SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Síða 24

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Síða 24
24 3. apríl 2011 Þ eir brostu glaðlega við okkur og sólinni sem var að skríða fram úr skýjunum. Við vorum á flugi á Snæfellsnesi að horfðum á landið vakna. Að fljúga á lítillri flugvél í góðu veðri og sjá fegurð landsins er ólýsanleg upplifun, eitthvað sem lyftir lífinu og andanum í aðrar hæðir og varir yfirleitt í nokkra daga á eftir. Það er öllum flugmönnum nauðsynlegt að fljúga reglulega til að halda sér við, það eykur öryggi í flugi, bæði fyrir flugmenn og farþega þeirra. Eins er það með hlaupara sem hleypur langhlaup, æfi hann sig ekki vinnur hann ekki ólympíugullið. Þessir vindbörðu tröllkarlar, sem hafa verið íbúar Snæ- fellsjökuls í þúsundir ára, hafa lifað tímana tvenna. Lesa má út úr hrjúfu ísstálinu veðurfarssögu landsins. Kannski brosa þeir af því að nú er þeim að hlýna og jökullinn minnkar með hverju árinu sem líður. Getur verið að þeir séu eftirlitsmenn að vakta innganginn að miðju jarðar, eins og segir í sögu Jules Vernes um Snæfellsjökul. Þeir gæta inngangsins með brosi á vör og hrekja engan frá. Hvað sem því líður boðar bros tröllanna að vorið er í nánd og vonandi gott sumar. Vonandi verður hægt að stunda flug á Íslandi í framtíðinni þó að blikur séu á lofti og heim- sækja broskarlana. „Maður á að hafa vit á því að vera alltaf í góðu skapi,“ sagði góður vinur minn mér um daginn að stæði á legsteini afa síns. Afi hans var einmitt þekktur fyrir það að vera alltaf í góðu skapi. Það er alltaf ánægjulegra að hitta skemmtilegt fólk en leiðinlegt. Stundum er það erfitt þeg- ar andrúmsloftið er þungt eins og í samfélaginu í dag og getur tekið verulega á fyrir fólk að halda sönsum. Það er eins og bannað sé að vera glaður og það eru allir á einhvern hátt tortryggðir. Kannnski verður einhvern tíma tekin upp Binna- og Pinna-aðferðin á Íslandi sem gengur út á það að rassskella börnin sín til öryggis á morgnana ef þau skyldu brjóta rúðu seinna um daginn. Það er ekkert að því að hafa eftirlit og reglur, en það verður að vera vit í þeim og sanngirni. Ísland byggðist upp af duglegu fólki úr öllum stéttum, fólk barðist við náttúruöflin og óblíð veður til þess að gera lífið betra fyrir alla, hrjúf andlit ískarlanna bera þess merki í sögu landsins. Fáar þjóðir hafa misst jafn marga í sjóinn við Íslandsstrendur við það að draga björg í bú og halda lífi í þjóðinni. Það sama má segja um bændur. Það verður að hlúa að þessum stéttum sem öðrum, stundum má lífið halda áfram án þess að menn séu alltaf að finna upp hjólið. Það þarf ekki allt að ganga út á það að íþyngja fólki, lífið á að vera skemmtilegt. Flugið kom okkur á heimskortið og gerði okkur kleift að ferðast á milli landa. Frumkvöðlarnir í fluginu eiga mikið þakklæti og heiður skilinn. Er virkilega engin leið að gera sér grein fyrir því hvað flugið hefur gert mikið fyrir Ísland? Agnar Kofoed Hansen, fyrrverandi flugmálastjóri, gerði sér grein fyrir mikilvægi flugsins og grasrótarinnar í flug- inu og byggði það upp með aga og festu. Það voru oft ljón á veginum, þröngsýnir menn sem höfðu ekki trú á fluginu og reyndu að tortryggja það sem framtíðarferðamáta. Agnar varði flugið og hlúði að því ásamt Pétri Einarssyni aðstoðarmanni sínum og síðar arftaka. Þau voru ófá skipt- in sem Agnar kom röltandi í rólegheitum að spjalla við okkur strákana sem vorum að læra að fljúga á þeim tíma. Virðing fyrir Agnari á meðal flugnema var mikil, fram- koma hans og kurteisi í okkar garð er mér minnisstæð og óendanlegur flugáhugi. Agnar ávann sér þá virðingu með framkomu sinni og vináttu. Reglur voru strangar og það var allt í lagi, menn reyndu að fara eftir þeim. Agnar vildi að menn kæmu heilir heim úr hverri flugferð og að menn æfðu sig og og menntuðu til að vita hvað þeir væru að gera. Það er söknuður í mönnum eins og Agnari og Pétri, flugmenntuðum mönnum sem voru félagar allra sem að fluginu komu og vörðu flugið. Fyrir kom að maður var tekinn á teppið, meðan menn voru ungir að fljúga af sér hornin, en málin voru leyst í bróðerni og sköðuðu engan. Framkoman ein gerði það að verkum að enginn vildi Bros tröllanna Hefur eitthvað breyst sem rétt- lætir allar þær reglur sem ganga yfir flugið í seinni tíð? Þarf virki- lega að flækja lífið svona mikið? Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is Bros tröllanna boðar að vorið er í nánd og vonandi gott sumar. Fáir hafa lagt meira á sig fyrir þjóðina en sjómenn. Flug hefur komið Íslandi á kortið. Það er brý

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.