SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 26
26 3. apríl 2011 T ískustraumar breytast en Coco Chanel dettur aldrei úr tísku. Á síðustu þremur árum hafa tvær kvikmyndir verið gerðar um ævi hennar og bækur koma enn út um viðburðaríka ævi hennar. Chanel var engin venjuleg kona, enda valin ein af merkustu einstaklingum 20. aldar af tímaritinu Time. Konan sem byggði upp tískuveldi og varð vellauðug bjó að bakgrunni sem hún talaði ekki oft um, og ef hún gerði það fór hún venju- lega rangt með staðreyndir eða laug hreinlega. Það hversu frjálslega Chanel fór með sannleikann leiddi til þess að ævisagnaritarar hennar hafa lent í nokkrum vandræðum og þurft að leggja á sig mikla vinnu til að komast að stað- reyndum um ævintýralega ævi. „Ég veit ekkert skelfilegra en fjöl- skylduna,“ sagði Chanel eitt sinn og vart hægt að álasa henni fyrir þau orð því fjöl- skyldusaga hennar var dapurleg. Hún fæddist árið 1883 í Frakklandi, ein af fimm systkinum, og var skírð Gabrielle. Foreldrarnir voru farandsölumenn. Móðir hennar dó þegar hún var ellefu ára og faðirinn kom henni og systrum henn- ar tveimur í klaustur og þar var Chanel til átján ára aldurs en hélt þá út í lífið og söng í klúbbum. Breyting varð á lífi hennar þegar hún kynntist auðugum manni, Etienne Balsan, og gerðist ást- kona hans. Chanel hafði lært saumaskap í klaustrinu og sem ástkona forríks manns hafði hún nógan frítíma sem hún nýtti til að hanna hatta sem urðu mjög eftirsóttir. Hún stofnaði verslun í París og tók síðan Hin viljasterka Chanel varð að þola ýmis áföll. Hún mótaði tískuna, var harðsnúin í viðskiptum og ólánsöm í ástum. Coco Chanel er ein af goðsögnum 20. aldar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is að hanna föt með svo góðum ár- angri að hún varð fljótlega fjár- hagslega sjálfstæð. Balsan var ekki tryggur elskhugi og átti í samböndum við aðrar konur en Chanel, og samband þeirra fjaraði út. Á þessum tíma tók Chanel að sér sex ára dreng sem hún sagði vera son látinnar systur sinnar. Vangaveltur hafa verið uppi um það að drengurinn hafi verið sonur Chanel og Balsans, en ekkert hefur sannast í þeim efnum. Stóra ástin Stóra ástin í lífi Chanel var Arthur Capel, kallaður Boy af vinum sínum, ævin- týramaður og kvennagull. Orðið tryggð var ekki til í hans orðabók og Chanel varð að þola að hann hitti aðrar konur. Sam- band þeirra stóð í níu ár. Það var Chanel mikið áfall þegar hann gekk skyndilega í hjónaband með enskri fegurðardís af að- alsættum en ástarsamband þeirra hélt engu að síður áfram. Árið 1919, eftir eins árs hjónaband, var eiginkona Capels barnshafandi. Samt var lítil gleði í hjóna- bandinu. Capel var að mestu hættur að tala við konu sína, hann sagði að hún færi í taugarnar á sér og hann þyldi ekki að hafa hana nálægt sér. Í desem- bermánuði lést Arthur Capel í bílslysi á leið frá París til Cannes. Áratugum síðar sagði Chanel: „Þegar ég missti Capel Chanel bjó við mikinn íburð. Coco Chanel. Konan sem mót- aði tískuna. Hin harðsnúna Chanel C O C O C H A N E L

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.