Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 26
Liðleiki Það er deginum ljósara að eftir því sem menn eru lengur í vissu starfl, því hæfari verða þeir til að gegna því. Reynsla og víðsýni hlaðast upp og árangurinn margfaldast með hverju ári. Það er því engin tilviljun að núverandi rektor Menntaskólans, sem hefur haft þetta starf með höndum lengur en stærðfræðingar hætta á að reikna út, hefur kom- ið sér upp nokkrum ómetanlegum starfsreglum. Að vísu hefur hann sagt að hann muni setjast í helgan stein innan fárra ára en við treystum honum fullkomlega til þess að koma þessum gullvægu molum áfram til eftirmanns síns og skólanum er þar með borgið í bili. Of langt mál væri að telja upp allar uppgötvanir hans gegnum tíðina en engum blandast hugur um að sú snjall- asta hlýtur að teljast jafnan um sambandið milli félagslífs og námsárangurs. Hún lítur svona út: NÁMSÁRANGUR= 1_______ Félagslíf Þetta þýðir að eftir því sem félagslíf er minna er námsár- angur meiri og að sjálfsögðu væri best að félagslíf stefndi á núll því þá stefndi námsárangur augljóslega á óendanlegt. Því miður hafði ég ekki komist að þessum sannindum, fengnum af áratuga athugunum og óbrigðulu innsæi For- ingjans, nú fyrir skömmu. í fávísi minni gerði ég samkomu- lag við Akurnesinga en þeir hafa greinilega lifað í sömu blekkingu. Ákveðið var með góðum fyrirvara að við Menntaskólanemar skyldum halda á þeirra fund síðasta föstudag í mars, etja við þá kappi í ýmsum greinum fram eftir degi og skunda svo saman á dansiball um kvöldið. Sem betur fer komst Yfirbjóðandinn á snoðir um þessa fyrirætlan og tókst af elju og kostgæfni að afstýra þessu námskunnáttulega slysi sem allt stefndi í. Að sjálfsögðu var Forsprakkinn ekkert að hafa neitt óþarfa samráð við þá úr okkar röðum sem stóðu í að skipuleggja ferðina held- ur var hringt beint á Skagann og heimamönnum sagt að hætta við allt, úr Húsinu á hæðinni kæmi ekki hræða. Eins og áður segir hafði ég á þessum tíma enn ekki hlotið frelsun, óð í villu og svíma, og eftir að hafa frétt fyrir til- viljun vestan af landi að við Menntaskólanemar kæmum ekki átti ég orð við rektor til að athuga hverju þetta sætti. Ég fékk þau svör að allt of stutt væri í próf. Að sjálfsögðu hlaut ég að fallast á þessi augljósu rök, ekki nema tæpar þrjár vikur í próf, þar af tólf daga páskafrí, greinilegt var að með þessu var ég að stuðla að því að sérhvert þekking- arsnitti þurrkaðist úr hugskoti nemenda. Raunin varð svo sú að margir úr Menntaskólanum fóru á ummrætt ball. Ólíklegt er að nokkur þeirra muni nokkurn tíma bera sitt barr en miklu verra hefði að sjálfsögðu verið ef þeir hefðu orðið aðnjótandi fótboltakeppni fyrr um daginn, keppni í körfubolta, skák, krikketi, róðri, mælsku og fleiru og feng- ið að borða í mötuneyti heimamanna, hvað þá horft á loka- æflngu leikrits þar í bæ eins og stóð til, þá fyrst hefði stein- inn tekið úr. Því má segja að maðurinn á loftinu hafi kom- ið ótvíræður sigurvegari úr þessu máli, hvort sem er rök- fræðilega, framkomulega eða góðmennskulega séð. Á prjónunum var einnig að halda Orator scholae þegar þessar ágætu þrjár vikur voru eftir í próf en eins gott er að það var ekki leyft, ég hefði ekki viljað lifa með því alla ævi að hafa orðið valdur að mesta falli á vorprófum í sögu skólans. En það er ekki bara nokkrum andartökum fyrir próf sem komið er í veg fyrir stórtjón. Nú fyrr í vetur ösnuðust nemendur skólans til að taka þátt í einhvers konar mælskukeppni. Undirbúningur fyrir það fyrirbæri krefst talsverðs tíma en skrúfað er fyrir alla starfsemi í skólanum klukkan ellefu á kvöldin, í síðasta lagi hálftólf. Þess má geta í framhjáhlaupi að andstæðingar okkar hafa ótak- markaðan aðgang að sínu skólahúsi hvenær sem er sólar- hrings og nota það óspart. Eg fór einhvern daginn á fund Leiðtogans og sagði honum að nú lægi mikið við og það kæmi sér geysilega vel ef við fengjum að vera til tólf í fé- lagsaðstöðu nemenda þetta ákveðna kvöld. Hann hélt nú ekki og útskýrði hinn eindæma sveigjanleika með þessu: Húsið þarf að anda og þið þurfið að læra. Nú skil ég að sjálfsögðu í hvílíkri þakkarskuld ég stend við hann, afleið- ingarnar af andarteppu Casa Nova og mínu eigin ólæsi hefðu síst orðið skemmtilegar. Hápunkti stjórnkænskunnar var þó að mínu mati náð í baráttu hans gegn því óeðli sem stundað hefur verið í skó- lanum um nokkurra ára skeið og nefnist gangaslagur. Þá reyna yngribekkingar á svívirðilegan hátt að varna sjöttu- bekkingum leið að bjöllunni og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að hringja til kennslustundar. Ef leikurinn stendur svo fram yflr frímínútur er verið að eyða hluta þeirrar kennslu sem við höfum greitt fyrir með sköttum og skólagjöldum og vega þannig að menntun okkar og framavonum. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Ónáttúran var reynd um daginn en Valdhafinn var ekki lengi að koma og stöðva þessi fíflalæti og hringja til kennslustundar, Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófi þá hef ég gert eitthvað vitlaust!

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.