Skólablaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 10
PÉTUR II. ÁllMANNSSON:
AF ÍSLENZKRI
BYG 01NG ARLIST.
SÍDARI IILIJTI ■
NÚTÍMINN.
Þessi grein er hin seinni af tveimur sem
undirritaður hefur tekið saman og birtast munu
í 55. árg. Skólablaðs M.R. í fyrri greininni var
rakin í grófum dráttum byggingarsagan frá land-
námstíð fram að síðari heimsstyrjöld, en hér á
eftir er ætlunin að fjalla um þróunina eftir
stríð á breiðum grundvelli. Til stóð að efninu
yrðu gerð skil £ einu lagi, en sökum umfangs
þess og yfirgrips reyndist það ekki unnt.
Tilgangur minn með skrifum þessum var í
upphafi að tjá eigin skoðanir á umhverfi fólks
og byggingum hér á landi fyrr og nú. Ég komst bó
fljótt á þá skoðun að hyggilegra væri að láta
gróft yfirlit um byggingarsöguna koma á undan.
Ættu þá væntanlegir lesendur að fá notið seinni
greinarinnar sem skyldi. Það var einkum þrennt
sem ýtti undir þessa viðleitni mína.
1 fyrsta lagi er mér vitanlega ekkert það
sagnfræðirit til sem helgað er heildarþróun
húsagerðar hér á landi. Ritaðar hafa verið ýtar-
legar bækur um sögu frímerkjaútgáfu, kortagerðar
og jafnvel hrossalækninga, en Byggingarsaga
Islands fyrirfinnst engin? Að vísu má benda á
einstakar greinar og jafnvel heilar bækur sem
fjalla um afmarkaða þætti Islenzkrar byggingar-
sögu, en um aðgengileg og skipuleg yfirlitsrit
er ekki að ræða.
I öðru lagi má nefna að fræðsluyfirvöld
landsins hafabrugðizt skyldu sinni á þessu sviði.
Mér er aðeins kunnugt um einn einasta skóla hér
á landi sem býður nemendum sínum upp á einhverja
fræðslu í byggingarlist ( Menntaskól-inn í Reykja-
vík ). Það má m.ö.o. ljúka prófum úr æðstu
menntastofnunum þessa lands án þess að bera hið
minnsta skynbragð á það umhverfi ( í arkitektúr-
ískum og skipulagslegum skilningi ) sem menn
lifa og hrærast x og eiga e.t.v þátt í að móta.
I þriðja lagi kemur til almennt sinnuleysi
bæði almennings og sérfræðinga ( arkítekta ) sem
sést bezt á því hversu örsjaldan byggingarlist
ber hér á góma á opinberum vettvangi. Ég ætla nú
sem snöggvast að rjúfa þessa þögn og tek því upp
þráðinn þar sem áður var frá horfið.
A kreppuárunum hafði hin þýzkættaða og
brátt alþjóðlega stefna funktionalisminn eða
nytjagildisstefnan, rutt sér til rúms hér á landi
og hefur allt síðan þá verið ríkjandi þótt hún
hafi birzt í ólíkum myndum.
Lykilorð þessarar stefnu voru í upphafi
fegurð einfaldleikans og notagildið ofar öllu.
Þessi stefna hafði þó verið í deiglunni allmörg
ár áður en hún tók að breiðast út, en frumrætur
hennar má rekja til einnar byggingar sem olli
þáttaskilum í sögunni, Kristalshallarinnar
( Crystal Palace ) , sem garðyrkjumaðurinn Jo.seph
0