Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 8

Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 8
hann. "Ekkert annað skiptir okkur máli. Og, auk þess, hefðum við fundið þá sem byggðu farið hvað gætum við boðið þeim sem mundu vekja áhuga þeirra?" "Gervipróteinframleiðsla ef þeir kunna hana ekki, orkusöfnun úr geimnum...." "Eins og meinlætamennirnir á Megera XY?" Þeir fundu nokkur fleiri flök og svo fundu þeir borgarrústir. Eins og áður voru engin merki þess að skyni gæddar verur væru þar lengur. "Dauð pláneta," sagði skipstjórinn. "Heldurðu það?" "Vísbendingarnar sýna að þeir voru frekar frumstæðir. Við gætum jafnvel boðið þeim persónuleikamótun eða líffræðilegar forsendur ódauðleika." "Já, auðvitað. Annars stigs menning. Og hvað gætu þeir gefið okkur?" Vamp rétti skipstjóranum flatan, fer- kantaðan hlut. Hann hafði tekið hann af einum káetuveggnum. Það var venjuleg svarthvít ljós- mynd. Glerið hafði hlíft henni svo að vatnið hafði varla skaðað hana svo að heitið gæti. Myndin var af manni, ungum manni í leðurjakka sem hélt í stóran hund á endanum á stuttri ól. Hundurinn var augljóslega ekki áhugasamur um að láta taka af sér mynd og hann horfði óþolin- móður til hliðar. Maðurinn stóð við vegarbrún þar sem þétt umferð var x báðar áttir. í fjar- lægð mátti sjá strætisvagn. "Undarlegt," sagði skipstjórinn. "Mjög," samþykkti Vamp. Þetta var eitt af þeim fáu skiptum sem hann var á sömu skoðun og skipstjórinn. "Þeir gátu ekki einu sinni greint liti. Myndin er svarthvít." "Og þetta færiband." Vamp benti á hrað- brautina. "Það hreyfist." "Svo virðist. Og hlutirnir sem er raðað á það færast með því." Skipstjórinn kinkaði kolli. "Mjög undar- legt." "Og þetta." Vamp var að tala um manninn og hundinn. "Augljóslega samlífi." "Auðvitað. Þessar tvær verur sýnast hafa sömu hugsun og sama persónuleika. Þær skynja sig auðsjáanlega sem eina veru." "Ibúarnir hafa úrkynjast og dáið út." "Af hverju úrkynjast?" Vamp vissi ekki sjálfur af hverju hann tók málstað íbúa plán- etunnar. "Að deyja út er einfaldlega endalok þróunarferilsins. Ef kynstofn finnur ekki leið til að breyta honum þá hlýtur hann að úrkynjast'. "Og," bætti hann viö ergilega, "við erum að fara." "En þú veist, þeir, þeir....." Vamp vissi sjálfur ekki hvað meira hann gat sagt. Honum fannst bara af einhverjum ástæðum að ef bessi reikistjarna yrði strikuð út af listanum yfir byggðar reikistjörnur væru það mikil mistök. "Þú veist þeir gætu....hvaö ef þeir búa á þurru landi?" fleipraði hann út úr sér bótt hann vissi að hann væri að fara með algjöra vitleysu. Þetta var svo fáránlegt og óhugsandi að skipstjórinn reiddist ekki einu sinni. "Kæri Vamp, þarf ég að fara að vitna í lögmál lífsin3?" Augu hans urðu fjarræn og hálf- lokuðust og hann fór með utanaðlærða þulu:"Líf á plánetum er aðeins mögulegt á svæðum sem eru vernduð fyrir bráðdrepandi geislum sólar og geimgeislum, það er á hafsbotnum. Æðri lífsform geta aðeins komið fram og þróast undir miklum þrýstingi á miklu vatnsdýpi." Vamp þagði því hann vissi að orð skip- stjórans voru óvéfengjanleg. "Hvaða stjarna er næst á listanum?" spurði skipstjórinn og snéri sér að stjórnborðinu. "Alpha Centauri." Skipstjórinn ýtti á nokkur handföng og eftir nokkrar sekúndur voru þeir aftur á leið í gegnum óravíddir geimsins. Vamp byrjaði að setja upp taflið með tíu grænum'örmum sem hann teygði undan skel sinni. o

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.