SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 10
10 5. júní 2011 H ún var nú ekki beinlínis forsætisráðherraleg ræðan hjá Jó- hönnu Sigurðardóttur á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar um síðustu helgi. Ræðan var samsetning fúk- yrðaflaums um „ofurlaunaliðið, fjárglæframennina, stóreignaelítuna og nýfrjálshyggjuna“, sem Jóhanna ætlar að passa þjóðina fyrir svo lengi sem hún stendur í lappirnar. Allt gamalkunnar upphrópanir og klisjur, sem hafa fyrir margt löngu tapað allri merkingu þegar þær koma úr munni forsætisráð- herra. Nú hefðu vafalaust einhverjir gert sér í hugarlund, að forsætisráð- herra, með meira en tveggja ára starfsreynslu í því embætti, myndi koma fram af reisn og virðingu þegar hún flutti ræðu sem var meira og minna endurflutt í ljós- vakanum um síðustu helgi. Ein- hverjir kunna að hafa gert sér í hugarlund að forsætisráðherra myndi reyna að höfða til þjóð- arinnar, en ekki bara til þröngrar valdaklíku Samfylkingarinnar, sem mærði vitanlega formann sinn upp úr skýjunum, eftir fúk- yrðaflauminn. Hún talaði um ESB-aðild Íslands eins og hún væri bara klöppuð og klár. Hún sagði að ESB-samningur gæti orðið tilbúinn í lok næsta árs og því hægt að leggja hann í dóm þjóðarinnar árið 2013. Orðrétt sagði forsætisráðherra m.a.: „Allt bendir því til að við gætum lokið þessu mikilvæga máli fyrir lok þessa kjörtímabils. Samhliða get- um við jafnframt undirbúið okkur fyrir mögulega upptöku evru …“ Forsætisráðherra gefur sér það, þvert á allar skoðanakannanir í langan tíma, að meirihluti þjóðarinnar muni samþykkja inngöngu í Evrópusambandið, fari ESB-samningur á annað borð í þjóðaratkvæði. Er þetta ekki bæði lygilegt og yfirgengilegt?! Hrokinn sem felst í svona orðum er ótrúlegur. Forsætisráðherra tal- ar eins og hún viti betur en meirihluti þjóðarinnar hvað henni er fyrir bestu. Meirihluti þjóðarinnar telur að það þjóni hagsmunum Íslands best að standa utan ESB og myntbandalagsins um evruna; meirihluti þjóðarinnar horfir til þess hvernig evran hefur farið með efnahag Íra, Grikkja, Portúgala og Spánverja og hefur engan áhuga á að fylgja í fót- spor þeirra þjóða. En forsætisráðherra ber bara höfðinu við stein og trúir því staðfastlega að hún og Össur séu á hraðferð með Ísland inn í Evrópusambandið og að upptaka evrunnar sé handan næsta horns. Það virðist allt vera á sömu bókina lært hjá þessum svonefndu ráða- mönnum okkar þessa dagana. Aðeins tveimur dögum fyrir flokksstjórnarfundinn var haldinn langur ríkisstjórnarfundur í stjórnarráðinu, þ.e. á föstudagsmorgn- inum frá kl. 9 til kl. liðlega 12. Eins og venjulega biðu fulltrúar fjölmiðla eftir því að fundinum lyki svo hægt væri að fá upplýsingar frá ráðherr- um. Sumir blaðamannanna biðu í næstum þrjár klukkustundir eftir að fundinum lyki. Svo byrjuðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tínast út af fundinum, einn og einn, en ekki komu þau Jóhanna og Steingrímur, sem blaðamenn höfðu mestan áhuga á að fá að spyrja spjörunum úr. Að lokum birtist Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, og spurði blaðamennina þóttafullur: „Eftir hverju eruð þið að bíða?“ „Jóhönnu og Steingrími,“ var svarið. Heldur virtist svarið kæta aðstoðarmanninn hrokafulla, því hann upplýsti með glott á vör að Steingrímur hefði ekki verið á fundinum og Jóhanna myndi ekki koma fram og tala við fjölmiðla. Viðstaddir sáu að þetta leiddist nú aðstoð- armanninum alls ekki. Hið sama endurtók sig nú á föstudagsmorgun. Langur ríkisstjórn- arfundur var haldinn og blaða- og fréttamenn biðu í anddyri stjórn- arráðsins. Jóhanna lét ekki sjá sig frekar en fyrri daginn, en Stein- grímur J. var á fundinum og gaf fjölmiðlum færi á sér eftir ríkisstjórnarfund. Það gerir hann yfirleitt, það má hann eiga. Oflátungsháttur, hroki og dónaskapur virðist vera dagskipunin í forsætisráðuneytinu og þeim mun fleiri vinnustundir sem fara í súginn hjá þeim mun fleiri blaða- og fréttamönnum, þeim mun betra, að mati oflátunganna í forsætisráðuneytinu. Ekki satt? Hrokinn í forsætisráðu- neytinu Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir Hrannar B. Arnarsson ’ Að lokum birt- ist Hrannar B. Arnarsson, að- stoðarmaður for- sætisráðherra, og spurði blaðamennina þóttafullur: „Eftir hverju eruð þið að bíða?