Skólablaðið - 01.03.1980, Síða 23
kvöldmáltíð lagðist móðirin venjulega til svefns,
en drengurinn rembdist við að stafa sig fram úr
einu bók heimilisins, gamalli og slitinni biblíu
sem í vantaði fjölda blaðsíðna.
Eftir langa og stranga vinnuviku rann hvíldar-
dagurinn upp og fólk fjölmennti til kirkju.
Kirkjan var aðalsamkomustaður íbúanna. Þar komu
saman allir réttlátir og óréttlátir þorpsbúar
til guðsþjónustu. Þarna urðu menn sér úti um um-
ræðuefni vikunnar. Fólk hvíslaði saman í lágum
hljóðum á meðan hinn aldraði kennimann prédikaði
á það rasssæri.
Drengnum leiddist í kirkju og efaðist í
þokkabót um áreiðanleik hins heilaga orðs. Hann
var skynsamur piltur og átti erfitt með að trúa
furðusögum biblíunnar og loks var svo komið að
hánn var farinn að efast um tilvist skapara síns.
Aldrei hafði hann orðið var við kærleik guðs
og spurði sjáfan sig oft, hví algóður guð léti
hann vera fátækan lausaleikskróga fallinnar konu.
Hví var hann fátækur og hafði enga möguleika til
menntunar meðan Olsen þessi danska blóðsuga lifði
við alsnægtir?
Já, svona gat hann hugsað rétt eins og hann
væri djöfulborinn. Þegar hann opinberaði móður
sinni þessar ókristilegu skoðanir sínar, fékk hann
löðrung og skammir. Hún var dæmigerður ógæfusamur
smælingi £ þessu þýðingarlausa plássi, heittrúuð
og undirgefin þeim er meira máttu sín.
Drengurinn hafði hinsvegar frá blautu barns-
beini verið uppreisnargjarn og skildi ekki
þjóðfélagslega stöðu sína. Hann langaði í skóla
en slíkar óskir voru fáráhlegar. Hann kunni að
vísu barnalærdóm sinn vel og að sama skapi kverið
er að fermingu kom. En það var sama, skóli var
ekki fyrir smælingja. Hann átti sér ekki uppreisn
ar von. Og þó?
Þetta var mikill dagur í Rauðavík. Það gerð-
ist ekki oft að mikilmenni heiðruðu þorpsbúa með
heimsóknum og taldist slíkt til stórbrotinna tíð-
inda. Nú höfðu hins vegar heyrst ævintýralegar
fréttir, svo ótrúlegar að slíkt gerlst bara í
skáldsögum. Maður um fertugt, er fæðst hafði í
þorpinu an haldið þaðan á brott sem ungur maður,
hafði orðið óheyrilega gæfusamur. Hann hafði á
einhvern hátt sem öllum var dulinn, auðgast gífur-
lega og ætlaöi nú aö heiæra þorpsbúa meö nærveru
sinni um stundar sakir. (Ef til vill myndi hann
láta eitthvað af hendi rakna til gamla þorpsins
síns? )
Síðustu daga hafði verið unnið ötullega að
undirbúningi undir heimsóknina og ekkert til spar-
að. Bökuð hafði verið risaterta,verk nokkurra
myndarlegra kvenna í þorpinu, og var ein þeirra
kaupmannsfrúin. Oddvitinn og Ölsen kaupmaður voru
báðir búnir að semja langar ræður og lúðrasveit
hafði verið fengin !frá höfuðstað landsins Reyni-
vík, til að spila er gesturinn kaani.
Og nú var dagurinn runninn upp. Þetta var
sólríkur sumardagur í maí. Allir voru í spari-
fötunum og höfðu safnast saman á þeim stað í þorp-
inu er sveitavegurinn lá að. Tertunni hafði verið
komið fyrir á stórum tréfleti og var afgirt. Búið
var að smiða stóra ræðupontu og lúðrasveitin hafði
stillt sér upp.
Um hádegi sást úr fjarska maður riðandi. Um
það bil klukkustund síðar var maðurinn kominn til
þorpsins. Lúðrasveitin hóf að leika samkvæmt dag-
skránni og mannfjöldinn fagnaði gestinum ákaft.
(En hvers konar dverghesti reið hann eiginlega og
hvers vegna var hann svona illa búinn?)
Gesturinn steig af baki múlasnanum og gekk að pont
unni. Lúðrasveitin hætti að leika og gesturinn hóf
ræðu sína: Kæru Rauðvíkingar. Fáir komast burt úr
heimabyggð sinni og út í heim án þess að finna til
heimþrár. Ég fór burt héðan unglingur út í hina
grimmu veröld til þess að verða ríkur og hamingju-
samur. Ég auðgaðist á veraldarvísu, en aldregi
varð ég hamingjusamur, ekki fyrr en nú fyrir sköm-
mu að ég kastaði frá mér auðnum og shéri aftur
hingað til Rauðavíkur. Já hér í víkinni rauðu við
fjörðinn er hamingjuna að finna og hvergi annars
staðar. Sá sem dýrkar Mammon, verður aldregi
hamingjusamur. Ræða gestsins kom eins og köld
vatnsgusa yfir þá sem voru viöstaddir.Þetta var
þá bara sami óbreytti sveitarómaginn sém kvatt
haföi þorpiö fyrir tuttugu árum. Hann átti ekkert*
fé, en leyföi sér aö prédika yfir fólki eins og
hann væri oröinn prófastur á staönum. Móöir hans,
sem nú var orðin gömul og veikburða, fór að gráta.
en aðrir fussuöu. A kaupmann Olsen runnu tvær
grímur. Hann átti að tala næst á eftir gestinum
og vissi nú ekki' hvernig hann ætti aö haga sér
í þessu. Athöfnin hlaut að leysast upp.
En skyndilega fór múlasninn aö ókyrrast.
Eigandinn haföi ekki bundið dýriö og í þann mund
sem hann var aö ljúka ræöu sinni hljóp asninn x
áttina að mannfjöldanum, sem hörfaöi.Þegar hann
kom aö risatertunni tók hann undir sig stökk og
lenti oní henni miðri. Þetta varö til aö kynda
undir ólæti í nokkrum unglingum sem steyptu sér
oní tertuna og hófu aö grýta hverjir í aðra.
Fleiri bættust í hópinn og ástandið var orðið
eins og í Sjaplínmynd. Fólk fór aö hraöa sér á
brott og foreldrar höstuöu á börn sín sem voru
í tertuleiknum. Asninn haföi rutt sér leið gegnum
rjómann og sultuna og var horfinn. Lúðrasveitin
hraðaöi sér burt og Olsen kaupmaöur og annaö fólk
meö sómatilfinningu hafði látið sig hverfa.
Að lokum stóö aöeins gesturinn eftir, ringlað*
ur og undrandi. Hann gekk að tertunni og fékk
sér bita. Gervirjómi, hugsaði hann.
?)c>n) ósnnR soun£.S S.2..
RGr Ú ST S'JERRISSON O-ó..