Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1990, Page 37

Skólablaðið - 01.02.1990, Page 37
Þrösturinn Formáli Þrösturinn situr á steini langt inni í öræfum. Horfir yfir eyðilegt umhverfið. Þröstur situr í stól og horfir yfir eldhúsið, stórt, vel húið. Hann kann ekki að elda, rís á fætur. Þrösturinn hefur sig til flugs, svífur yfir víðfeðma sand- auðnina, yfir jökla og hraun, fjöll og dali. Aðalmál Þrösturgengur að eldhúsinnréttingunni, opnar skúffu, aðra, finnur hníf, tekur upp, ber að púls sér, horfir út um gluggann, snjórinn litast rauður, fleygir hnífnum frá séer, gengur út úr eldhúsinu, um gang, upp stiga, um annan gang, mörg herbergi, staðnæmist í stórri skrifstofu. Þetta er stórt hús, alltof stórt hús. Hann hefur ekki efni á þessu húsi, þarf að selja það, eins og útgerðina, eins og allt sem hann erfði eftir föður sinn. Þarna er skrifborð. I skrif- borðinu eru skúffur. í efstu skúffunni lyklar, pennar, blöð. í næstu klútar, skot, pípuhreinsarar, byssa. í neðstu skúff- unni skjöl, stimplar, blekpúði. Hann tekur byssuna, horfir út um gluggann, á rauða bekkinn, hann er á kafi í snjó á þessum árstíma, þegar hann var lítill var hann vanur að setja brauðmylsnu á bekkinn, það er brauðmylsna þar núna. Hann veit ekki hver hefur sett hana þarna, líklega stelpan í næsta húsi. Hann ber byssuna upp að höfði sér, lokar augunum, sér rautt. Þrösturinn flýgur yfir malbikaða þjóðvegina, yfir fólk í sunnudags-bíltúrum, menn í veiði-hugleiðingum, ástfangn- ar konur. Við sjóndeildarhringinn blasir borgin við. Þröstur setur byssuna aftur í skúffuna. Gengur niður í stofu. Stofan er stór, eins og allt annað í húsinu. Stórir pluss-sófar, messíf eikarborð, bjálkar í loftinu. Þrösturinn flýgur yfir borgina, horfir niður í óræktarlega húsa-garða og vel snyrta almennings-garða. Framundan er stórt hús. Þrösturinn sest á rauðan bekk í garðinum, gæðir sér á brauðmylsnunni sem einhver hefur dreift í snjóinn á bekknum, horfir inn um stofu-gluggann. Fyrir innan er Þröstur að binda reipi í bjálka, nær í stól, bindur snöru, upp á stólinn, snaran um hálsinn, spark, stóllinn veltur, brak, kippir, máttleysi. Eftirmáli Úti í garðinum eru tveir þrestir, þeir tísta og hefja sig til flugs. Svífa upp yfir borgina, yfir sveitina, í átt að sjóndeild- arhringnum, út í eilífðina. Napóleon Bonaparte Jarðarberjaísinn bráðnaði óðum. Monsterið öskraði og fjöllin hræktu. Gluggarnir voru grænir og parabólan svignaði undan þunga töskunnar. Voru stromparnir á þakinu í gær, eða sá ég bara Andrés Önd í eróbikk? (Karítas og Eydís, 5.R.) Ef ég fæ ekki 10 á þessu prófí þá hef ég gert eitthvað vitlaust!

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.