“ Þ essi vika var góður dagur. Hvernig er hægt að lýsa henni/ honum öðruvísi? Venjulega byrjar dagur á því að maður vaknar … en þennan dag bjó ég ekki við slíkan lúx- us. Ég á þriggja vikna gamla dóttur sem hefur breytt mér í gangandi klisju: Faðir sem sér ekki sólina fyrir henni. Hún hefur vissulega raskað næt- ursvefni síðustu daga, en hún ber ekki ábyrgðina ein: Ég lagði mig í morgun klukkan níu, eftir að hafa verið vak- andi, meira og minna, síðan á sunnudag. Þá hafði ég loksins fundið innblásturinn sem ég hafði leitað eftir í handrits- skrifum, og var hann valdur þess að sú næturhvíld fór fyrir lítið. En það var allt í lagi, því ég hafði mánudaginn til hvíld- ar … eða hvað? Á mánudag fékk ég símtal frá Steinda Jr. (namedrop nr. 1), sem vantaði leikstjóra fyrir tónlistarmyndband í lokaþætti sjónvarpsþáttarins síns. Leik- stjóri þáttanna, Ágúst Bent (namedrop nr. 2), átti sjálfur stórt hlutverk í laginu og vantaði þá því gestaleikstjóra til að taka í taumana. Þennan heiður gat ég ekki afþakkað, þrátt fyrir óþægilega skamman fyrirvara. Og þá fór svefn í vikunni einnig fyrir lítið. Eftir blóð, svita og tár tókst mér að ljúka við myndbandið klukkan 9 í morgun. Ég náði að leggja höfuðið á kodda í ca. tvo tíma áður en Steindi og Bent kíktu í heimsókn til að sjá útkomuna. Sjálfir voru þeir svo vímaðir af svefnleysi að þeir kinkuðu kolli sáttir. Það nægði mér. Með verkefnið að baki náði ég einbeita mér að dótturinni, sem ég hafði vanrækt hræði- lega alla vikuna við bullandi samviskubit. Ég og konan mín pökkuðum henni í barnavagn- inn og tókum stefnuna á „brunch“ á Laundromat, eins og týpískum „hipstera- hjónum“ í 101 sæmir. Því miður var allt fullt á Laundromat, og þurftum við því að sætta okkur við að snæða ásamt úthverfaliði og túristum á Kaffi París. Ekki segja neinum. Á leiðinni heim komum við við í Bónus, þar sem konan mín fór hamförum í fagmann- legum innkaupum á meðan ég starði svefnsoltinn á litríkar hillurnar og flúorljósin. Á leið þaðan hittum við kæran vin minn og samstarfsfélaga, Ara Eldjárn (namedrop nr. 3), og náði ég að setjast niður með honum í nokkrar mínútur til að afgreiða nokkur mál og slúðra. Svo náði ég að leggja mig í tvo tíma, sem var mjög vel þegið. Og eftir það knúsaði ég dótturina í aðra tvo tíma, sem var enn betur þegið. Klukkan 20 hringdi ég í Hugleik vin minn (namedrop nr. 4) og fékk hann til að kíkja með mér á Prikið til að sjá lokaþátt Steinda. Ég fann að ég hafði vanrækt hann í barn- eignum mínum, og þótti mér brýn nauðsyn að leiðrétta það. Á Prikinu var margt um manninn og stemningin góð. Við fengum okkur bjór … og svo annan á Ölstofunni eftir það. Þar ræddum við um oddatölur og Færeyjar við Árna Óla Ásgeirsson (name- drop nr. 5) og þótti mér gam- an að komast í kynni við smá félagslíf á ný, þó það væri ekki nema í mýflugumynd. Daginn endaði ég svo heima með dótturina í fanginu, fullur af þakklæti. Þakklæti fyrir góða vini, góða konu og ynd- islega dóttur. Og þakklæti fyr- ir að enda þennan dag … loks- ins. Svefnleysi setur mann í ein- kennilegt ástand. Ég missi allt tímaskyn, sem verður til þess að ég held að hlutir sem gerð- ust á mánudag gerðust í dag. Maður ráfar um eins og draugur, brennandi einhvern varasjóð af batteríum sem maður veit að mun bíta mann í rassgatið seinna. Ég hafði verið fyrir framan tölvuna mína í sólarhring, nánast án pásu, að klára klippið á myndbandinu. Ég geri það alls ekki að gamni mínu að „púlla all-night-era“, eins og maður segir á góðri ísl-ensku, en stundum verður maður að demba sér í geðveikina til að láta hluti gerast. Þegar ég lagði loksins höf- uðið á koddann, mundi ég eft- ir því að ég var búinn að lofa að skrifa um þennan dag í Moggann. Upphaflega hafði ég áhyggjur af því að dagurinn yrði viðburðalítill, þar sem ég vissi að ég væri að koma úr svakalegri törn og bjóst ég allt eins við því að sofa allan dag- inn. Það hefði ekki verið skemmtileg grein. En núna, svona eftir á, eru áhyggjurnar aðrar. Dagurinn var nokkuð viðburðaríkur eftir allt sam- an … full-viðburðaríkur … og það stærsta sem hann skilur eftir er pirringurinn yfir að hafa verið í of annarlegu ástandi í Bónus til að muna eftir að kaupa smotterí af got- teríi, svona til að halda upp á lífið og listina. En langþráður svefninn los- ar úr þeim pirringi eins og öðrum. Þá aðallega pirr- ingnum yfir að missa svefn. Ég var kominn með nóg af því að droppa svefni … og nöfnum. Góða nótt. Dagur í lífi Ragnars Hanssonar kvikmyndaleikstjóra Svefnnafnadropp

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.