SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 20
20 3. apríl 2011 S köpunarkrafturinn í landinu verður sjáanlegur í höfuðborg- inni um helgina þegar hátíðin Reykjavík Fashion Festival fer fram. Hafnarhúsið verður lagt undir tísku bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Þar sýna 22 íslensk fatamerki línur sínar, Andersen & Lauth, Áróra, BIRNA, DísDís, E-Label, EYGLO, Forynja, HANNA felting, Hildur Yeoman, KALDA, Kron by KronKron, MUNDI, Nikita, Rain Dear, REY, Royal Extreme, Shadow Creatures, Sonja Bent, Spaksmanns- spjarir, Sruli Recht, VERA og YR. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og er langtímamarkmið aðstand- enda hátíðarinnar að gera fatahönnun að stórri útflutningsgrein. Íslensku hönn- uðirnir taka höndum saman til þess að ná athygli almennings, fjölmiðla og fjár- festa. Undirbúningur fyrir tískusýningarnar stóð sem hæst í Hafnarhúsinu þegar Sunnudagsmogginn mætti á staðinn og var nóg um að vera. ... og förðunin sömuleiðis. Sara María hönnuður Forynju undirbýr sýningu sína. Tveggja daga tískuveisla Bak við tjöldin Tískuveislu verður slegið upp í Hafnarhúsinu um helgina á hátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Undirbúningur stóð sem hæst þegar Sunnudags- mogginn mætti á staðinn og var nóg um að vera. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Skórnir verða að ganga við fötin. Spaksmannsspjarahönnuðirnir Vala og Björg ræða málin. Hárið þarf að vera í lagi ... Skannaðu kóðann til að lesa meira um hátíðina á heimasíðu RFF.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.