Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 9

Skólablaðið - 01.03.1980, Qupperneq 9
Þegar Ole Schulesen Tcom of' seínt. Menntaskólinn í Reykjavík á sér eins og allir vita langa og litríka sögu. Hvað varðar skólabrag, hegðun nemenda, ýmis agavandamál og diverse uppeldisaðferðir, sem hinir virðu- legu kennarar við Hinn lærða skóla í Reykja- vík beittu, þá má víst segja að á ýmsu hafi gengið á undanförnum áratugum og öldum. Til þess að sýna fram á, hve ör og gagnger þróun- in hefur verið á hegðun nemenda og framgöngu kennara á síðastliðinni öld, skal hér rifjað upp atvik, sem gerðist innan veggja þessa skóla fyrir réttum eitt hundrað árum, þ.e. í marsmánuði 1880. Þá sem nú var mikið einvalalið kennara starfandi við Hinn lærða skóla, þeirra á meðal var magisterinn Halldór Kr. Friðriksson, sem kenndi íslensku, þýsku og landafræði í hartnær hálfa öld. Halldór Kr. Friðriksson þótti hörkukennari og gekk ríkt eftir því að nemendur hans lærðu fræðin vel og skilmerki- lega. Lét hann nemendur hvergi komast upp með væl og sjálfvorkunnsemi í þeim efnum. Þótti hann mjög strangur og ganga ríkt eftií því, að reglur skólans um hegðun og framkomu nem- enda væru haldnar og þeim fylgt út í æsar. Demókratiu í þeirri mynd, er við nú þekkjum í daglegum samskiptum nemehda og kennara, gætti hreint út sagt alls ekki í þá daga, en harkan sjö var í fullu gildi af hálfu kennara, ef um agabrot var um að ræða hjá nemendum. Halldóri Kr. Friðrikssyni var- stundum mjög laus höndin, að sögn nemenda hans, og þó einkum framan af kennaraferli sínum. Seinna lagði hann það að mestu niður, nema þegar hann reiddist svo, að hann réð sér ekki. Eitt sinn kom Ole Schulesen skólapiltur of seint til morgunbæna, en Jón Árnason átti að athuga slíkar yfirsjónir og nótera fyrir. 1 það sinn var Halldór við bænir, og er þeim var lokið, gengur hann niður úr kennarastól- num og segir með miklum þykkjusvip:"Hvað tafði þig, óli?" ðli svarar:"Ég ætla að segja Jóni Árna- syni það." Þá var 'ekki að sökum að spyrja, Halldór Kr. Friðriksson réttir honum kinnhest, en öli bar af sér, og svo hvern af öðrum, en Halldór kom engu höggi á sökudólginn, en skólapiltar stóðu allt í kring. Um leið og höggin riðu af, segir ðli ofur stillilega: "Verið þér ekki svona réiður Friðriksen, þér verðið þá svo voða ljótur í framan." Ole Schulesen óx eðlilega í augum skóla- bræðra sinna við bessa frammistöðu í viðureign hans við hinn stranga og ógnvekjandi læri- meistara Halldór Kr. Friðriksson. Halldór Vilkjálmssott ftók samati ■ Frásögnin af viðureign kennarans og skólapiltsins hér að ofan er tekin úr Minn- ingabók dr. Þorvalds Thoroddsens, sem gefin var út laust eftir 1920. Af frásögninni má marka, hve margt hefur skipast í samskiptum kennara og nemenda á einni öld og telja sumir til framfara.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.