Skólablaðið - 01.03.1980, Page 19
En hvað sem um það var þá naut þessi stíll
sín illa útfærður í steinsteypu og sú þjóðernis-
„rómantík" sem bjó að baki þessarar endurreisnar
var á misskilningi byggð og runnin af rótum van-
þekkingar á eðli byggingarlistar.
Það var ekki ætlun mín að setjast í sæti
dómarans þegar ég hóf að rita þessa grein um ís-
lenzka byggingarlist og vona ég að enginn hafi
skilið orð mín svo þó að ég hafi bent á margt,
sem miður hefur tekizt, og annað sem til fyrir-
myndar má telja. Imyndavali hef ég leitazt við að
gefa lesendum sýnishorn af því sem vel hefur
verið gert, en með því er ég ekki að gefa í skyn
að nákvæmlega svona eigi hús að vera og ekki öðru
vísi. Það gildir hið sama um byggingarlist sem
aðrar listgreinar að lykill sköpunarinnar hlýtur
alltaf að vera geymdur hjá höfundinum, - lista-
manninum, - í túlkun hans og hæfileikum, tjáningu
og innblæstri og hæfni hans til að sjá hversdags-
lega hluti í nýju ljósi. Þær byggingar sem hér
má líta eiga það sammerkt að allar fullnægja þær
kröfunum þremur um hagkvæmni, fegurð og notagildi
sem minnzt var á hér á undan. Þær eiga það einnig
sammerkt að falla vel að íslenzku umhverfi og
íslenzkri þjóð og geta því allar talizt verðugir
fulltrúar íslenzkrar byggingarhefðar. Og eitt
enn: Þær eru ávöxtur listrænnar sköpunar, gæddar
þeim anda innblásturs og persónutúlkunar sem ekki
verður með orðum lýst og birtist þeim sem kunna
þá list að lesa hús.
Ég vona að þessi skrif mín hafi megnað að
opna augu einhvers fyrir því, sem sjá má, gefi
menn sér tíma til að rýna í daglegt umhverfi sitt
og freisti þess að sjá það í nýju ljósi. A þann
hátt má sjá margt, sem aldrei verður í letur
fært, um sögu og líf manna, - háttu og siði
ólíkra þjóða á ólíkum tímum, - og hver veit nema
menn rekist endrum og sinnum á fjársjóði, - þær
Eddur sem skrifaðar standa á „bókfelli" aldanna.
Leiðrétting:
1 fyrri greininni um íslenzka Byggingalist í
1. tbl. Skólablaðsins slæddist inn meinleg
villa í myndafyrirsögn. Húsin tvö við Þingholts-
stræti sem minnst var á í greininni eru að
sjálfsögðu til hægri á umræddri mynd og bið ég
lesendur velvírðingar á þessum mistökum
HEIMILDASKRÆ:
Sjónmenntir á Islandi: Hringborðsumræður.
Samvinnan 1973 - 6. tbl.
Húsakostur oghýbýlaprýði: Ýmsir höfundar.
Mál og Menning 1939.
Islenzk byggingarlist VIII : Hörður Agústsson.
Birtingur 1960 - 3. hefti.
Encyclopaedia of Modern Architecture:
Aevd Hatje. T. and H. London 1963.
Að auki studdist höfundur við fjölda blaðagreina
bæði úr dagblöðum og tímaritum.
Höfundur færir þeim kennurum sem greinar-
kornin lásu kærar þakkir, þeim Jóni S. Guðmunds-
syni og Stefáni Benediktssyni og þakkar þarfar
ábendingar og leiðréttingar. Einnig eru Jóni
Haraldssyni arkítekt færðar þakkir fyrir aðstoð
við útvegun myndefnis.
Fjölbýlishús aldraðra við Norðurbrún í Reykjavík.
Arkítektar: Guðmundur Kr. Guðmundsson
og ölafur Sigurðsson.
o