Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 6

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 6
Þeir fundu ekki fyrir hinu alvarlega andartaki þegar fariö snerti yfirborð plánet« unnar. Þaö var enginn kippur. Eitt af viö- vörunarljósunum sýndi bara merkiö fyrir "Fast" og þaö markaði endalok ferðar þeirra gegnum óendanleika geimsins. Vamp leit á skipstjórann, en sá síðar- nefndi sýndi ekkert merki ánægju og það var ómögulegt aö segja hvaö honum fannst um endi hinnar löngu ferðar. Af samsetningu blikandi punkta, strika og bylgna á ljósaboröinu var augljóst að aöstæður á reikistjörnunni þar sem farið stóö voru svipaðar og á þeirra eigin - svipaöar innan leyfilegra marka. Vamp skilaði því til skip- stjórans, en þetta haföi heldur ekki nein áhrif á hann. "Ég held viö finnum engin æöri lxfsform hérna," sagði hann gleðilaust. "Faröu samt og fáöu þér göngutúr." Aö fara í göngutúr kallaði skipstjórinn þaö. Brekkubrúnin sem Vámp klifraöi yfir var vaxin einhverjum fínlegum flækjugróöri. Úr dalnum fyrir neðan leit geimfarið út eins og stór, hvít blaöra. Brúnleit slétta teygöi sig í allar áttir svo langt sem augaö eygöi. AÖeins út viö sjóndeildarhringinn brotnaöi hún og mynda&i grjóthrúgur og kletta. Og það var allt og sumt. Fyrir svona landslag var auðvitað ekki hægt aö búast viö miklu, en eðli starfs þeirra olli óhjákvæmilegum vana viö vonbrigðum. Starf þeirra fólst í viðskiptum. Viöskipti þeirra voru aö vxsu allólík viöskiptum forfeöra þeirra í fyrndinni.Þeir feröuðust til fjarlægra reikistjarna meo þann varning sem kæmi aö mestu gagni. Þeir seldu þekkingareiningar, bundnar í raðir gagnsærra kristalla. Það var sá varn- ingur sem eftirsóttastur var á verslunarleiðum alheimsins. Hvert þjóöfélag sem þróaöist á eigin vegu hlaut óhjákvæmilega aö grafa upp vissar stað- reyndir og gera uppgötvanir sem voru öörum ókunnar. Erindi þeirra var að skipta vitneskju fyrir vitneskju, kenningar fyrir kenningar, uppgötvanir fyrir uppgötvanir. Stundum fundu þeir kynstofna sem höföu ekkert upp á aö bjóöa í staðinn. Þá létu þeir þessum frumstæöu verum örlátlega í té slíka vitneskju sem þeir gátu tekið viö, því að þekking er eini varningurinn sem hægt er að gefa eöa skipta óendanlega oft án þess að minnka hann. Gestir þessra reiki- stjarna þúsundum ára seinna mundu finna þar ríkulega ávexti þess sem þeir voru að sá í dag. Þeir voru á heimleið eftir langa, hring- sólandi ferð gegnum himingeiminn sem haföi fært þeim gífurlegan foröa fágætrar þekkingar. Mörg för svipuö þeirra voru á leiðinni milli stjarnanna, en ekki öll komu aftur. Oft lentu þau í óvæntum hættum og dauðinn náði þeim á undarlegum, fjarlægum plánetum, plánetum sem höfðu e.t.v. fyrst virst eins tómar og líf- lausar og þessi. Vamp sneri aftur til skips og nú flaug þaö í risastórri, sístækkandi gormlaga braut yfir yfirborði reikistjörnunnar. A skerminum birtust myndir af því sem var fyrir neöan en þeir horfðu ekki á þær. Hvað gat verið þar niöri sem var nýtt fyrir gestum svo margra stjarna? Þeir settust niður viö taf1. "Tómur heimur," sagði skipstjórinn fúll. "Dauö pláneta." Vamp fórnaöi manni og vann tvo. "Viö förum nokkra hringi í viöbót," sagði skipstjórinn. "Þaö er alveg nóg." o

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.