt dulbúna að- dáun þeirra á Fídel Kastró Kúbu- leiðtoga. Er ferill hans þó blóði drifinn og fréttamenn eiga sérlega dapra daga í ríki hans. Og er þá ekki verið að tala eingöngu um þá sem hann hefur látið fangelsa og pynta.     Silvio Berlus-coni er á hinn bóginn talinn illa spilltur, algjör rati í femínisma og með fleira af því tagi á samvisk- unni. Ítalir héldu sveitarstjórn- arkosningar á dögunum. Því var mjög haldið á lofti af „fréttaskýr- endum“ að talið væri ljóst að í þeim kosningum yrði forsætisráð- herranum þunglega refsað að verð- leikum.     Á kjördag bárust fréttir af lélegrikjörsókn og vísað var í heim- ildir frá „fréttaskýrendum“ þar sem talið væri að í henni fælist aug- ljós andúð á Berlusconi og fyrirboði um það sem koma skyldi. Síðan hafa færri fréttir borist og augljóst að á „fréttaskýrendur“ hafa hlaðist aðrir atburðir, sem taka allan þeirra tíma. Því hefur þeim ekki gefist tóm til að greina frá að for- sætisráðherrann og flokkur hans náðu fjórum stórum sveit- arstjórnum úr höndum andstæð- inga sinna, þar með talið höf- uðborginni Rómaborg.     En í raun er þetta svo sem enginfrétt þegar hafðir eru í huga aðrir kosningasigrar, svo sem eins og Kastrós í fjóra áratugi, sem allt- af fékk nærri 100% atkvæðanna. Geri aðrir betur. Þá þurfti ekki að hafa áhyggjur af kjörsókninni. Silvio Berlusconi Fréttaskýrendur komnir í annað Veður víða um heim 29.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 heiðskírt Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -4 skýjað Egilsstaðir -5 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 4 súld Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 13 léttskýjað Brussel 14 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 5 skýjað London 12 skúrir París 18 skýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 7 skýjað Algarve 18 skýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg 8 skýjað Montreal 4 skúrir New York 11 skúrir Chicago 4 skýjað Orlando 19 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 31. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:49 20:16 ÍSAFJÖRÐUR 6:50 20:25 SIGLUFJÖRÐUR 6:33 20:08 DJÚPIVOGUR 6:18 19:46 „ÉG bara sofnaði eða datt út á versta stað og tíma. Það var andstyggilegt að vakna upp við þessar að- stæður,“ segir Sæmundur Óla- son, skipstjóri í Grímsey, en hann var við annan mann um borð í línubátnum Lágey sem strandaði við Héðinshöfða að- faranótt sl. föstudags, um þrjár sjó- mílur norður af Húsavík. Hvorki Sæmund né skipsfélaga hans sakaði en eftir árangurslausar tilraunir við að draga bátinn af strandstað gengu þeir á land um ellefuleytið á föstu- dagsmorgun. Sæmundur segist ekki gera sér grein fyrir hve lengi hann hafi dott- að við stýrið en nóg samt til að reka af leið og upp undir fjöru. Vaknaði hann við hávaðann frá skrúfunni er hún var að hreinsa blöðin af sér á stórgrýtisklöpp. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu og á mbl.is gekk erfiðlega að ná bátnum af strandstað á föstu- deginum. Ekki var til nógu sterkt dráttartóg og svo fór að björgunar- menn biðu færis þar til sl. laugardag að fjarað hafði nægilega frá til að lyfta bátnum upp á vörubílspall, með aðstoð stórvirkra vinnuvéla. Var þá búið að bjarga öllu lauslegu úr bátn- um, eins og veiðarfærum, afla og ol- íu. Skipstjóri í afleysingu Sæmundur var á leið frá Kópa- skeri til Húsavíkur er óhappið varð, til að skila bátnum af sér eftir afleys- ingu sem skipstjóri Lágeyjar í rúm- an hálfan mánuð. Hafði hann skilið eftir helming áhafnarinnar á Kópa- skeri. Hann segist á sínum langa sjó- mannsferli hafa lent í ýmsum hrakn- ingnum, m.a. fallið útbyrðis á unga aldri á sjó með föður sínum, en ekk- ert jafnist á við þetta atvik. „Í sjálfu sér bjargaðist þetta og skiptir mestu að ekki varð mann- skaði eða slys á fólki. Tilfinningin er heldur ekki góð að þetta gerist á báti sem maður á ekkert í en ég hef mætt góðum skilningi og viðmóti eig- endanna og annarra sem að málinu hafa komið,“ segir Sæmundur en hann óttast að báturinn sé mjög illa farinn og jafnvel ónýtur þó að vélin sé óskemmd. Það verði síðan trygg- ingarfélagsins að meta hvað gert verði við bátinn. Þakklátur öllum Sæmundur telur að á meðan Lág- ey sat föst hafi hún færst til um eina 500 metra á skerinu og skemmst enn meira við það. Var gerður vegarslóði að bátnum landleiðina og honum lyft upp á stóran og kraftmikinn bíl með vöruflutningapalli, sem fyrr segir. Þaðan var Lágey ekið til Húsavíkur. „Ég vil endilega koma á framfæri þökkum til allra sem aðstoðuðu okk- ur, bæði meðan á strandinu stóð og við það að koma bátnum á þurrt land,“ segir Sæmundur en hann tek- ur aftur við sínum eigin báti á Grímsey og fer á grásleppuveiðar. „Það þýðir ekkert að gefast upp á sjónum, lífið heldur áfram,“ segir hann að endingu. bjb@mbl.is „Sofnaði á versta stað og tíma“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Björgun Notast var við stórvirkar vinnuvélar til að ná Lágey af strandstað. Sæmundur Ólason  Sæmundur skipstjóri ekki lent í öðru eins Í HNOTSKURN »Lágey strandaði við Héð-inshöfða um tvöleytið að- faranótt föstudagsins 26. mars. Leki var kominn að bátnum um sexleytið. »Nærstaddir línubátar,Karólína og Háey II, voru kallaðir til aðstoðar auk Landsbjargar á Húsavík. »Ekkert gekk að toga bát-inn af strandstað og var hann hífður á land síðdegis á laugardag. Gleðilega páska Ungnau ta pipa rsteik1899 kr. kg verð áð ur 349 8 45%afslátturÍslensk t nautakj öt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.