Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1980, Page 14

Skólablaðið - 01.03.1980, Page 14
Einbylishús T Reykjavík - 1963. Arkítekt: Jón Haraldsson. ins ; þar lítur hverfið út eins og samansafn af óskaþnaði, húsin ná ekki að festa rætur í umhverf inu og orka sífellt á íbúana sem safn aðskota- hluta, en ekki sem skipulagsleg heild. Afleiðing- in er sviplaust og sálarlaust umhverfi, þrungið innri spennu og fullt af æpandi andstæðum. Tökum nú stökk fram £ tímann og berum nýju hverfin £ Breiðholti saman við dæmin hér á undan. Þegar framkvsemdir hófust við Breiðholtshverfið hafði byggingartækni fleygt fram frá þv£ sem var milli 1950 og 1960. Stöðluð verksmiðjuframleiðsla steypumóta og húseininga hafði rutt sér rúms og gerði mönnum kleift að lækka byggingarkostnað verulega. Einnig hafði húsagerðin breytzt svo sem minnzt var á hér á undan; hin tvi- og þrflyftu sambýlishús, sem verið höfðu rikjandi, viku fyrir háhýsa- og blokkabyggingumannars vegar og hins vegar lágreistum einnar hæðar einbýlis- og rað- hú sum. Tökum sem dæmi Fella- og Hólahverfi. Byggð- in er að mestu háhýsi og og fjögurra hæða sam- býlishúsalengjur. Inni á milli eru stofnanir, þjórustumiðstöðvar og smærri ibúðarhús. Fjölda- framleiðslan setur svip sinn á fjölbýlishúsin; þau eru köld, ópersónuleg og framar öðru: leiðin- leg,- Þessi hús eru að v£su laus við prjál og t£zkutildur áranna eftir stríð, en einhæfnin er of mikil; hin sifellda endurtekning er hvarvetna þrúgandi og yfirþyrmandi. 1 hverfum frá kreppu- árunum var að v£su um nokkra einhæfni að ræða, en sé grannt athugað eru húsin £ raun næsta ól£k. Ýmis tilbrigði rjúfa endurtekninguna: gluggi hér og svalir þar útskot og litlir þakkvistir, ávalar: og bogadregnar linur, mismunandi blæ- og lita- brigði á veggjum o.s.frv. Þar var m.ö.o. um sam- ræmda heildarmynd að ræða, en þó aðeins að nokkru marki; hver húsbyggjandi var frjáls að móta útlit hússins innan ákveðins ramma. Ætla mætti við fyrstu sýn að þessi verk- smiðjuframleiddu hús væru til flestra annarra hluta nytsamleg en hýsa manneskjur. Þau eru að- eins dauðir og kaldir hlutir, gerðir til að geyma fólk um stundarsakir, enda er raunin sú að flest- ir ibúanna l£ta ekki á þau sem frambúðarhúsnæði, heldur sem stökkpall upp £ eitthvað meira og betra. Hin t£ðu £búaskipti leiða svo til þess að hverfið nær aldrei að verða rótgróið umhverfi íbúanna og fjölbýlishúsin halda áfram að vera sálarlausir gámar. Af þessu má ráða að ábyrgð skipuleggjandans er mikil, meiri en flestir gera sér grein fyrir eða vilja láta £ veðri vaka. Ákvarðanir hans geta snert líf þúsunda bæði til góðs og ills. Mörg þjóðfélagsmein má beinlinis eða óbeinlinis rekja til rangra viðhorfa £ skipulagningu.Rannsóknir £ Bandar£kjunum hafa leitt £ ljós að t£ðni glæpa meðal £búa fjölbýlis- og háhýsa stóð £ réttu hlutfalli við hæð húsanna, þv£ hærri hús, þeim mun t£ðari afbrot og önnur félagsleg vandamál. Við ættum l£ka að geta litið £ eigin barm og spurt okkur sjálf sem svo: Er hverfi £ l£kingu við efri hluta Breiðholts vel til þess fallið að örva fegurðarskyn þeirra barna sem þar alast upp? Orka sambýlishús Fellahverfisins listhvetjandi á yngri kynslóð ibúanna, eru þau sú náma fjöl- breytileika sem ýtir undir sjálfstætt imyndunar- afl og mótar formskyn hins unga hugar? Er liklegt að þessi hús eigi eftir að marka jafndjúp spor £ huga vaxandi kynslóðar sem torfbæirnir frumstæðu eða lágreistu timburhúsin gerðu hjá öfum okkar og ömmum? Er það æskileg þróun að skipa fólki £ hverfi eftir stétt þess og efnahag eins og gerzt hefur á undanförnum árum £ Breiðholti og Garða- bæ? Er liklegt að barn kynnist á unga aldri hin- um margslungnu þáttum atvinnu lifsins og mikil- vægi þess fyrir heimilið og þjóðina þegar það elst upp £ svefnhverfi sem er vandlega að skilið frá iðnaðar- og atvinnusvæðum? Og siðast en ekki s£zt: Hefur_£slenzka_bjóðin_efni_á reisa_illa hönnuð_og ljót hús eftir_vondu_skipu- lagi_handa_komandi kynslóðum? Ég læt lesendum það eftir að svara þessum spurn- ingum.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.