SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 22
22 3. apríl 2011 E inræðisríki sögunnar eru fræg fyrir óvenjulegar nafngiftir á margvíslegri starfsemi sinni. Þar er jafnan öllu snúið á haus. Ógeðslegasta dæmið var frá þriðja ríkinu þar sem hliðskrift dauðabúðanna var að vinnan innan gaddavírsgirðinganna myndi gera menn frjálsa. Eina frelsið þar var handan gas- ofnanna. Þetta alræmdasta auglýsingaskilti sög- unnar var í fréttum þegar því var stolið fyrir skömmu. Orwell væri skemmt En þótt aðrar yfirskriftir og nafngiftir hafi ekki komist nálægt þessari að óhugnaði þá hefur til- hneigingin verið hin sama. George Orwell dregur hana fram í átakanlegri hæðni í Dýrabæ sem fjallar um birtingarmyndir alræðis gamla Sovétsins. Þar var af nógu að taka, enda varð aðferðin eins og gegnumgangandi kækur í því þjakaða þjóðfélagi allt frá stjórnarskrá sovétveldisins og niður úr. Stjórnarskráin sú var reyndar vegleg og ítarleg og mannréttindin fyrirferðarmest alls í þeirri bók. Það var svo sem ekki að undra í sjálfu sæluríki ör- eiganna. Allt var það náttúrlega í öfugu hlutfalli við veruleikann. Gúlagið varð birtingarmynd hans. Stjórnarskrá Evrópusambandsins, Lissabon- sáttmálinn, er ógnarmikið rit og þykkt og þar með er gulltryggt að það verði aldrei lesið af venjuleg- um borgurum þar á bæ, enda ekki til þess ætlast. Stærðarmunur þess plaggs og stjórnarskrár Bandaríkjanna er ævintýralegur, mældur í tugum, svo ekki sé talað um íslensku stjórnarskrána í þessu samhengi. En úr því verður væntanlega bætt fljótlega, enda hefur undirbúningur breytinga á henni einmitt allur verið með öfugum formerkj- um. Nú síðast var ákveðið með nýstárlegri aðferð í stjórnskipun, svokölluðu hrakvali, að aðeins þeir sem vilja vanvirða Hæstarétt landsins og stjórn- arskrána sjálfa megi koma nærri því að breyta henni. Það er eiginlega miður að svo títanískur árekstur við heilbrigða stjórnsýslu skuli hafa dreg- ist um svo marga áratugi því hrakvalshópurinn myndi hafa farið svo vel í bók eftir Orwell. Einn úr honum sagðist ætla að taka sæti í „stjórnlagaráði þjóðarinnar“ (Oh minn kæri Orwell!) enda þóttist hann búinn að fá tryggingu fyrir því í samtölum við ónafngreinda alþingismenn að leikreglum stjórnarskrár um breytingar á henni yrði ekki fylgt. Hvað sem hagsmunum Orwells líður er óneitanlegt að allt er þetta mál ömurlegt og nú síð- ast því miður orðið þeim sem slógu til með minni- hluta alþingis til óbætanlegs álitshnekkis. Ekki er þó víst að skaðinn verði varanlegur, enda ekkert mark takandi á því starfi sem gengið er til með svo niðurlægjandi hætti og það án umboðs þjóðar eða þings. Óþrjótandi öfugmælavísur En öfugmælavísurnar í yfirskriftum og nafngiftum halda áfram í orwellskum stíl. Þeir sem skerða vilja fullveldi landsins sem mest skreyta sig líka mest með íslenska þjóðfánanum. Og þeir sem berjast fyrir því að á þjóðina verði hlaðnir óviðkomandi og ólögmætir pinklar sem verða munu henni mjög íþyngjandi og til trafala er hún reynir að koma sér upp úr þeirri gröf sem óreiðumenn tóku henni og núverandi ríkisstjórn dýpkar, kunna svo sann- arlega að gefa sínum tilburðum nafn. Áfram er nafngiftin þeirra. Ríkisstjórnin, sem hefur pukrast meir en nokkur önnur og nú síðast ætlar ekki að birta hvað hún hefur borgað Icesave-mönnum fyrr en eftir þjóðaratkvæðið, telur sig fulltrúa „gagnsæis og opinnar stjórnsýslu“. Henni má þó segja til hróss að hún er nánast hætt að kenna sig við norræna velferð og nefnir „skjaldborg“ ekki lengur á nafn kinnroðalaust. Tryggvi Þór Her- bertsson alþingismaður myndi líklega slá henni gullhamrana fyrir vikið og segja að hún hefði „kyngt úr sér ælunni“ að þessu leyti. Verði henni að góðu, ef svo er. Hárfínn gleðiboðskapur um höft Fyrri ríkisstjórn, buguð og þreklaus, seldi sig og þjóðina á vald Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Því fylgdi vanhugsuð vaxtahækkun og seinkun á tímabærri vaxtaaðlögun að veruleikanum með miklu tapi og tjóni fyrir þjóðina. Höftum var kom- ið á og lofað að þau myndu aðeins standa um skamma hríð og það loforð undirstrikað með því að benda á að höft og nútímaefnahagslíf færi ekki saman nema um örstutt skeið. Hvort tveggja myndi gerast að þau yrðu fljótt götótt og mölétin og þyrftu sífellt sovéskara eft- irlits við og hópar myndu laga sig að þeim, sumir í misnotkunar- og auðgunarskyni og þeir hinir skaðast enn meir sem fylgdu reglunum eftir og virtu tilgang þeirra. Allt hefur þetta gengið eftir. Seðlabankinn, sem fékk aukið sjálfstæði með lögum frá 2001 er svo háður AGS í daglegum við- fangsefnum að hann snýtir sér ekki án þess að fá leiðbeiningar um aðferðina og heimild til verksins frá AGS. Þess utan hefur bankinn orðið í raun að ótrúverðugri deild í einu ráðuneytanna og tekur að auki þátt í öllum aumustu áróðurstilburðum fyrir Reykjavíkurbréf 01.04.11 Hola í gjá milli þings og þjóðar

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.