Skólablaðið - 01.03.1980, Page 2
EDITOR
ÐICHT-
Að undanförnu hefur talsvert borið á umræðu
um námsmál í fjölmiðlum. Fyrir nokkrum vikum var
í einu dagblaðanna tekin fyrir menntunarstaða
þeirra nemenda, er komið hafa til háskólanáms
hérlendis á undanförnum árum. Niðurstaða þessarar
umræðu var sú, að okkur hefði miðað um of aftur
á bak í þessum málum, svo að til vandræða horfði
við æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Sé það svo
að þessi niðurstaða eigi við rök að styöjast,
hlýtur það að vera hverjum manni ljóst, í hvílíkt
óefni stefnir nú, í menntamálum landsins.
Það verður ávallt hverjum og einum hollast
að fást við það í lífinu, er veitir viðkomandi
sem mesta lífsfyllingu og ánægju af því að fást
við þau verkefni sem hann er fær um. Því verður
ekki betur séð en það að opna skólakerfið svo
mjög, sem gert hefur verið., með lettari eða
kannski engum prófum, hafi mistekist. Aukin
menntun fyrir hvern, sem kann að óska þess, er
vissulega æskileg. En það hlýtur að markast af
þroska og getu einstaklingsins, hversu hátt hann
nær í menntunarstiganum, og hver færni hans getur
orðið á menntunarsviðinu. Sá sem ekki getur til-
einkað sér það nám og þá færni-sem þarf til að
verða t.d. góður skurðlæknir, eða bara almennur
læknir, hefur ekkert við það að gera að glíma við
slíkt nám. Til hvers starfs þarf ákveðna menntun
og ákveðna færni. Hjá því verður ekki komist.
Því getur það orðið þjóðarböl að láta fólk komast
áfram í námi, með vissum sveigjanleika, í beim
greinum sem viðkomandi er ekki fær um að stunda
er út í starf er komið.
Það er fagurt kjörorð að allir skuli menntun
hljóta, svö mikla sem þeir kjósa. En er það rétt-
mætt gagnvart einstaklingnum og þjóðfélaginu, að
hverjum þeim er það kýs skuli kleif skólaganga,
svo lengi sem hann vill. Verður ekki hver og einn
að sanna á ótvíræðan hátt að hann sé áframhald**
andi skólagöngu verðugur? Viðkomandi verður jafn-
vel að færast upp um einn bekk á hverju ári, hvor*
sem hann hefur náð færni £ bví sem kennt var eða
ekkiT Svo þegar á að fara að læra af fullri alvörii
til prófa, stenzt viðkomandi bau ekki, vegna van-
kunnáttu eða kunnáttubrests í undirstöðuatriðum.
Þá er kennurum gjarnan kennt um, eins og fram hef-t
ur komið í umræðunni um þessi mál. Þá loks verður
einstaklingi og vandamönnum fullkomlega ljóst að
þetta var röng leið. Þa vaknar lxka spurningin:
Af hverju var hún valin? Svarið hlýtur að verða
að hvatinn lá innbyggður í skólakerfinu. Þetta
„ slampaðist" alltaf. 1 grun-nskólanum voru kannski
ekki einu sinni próf á milli bekkja og ef ekki
var því betra eftirlit frá ekki bara kennarans
hálfu heldur einnig foreldra og nemenda sjálfra,
varð engum ljóst að námsfærnin var ekki meiri en
raun bar vitni. Vonbrigðin sem þannig verða, koma
því svo seint, að þau verða enn sárari fyrir
bragðið. Getan hefur e.t.v. alla t£ð verið ofmet-
in og einstaklingurinn unað glaður við sitt og
haft bjartar vonir sem allt £ einu hrundu. Það
er of seint að koma £ háskóla og uppgötva, að
viðkomandi getur ekki lesið námsbækurnar, sem
þarf til háskólanáms.
Hættum þv£ þessari sjálfsblekkingu og tökum
upp okkar gömlu kröfupólit£k. Það að gera kröfuna
til sjálfs sfn en ekki sffellt til annarra og
samfélagsins. Námsgeta verður engum færð á silfur-i
fati. Hún verður að búa með manninum. Þroski kem-
ur misjafnlega snemma hjá einstaklingunum. Sumir
geta um tvftugt það sem aðrir geta fyrst um 30-35
ára, sumir aldrei. Væri þv£ ekki meira vit og væn*
legra til árangurs að efla mun meira fullorðins-
fræðslu? Gefa einstaklingum enn meira tækifceri til|
náms sfðar £ lffinu, þegar þeir finna að þeir
hafa öðlast þroskann, sem þarf til meira bóknáms