Skólablaðið - 01.02.1990, Síða 33
kallast svæöiö sem snúningurinn afmarkar, dægurhringur
(diurnal cycle). Honum er einnig skipt í tólf jafna hluta sem
nefnast hús. Þetta er gert á mismunandi hátt eftir mismun-
andi kerfum.
Húsaskiptingin er eitt af helstu vandamálum stjörnu-
spekinga í dag og greinir þá mjög á hvaða kerfi sé réttast
að nota.
Stjörnukort er tvívíddarmynd af sólkerfmu séð frá
ákveðnum punkti á ákveðnum tíma og í flestum tilfellum
er miðað við miðju jarðar. Samkvæmt kenningum stjörnu-
spekinnar má ráða í persónugerð einstaklings með því að
skoða fæðingarkort hans en það er kort yfir hvernig sól-
kerfið leit út á fæðingarstundu hans. Þar má sjá tengsl
plánetna, stjörnumerkja og húsa. (mynd 2)
Plánetur standa fyrir orku, t.d. sól fyrir lífsorku og merk-
úr fyrir hugaroru. Pláneturnar geta verið í tólf mismun-
andi stjörnumerkjum, sem segja til um eðli þeirra. Pláneta
er til dæmis ör og breytileg í tvíburamerkinu en hæg og
stöðug í nautsmerkinu. Húsin eru misstór eftir kerfum og
geta því náð yfir fleiri en eitt stjörnumerki. Þau segja til
um á hvaða sviðum orka einstaklingsins kemur helst fram.
Fjórða hús er til dæmis táknrænt fyrir heimilið og er því
líklegt að pláneta þar geri vart við sig í samskiptum við-
komandi við fjölskylduna. Plánetur eru einnig túlkaðar
eftir því hversu stórt horn þær mynda á milli sín séð frá
jörðu. Þessi horn kallast afstöður eða afstöðuhorn. Þau
sýna tengslin miili plánetna.
Á síðustu áratugum hefur ýmislegt bæst við hinn hefð-
bundna heim stjörnuspekinnar. Á árunum 1955-’60 birti
fyrrnefndur Miche Gauquelin niðurstöður athuganna
sinna. Hann tók eftir því að meirihluti fólks innan sömu
starfsstéttar hafði vissar plánetur á ákveðnum svæðum á
dægurhring, sem hann kallaði jákvæð svæði. Læknar og
vísindamenn höfðu til dæmis mars (sjá mynd 3) og satúrn-
Culmination
Setting
Mynd 3
us ríkjandi, leikarar höfðu júpíter, stjórnmálamenn tungl
og júpíter. Einnig tók hann eftir plánetum, sem hneigðust
til að vera ekki á jákvæðum svæðum, til dæmis tungl hjá
íþróttamönnum og hermönnum. Þau svæði sem ekki voru
jákvæð kallaði hann neikvæð svæði.
Heildarniðurstaða þessara athugana var að styrkleiki
plánetna færi eftir staðsetningu þeirra á dægurhring. Þeg-
ar pláneta er nálægt rísanda- eða miðhiminsásnum, kemur
orka hennar mun betur í ljós. í könnuninni er algengara
að plánetur séu hægra megin við ásinn séð frá miðju en
vinstra megin. Því má álykta að áhrifin nái hámarki fáein-
um gráðum til hægri við ásana, þ.e.a.s. í upphafi 3., 6., 9.
og 12. húss en það er ekki í samræmi við hefðbundna
stjörnuspeki, sem segir að 1., 4., 7. og 10. hús séu sterkust.
Þarsem hér er um tölfræðilegar staðreyndir að ræða má
gera ráð fyrir að hin hefðbundna stjörnuspeki sé ekki full-
komlega rétt eins og margir stjörnuspekingar hafa haldið
fram hingað til.
Árið 1976 kom út bókin Harmonics in Astrology eftir
Jhon Addey, þar sem hann setti fram bylgjukenningu sína.
Hún er í stuttu máli á þessa leið: (sjá mynd 4) Stjörnukor-
Mynd 4
tið er einingarhringurinn, x2 + y2 = 1. Hann má teikna inn
á hnitakerfi sem sínusbylgju, sem er í sjálfu sér ekkert
annað en fallið af y-hnitum hans, sinx. Bylgjan hefur lengd-
ina 2p. Nú má skipta einingarhringnum í nokkra jafna
hluta, þannig að hver hluti verði heil bylgja. Með því að
skipta honum í tvennt, fást tvær bylgjur á bilinu [0;2p],
báðar með bylgjulengdina p. Fallið fyrir þetta er sin2x.
Eins má hugsa sér þetta þannig, að einingarhringnum sé
skipt í tvo hluta við x-ás. Þeim hluta hans sem er fyrir
Mynd 5
Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófi
þá hef ég gert eitthvað vitlaust!