Skólablaðið - 01.02.1990, Page 18
Afmæliskveðja
Guðni Guðmundsson rektor 65 ára
Virðulegur rektor Menntaskólans, Guðni Guðmundsson,
varð sextíu og fimm ára þann 14. febrúar síðasiiðinn. Á slík-
um tímamótum í lífi manna þykir ávallt við hæfi að þeir sem
til þekkja sendi afmælisbami kveðju sína og fræði þá sem
vita vilja um líf, hans störf og viðmót.
Guðni Guðmundsson er einn þeirra manna sem mér fmnst
ég alltaf hafa vitað hver var, en það skiptir honum í flokk
með mætu fólki eins og Bjama Felixsyni, Indiru Gandhi og
Geir Hallgrímssyni. Þá er einhver mín fyrsta endurminning
tengd honum og því hvað mér fannst hann blóta mikið og
raunar er hann fyrsti maðurinn sem ég man eftir að hafa
heyrt blóta. Satt að segja hafa síðari kynni mín af manninum
rennt frekari stoðum undir þessa kenningu mína um það
að hann hafi verið sá sem kynnti mér þá ókannaðar lendur
bölvs og ragns.
Guðni er borinn og bamfæddur Reykvíkingur yngstur fimm
systkina. Einhverra hluta vegna sótti hann nám sitt út fyrir
Reykjavík og sat í Menntaskólanum á Akureyri sem verður
að teljsat ljóður á hans ráði. Framhaldsnám í ensku og
frönsku stundaði hann í Edinborg á Skotlandi og við Sor-
bonne háskólann í París. Nokkm eftir heimkomuna hóf hann
kennslu við Menntakólann í Reykjavík og hefur eins og al-
kunna er ekki horfið þaðan síðan. Haustið 1970 var hann
gerður að rektor Menntaskólans og verður það því í tuttug-
asta sinn nú í vor sem hann útskrifar stúdenta.
Guðni verður ekki sakaður um það að hann skorti stjóm-
semi og óhætt er að segja að sú stofnun sem hann hefur nú
stjómað í tuttugu ár beri sterkan svip af honum. Guðni er
ekki í vafa um hvemig skólar eigi að vera og hefur barist
kröftuglega fyrir því að Menntaskólinn haldi sérstöðu sinni,
allar breytingar kenndar við fjölbrautaskóla hafa ávallt ver-
ið eitur í hans beinum og hvergi hefur hann viljað slaka á
þeim kröfum sem gerðar em til nemenda þó að sú hafi orð-
ið þróun sum staðar annars staðar.
Sem kennari er Guðni löngu frægur og sérstaklega sá háttur
hans að fleygja stílabókum til (eða í) nemendur sína í upp-
hafi kennslustunda. Er þetta hin mesta seremónía og kom-
menterar rektor jafnan um „glæsileg bananaskot sín“ og þar
fram eftir götunum. Hann er með líflegri kennurum og geng-
ur mjög vasklega fram í því að skamma nemendur sína telji
Einar Magnússon afhendir Guðna Guðmundssyni lyklavöldin. Jón S. Guðmundsson, Þóroddur Oddsson o.fl. fylgj-
ast með. Ljósm. Vigfús Sigurgerisson.
Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófi
þá hef ég gert eitthvað vitlaust!