Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 23
Uppreisnin Það er öllu haganlega fyrirkomið á skrifborðinu. Papp- írinn, ritvélin, kannan, málið. Allt á sínum stað. Við skrif- borðið situr maður og vélritar. Næstum vélræn handtök. Pikkað, -ding-, skipt um línu, pikkað, -ding-, skipt um línu. Blaðið úr, í stafla hægra megin við ritvélina, annað í úr stafla vinstra megin. Pikkað, -ding-, skipt um línu, pikkað, -ding-, skipt um línu. Taktfast pikkið berst út úr herberg- inu um allt húsið. Frammi í eldhúsi liggur kötturinn og malar. Kisa líður vél, manninum líður vél, músunum uppi á lofti líður vél. Það er eins og að allt sé gott við þennan dag, jafnvel kaffikannan virðist brosa til hans þegar hann gerir hlé á vélrituninnu til að hella heitara í málið. Það heyrist yndislegt gutl í kaffinu er það fellur niður í málið sem þakkar kurteisislega fyrir sig og gefur honum að súpa. Allt gengur sinn vana gang. Honum líður vél, kisa líður vél, já og jafnvel músunum uppi á lofti líður vél. Svo vél meira að segja að þær steingleyma að vera varar um sig og leika sér hispurslaust, of kæruleysislega, ein uppi á borði rekst í bolla, hann fellur, krash. Mýsnar frjósa, ekk- ert, þær halda leiknum áfram. En kisi sefur létt og eyru hans eru næm. Kisi vaknar við hljóð, getur ekki alminni- lega komið því fyrir sig, ætlar að fara að sofa aftur. Þá heyrir hann það, tíst, krafs, eins og litlir fætur langt í burtu. Kisi rís upp, læðist að stiganum, upp. Mýs að leik, köttur í veiðihug, slæm blanda. Ótalmörg augu stara á pabba og mömmu rifin á hol af svörtu óargadýri. Kisi set- ur upp kryppu og fer. Niðri er kaffið búið. Maðurinn á erfitt með að slíta sig frá vélinni, stendur samt upp og rölt- ir fram í eldhús. Kisi kominn niður, liggur fyrir framan eldavélina og malar. Maðurinn hellir upp á könnuna, fer að lesa dagblöðin. Kisi stekkur upp í kjöltu hans, mjálmar ámátlega. Blístur, kaffið til, ritvélin kallar. Honum léttir er hann stígur aftur inn í herbergið, sest, fær sé kaffi, heldur áfram. Niður stigan læðast ótal litlir fætur. Stuttu síðar heyrist aftur ámátlegt væl. Hann gefur því ekki gaum. Sagan er búin. Hann rífur síðasta blaðið úr vélinni og lítur stoltur á verkið. "Músauppreisnin" Frá dyrunum horfa ótal hatursfull augu á hann. Prósi Þegar þú fæddist brosti sólin framan í þig og læknirinn hló. Þú brostir framan í heiminn og sagðir: „Hér kem ég.“ Frá því að þú fædd- ist dansaðirðu á rósum. Þú fæddist ekki með silfurskeið í munnin, held- ur gull-hnífapör. Skólinn var þér leikur einn, og skóli lífsins tók þér fegins hendi. Þú átt ríkan pabba, fallega mömmu og hefur aldrei migið í saltan sjó, og ert stolt(ur) af því. Þú hefur ekki einu sinni séð óflakað- ann fisk, nema í líffræði. En fiskarnir stökkva upp í þig, lömbin hlaupa á gafalinn þinn. Lífið snýst um þig. Þú ert miðpunktur alls. Þér lætur vél að lýsa lífinu, yrkja um þjáningar annara, þjáningar sem þú þekkir ekki. Þjáning er einungis orð í þínum huga. Hin gullnu orð þín falla til jarðar og metta okkur. Ormana sem lifum á mylsnu af borði þínu. Við elskum þig og tilbiðjum þig. Og þú veist það. Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófi þá hef ég gert eitthvað vitlaust!

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.