Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 27
frelsa heiminn. Bók Steins Tíminn og vatnið kom fyrst út 1948, en síðan aukin og endurskoðuð 1956. Þetta verk' hans hefur fyrir löngu öðlast varanlegan sess sem eitt minnisstæðasta verk íslenskrar nútímaljóðlistar. 1 dag virðist formbylting sú í íslenskri ljóðagerð sem oft er kennd við Stein Steinarr ekki eins róttæk og almælt var fyrir 15 - 20 árum siðan. Deilurnar um Stein stóðu fyrst í stað einkum um form. Hann æsti menn upp með yfirlýs^r. ingum eins og: „Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt" í viðtali við Líf og list 1950. tilveruna með góðu og illu. Barátta Steins er barátta við afskiptaleysi eða fjandskap tilver- unnar og um leið ástarjátning til hennar. Að v.era ekki til í vitund annars er sturlandi kvöl hins einmana manns. 1 kvæði eftir kvæði túlkar Steinn þannig þrá mannsins að lifa í vitund mannlegrar veru. Ekki verður rætt um Stein án þess að minn- ast á stjórnmálaskoðanir hans sem í upphafi voru nátengdar Kommúnistaflokki íslands. Þegar Steinn kom til Reykjavíkur á kreppuárunum kynntist hann nokkrum ungum skáldum og menntamönnum sem í ör- væntingu sinni sneru sér að því í atvinnuleysinu En sé grannt skoðao kemur í ljós að flest eru ljóð hans ort eftir hefðbundnum reglum formlistar innar. Tíminn og vatnið er svo dæmi sé tekið ávallt stuðlaður og hrynjandi er mjög háttbundin. Sum kvæðanna eru meira að segja endarímuð. Steinn sagði sjálfur eftirfarandi: „Enginn verður skáld fyrir það eitt að sleppa stuðlum, höfuðstöfum og endarími, á sama hátt og enginn verður skáld fyrir rímið eitt saman". Aftur á móti var heim- speki Steins alger nýjung í íslenskum bókmenntum. Heimspeki hans er heimatilbúin, hún á ekki stoð í menningarlegri hefð eða hugmyndakerfi. Steinn var ekki menntaður maður í formlegum skilningi en þó var hann menntaður í list sinni. Heimspeki hans var öfgafull og opinn farvegur tilfinningum hans. Rök hennar eru rök ímyndunaraflsins og til- finninga og það varein nýbreytni Steins í íslenskum kveðskap að treysta á þess konar rök- semdafærslu í stað réttrar hugsunar. Fánýtis- hyggjan er uppistaða fjölmargra kvæða hans. Við fyrsta lestur fallast margir á öfgafulla heim- speki hans, órökstudda og andmælalaust. Líklega er skýringin sú að við föllumst á 'hana vegna þess að hún er ekki niðurstaða hugsunar heldur ímynd tilfinningar sem við þekkjum frá ákveðnum stund- um. Hin djúpstæða og einlæga einmanakennd er sú tilfinning sem nærir rætur flestra kvæða hans. Það er hún sem knýr skáldið til hinnar miskunnar- lausu baráttu fyrir því að fá staðfestingu til- veru sinnar sem einstaklings og ná sáttum við að undirbúa byltingu í anda kommúnismans eða a.m.k. að umbreyta þjóðfélaginu í átt til Sovét- ríkjanna. Haustið 1930 var síðan Kommúnistaflokk- ur íslands stofnaður. Hann var aldrei mjög fjöl- mennur en var töluvert áberandi og umtalaður í íslensku þjóðlífi. 1 sterkum tengslum við flokk- inn var harður kjarni bókmenntamanna sem skrif- uðu greinar í ritið Rauða penna sem fyrst kom út 1935. Þetta voru menn eins og Þórbergur Þórð- arson, Halldór Kiljan Laxnes, Jóhannes úr Kötlum og margir fleiri. Allir áttu þessir menn það sam- merkt að trúa á hinn nýja heim alþýðunnar í Sovétríkjunum þar sem mennirnir voru að þeirra mati færir um að skapa betra líf á jörðinni og fullkomnara þar sem ríkti jafnrétti og útrýmt væri fátækt og kúgun. Þó að Steinn væri framan af sömu skoðunar var hann ætíð laus í fylkingu þessara manna og sagði reyndar sjálfur að Rauðir pennar hefðu engin áhrif haft á hann. Stein dreymdi um „nýjan heim, nýja menningu" og eru þar komin sósíalísk viðhorf hans. En ekkert var fjær Steini en oftrú á óskeikulleik fræða marx- ismans, segja þeir sem þekktu hann vel, þó aö hann hafi fylgt kommúnismanum á yngri árum. Enda hafði hann engan áhuga á að sokkva sér niður í þá pólitísku heimspeki sem þau eru byggð á. Hann þráði umfram allt réttlæti og kannski sá hann hylla undir það í nýju þjóðskipulagi. Síðar varð honum ljóst að þar hafði hann látið blekkjast. Það síðasta sem Steinn skrifaði var afmælisbréf til vinar hans Haraldar Sigurðssonar þar sem o

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.