SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 21
5. júní 2011 21
Guðmundur segist afar hjátrúarfullur og tvö
dæmi þess má sjá í stýrishúsinu á Vilhelm –
uppi í brú, eins og sagt er á sjónum – þar sem
við spjölluðum saman í ró og næði þegar skip-
ið lá við bryggju á Akureyri.
„Já, ég er mjög hjátrúarfullur,“ segir skip-
stjórinn aðspurður. Svartir kvenmanns-
hanskar liggja uppi á borði eins og einhver
hafi gleymt þeim þar í gær og steinsnar frá
stól skipstjórans er bundinn trefill.
„Það var einhver kona sem gleymdi þessum
hönskum hér og þeir eru búnir að vera í brúnni
hjá okkur í ein átta ár. Ég veit ekki hver á þá
en eitt er víst að þeir verða hér áfram. Við er-
um búnir að festa þá!“ segir Guðmundur og
neitar því ekki að hanskarnir hafi fært þeim
gæfu.
Og svo er það trefillinn: „Hingað kom kona
um næstsíðustu áramót til þess að laga hjá
okkur mataræðið, hún gleymdi treflinum sín-
um og það gekk svo vel í fyrsta túrnum þar á
eftir að ég sagði henni að hún fengi trefilinn
aldrei aftur!“
Guðmundur með hanskana og trefilinn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Mjög hjátrúarfullur“
una síðustu þrjá mánuði? Við höfum engan kolmunna-
kvóta og höfum því ekkert getað veitt. Auðvitað hefð-
um við getað nýtt aðrar veiðiheimildir fyrirtækisins en
þá hefðum við bara tekið af öðrum sjómönnum. Tíminn
hefur hins vegar verið notaður til að dytta að skipinu
og við það hafa tugir iðnaðarmanna hér í bænum unn-
ið. Það skiptir miklu máli fyrir bæjarfélagið.“
Guðmundur bendi á að kakan stækki ekki þó fleiri
skeri af henni. „200.000 tonn verða áfram 200.000
tonn þótt þau dreifist í fleiri áttir en reksturinn verður
miklu óhagkvæmari. Ef fyrirhugaðar breytingar verða
að lögum er ég sannfærður um að útgerðin verði farin á
hausinn eftir 15-20 ár og afleiðingarnar fyrir þjóðfélag-
ið yrðu miklu verri en vegna hrunsins. Menn hljóta að
sjá þetta. En fyrst um er að ræða kosningaloforð Sam-
fylkingarinnar er allt í lagi að eyðileggja það sem búið
er að byggja vel upp. Ég vona svo sannarlega að menn
sjái að sér og samþykki ekki þessar tillögur.“
Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins og fyrrverandi skipstjórnarmaður, fór einn
túr sem háseti á Vilhelm í fyrrasumar. Vert er að geta
þess að Kristján, sem er fyrrverandi bæjarstjóri á Ak-
ureyri, var á sínum tíma stjórnarformaður Samherja.
„Ég held að strákarnir hafi gaman af því þegar einhver
svona gestur kemur um borð,“ segir Guðmundur og
ekki stendur á svari þegar spurt er hvort fleiri úr hópi
þingmanna hefðu gott af því að feta í fótspor Kristjáns.
„Já, ég er hræddur um það og þeir eru allir velkomn-
ir, þó ekki allir í einu! Ég er sannfærður um að skoðanir
margra myndu breytast ef þeir kæmu í einn túr.“
syni EA.