Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1980, Side 13

Skólablaðið - 01.03.1980, Side 13
anda þessarar stefnu ( brútalismans ). Sem dæmi má benda á nokkur hús Hðgnu Sigurðardóttur og heimavistarskólann að Húnavöllum við Svínavatn í A.-Húnavatnssýslu eftir Björn ölafs arkítekt sem ýmsir telja tímamótaverk í íslenskum arkítektúr. Eins og flest bað sem hingað berst frá út- löndum £ fyrsta sinn, hafa þessar nýjungar reynzt misjafnlega; sumt hefur orðið mjög til góðs, náð að samlagast íslenzkri byggingarhefð og bæta hana til muna, en aðrar hafa reynzt miður vel, hentað illa íslenzkri veðráttu eða hæft illa staðháttum. Á allra síðustu árum hefur þessi þróun, sem hrund ið var af stað milli 1960 og 1965, haldið áfram og tekið á sig nýjar myndir. Oft hafa þær þó misst marks og nægir að minna á hversu miður vel hefur tekizt með skipulagningu £ sumum nýrri hverfum höfuðborgarinnar, annars vegar hin harð- soðnu og óaðlaðandi hverfi Efra-Breiðholts ( Fella- og Hólahverfi ) og hins vegar hið of- skipulagða Fossvogshverfi. I öðrum nýrri hverfum hefur árangurinn orðið betri, t.d. £ Árbæjar- hverfi og Breiðholti I og II ( Stekkja-, Bakka- og Seljahverfi ). í útliti húsa hefur steypuskraut hvers kon- ar verið alláberandi. Á hinn bóginn hefur fremur l£tið verið um frumlegar nýjungar £ formgerðum húsa á seinni árum; undantekning frá þv£ er þó t.d. sambýlishúsið á horni Hæðargarðs og Grensás- vegar en þar hefur höfundi tekizt óvenjuvel að skapa tilbreytingarrfkt og skemmtilegt umhverfi. Rétt eins og höfuðborgin hafa margir þétt- býlisstaðir úti á landsbyggðinni þanist ört út á þessari öld £ kjölfar breyttra atvinnuhátta og fólksflótta úr sveitum. En sjaldnast hefur verið vandað til skipulags þessara bæja og sjónarmið arkitektúrs látin sitja á hakanum £ hinni öru Hús Verkfræði og raunvisindadeildar H.I. við Hjarðarhaga. Arkitektar: Haukur Viktorsson, Ulrik Arthursson. uppbyggingu. Hvar verst hefur þó þróunin orðið £ sveitum landsins og má það teljast til undan- tekninga ef tekist hefur að fella nýbyggingar til sveita að náttúru landsins. Ef bornar eru saman götumyndir höfuðborgar- innar frá þv£ fyrir og eftir ár seinni heims- styrjaldar kemur margt fróðlegt £ ljós. Eins og minnzt var á hér á undan fylgdi menningarleg hnignun £ kjölfar striðsgróðans sem yfir þjóðina flædd'i. I stað heillegrar götumyndar kreppuáranna þar sem skrautleg húsin mynduðu samræmda heild, er svo að sjá sem húsin reyni hvert um sig að draga að sér athygli áhorfandans með ytra iburði; formgerðir þeirra eru jafnólikar og húsin eru mörg. Sömu sögu er að segja um þökin; engu er l£k* ara en húsbyggjendurnir hafi tekið sig saman um að gefa komandi kynslóðum sýnishorn af öllum hugsanlegum og óhugsanlegum bakgerðum, allt frá margbrotnum söðulþökum til ýmissa afbrigða hall- andi skúrþaka; sl£k er fjölbreytnin! Oft hefur eðlilegum hlutföllum verið raskað, gluggar hafðir ýmist of litlir eða of stórir og iðulega hafa húsin verið höfð of stór miðað við þann lóðar- skika sem beim var £ upphafi ætlaður. Afleiðingin verður sú að svo sýnist sem húsin virðist hrinda hvert öðru frá sér; hvert þeirra leitast við að troðast fram úr götumyndinni til að vekja á sér athygli. Ef við s£ðan berum saman yfirbragð hverfa frá þessum sömu t£mabilum er sömu sögu að segja. Eldri hverfin orka á £búana sem heild; látleysið og samræmið £ formgerð húsanna gera umhverfið vistlegt og aðlaðandi og svipur þess einkennist af rósemi. Andstæða þessa eru götur 6. áratugar- o Ibúðarhús £ Bergstaðastræti. Arkitekt: Hróbjartur Hróbjartsson.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.