Skólablaðið - 01.03.1980, Page 26
STEINN STEINARR
Skáldskapur kans
og heiitisffeki.
Aðalsteinn Kristinsson, öðru nafni Steinn
Steinarr, fæddist að Laugalandi á Langadalsströnd
við Isafjarðardjúp 13. október 1908. Foreldrar
hans voru þau Etelríður Pálsdóttir og Kristmund-
ur Guðmundsson. Fyrstu bernskuár dvaldist hann
að Laugalandi, en ólst sxðan upp í Saurbæ í. Dölum
til fermingaraldurs. Tvö ár eftir ferminguna
dvaldist hann á öðrum bæ þar í sveitinni en fór
þá að vestan og var á ýmsum stöðum - flæktist um.
Stundaði hann þá margvísleg störf, var m.a. til
sjós um skeið, heilsan leyfði ekki líkamlega
erfiðisvinnu svo að hann fluttist til Reykjavík-
ur um 1930 er kreppan var skollin á og vánn fyrst
og fremst í ríki andans. Arið 1934 kvað hann sér
hljóðs með útkomu 1jóðabókarinnar, Rauður loginn
brann. Sú bók er skilgetið afkvæmi kreppuáranna
Ég málaði andlít á vegg
í afskekktu húsi.
Það var andlit hins þreytta og sjúka
og einmana manns.
Það var andlit míns sjálfs
en þið sáuð það aldrei
því ég málaði yfir það.
1 Spor í sandi sem kom út 1940 er áfram
hamrað á tilgangsleysinu „Það bjargast ekki
neitt, það ferst, það ferst" segir í kvæðinu
Ljóð .
Þó að einkenni flestra Ijóðanna í Spor í
sandi sé harmur og vonbrigði þá eru þó innan um
gamankvæði svo sem eftirmælin um kommúnistaflokk
og hefst á hvatningarljóði tii öreigaæskunnar
sem auðvaldið rak út á hjarnið, og á allan heim-
inn eftir því sem skáldið segir. Um afstöðu hans
í stjórnmálum á þessum tíma er því ekki að vill-
ast.
Ljóð Steins í Rauður loginn brann eru yfir-
leitt beinskeitt og nakin og skáldið á í stríði
við hinn kalda og miskunnarlausa Veruleika
kreppuáranna. Þó svo að skáldið vilji betri og
ríkari framtíð manna er tortryggnin því í blóð
borin og nærð af hörðum höndum.
1938, eða réttu ári fyrir síðari heimsstyrj-
öldina gaf Steinn út næstu bók sína, Ljóð. Það
er ekki fjarri sanni að ætla að skáldið hafi
játast tilgangsleysi lífsins, svo rík áhersla er
lögð á fánýti veraldarinnar .
Ljóðið Sjálfsmynd segir okkur e.t.v. margt
um Stein sjálfan:
Islands. Þessi gamankvæði hafa átt sinn þátt í
vinsældum Steins og sætta þjóðina við þetta tor“
ræða og uppreisnargjarna skáld. Þó að oftast sé
hættulegt að fullyrða eitthvað um líf annars
manns má líklega segja að þessi gamankvæði vitni
um mann sem leyfir sér að horfa ógrátandi á heim-
inn og tilveruna þótt baði jörð í blóði eins og
skáldið kemst að orði í kvæðinu Hugleiðingar um
nýja heimsstyrjöld.
Mönnum er tamt að líta á ljóðabókina Ferð
án fyrirheits, sem út kom 1942, sem eitt full-
komnasta verk Steins. I henni er m.a. að finna
ádeiluljóð í hefðbundnu formi, en nýstárleg að
framsetningu. Þau minna á gamankvæðin í Sporum í
sandi en tónninn er oft beiskari, vægðarlausári
gagnvart öllu því sem vekur andúð skáldsins og
viðbjóð. Samúð Steins er með þeim sem bíða lægri
hlut en samt gerir hann gys að þeim sem vilja