SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 30
30 5. júní 2011
V
ið sem vorum svo heppin að
njóta kennslu góðra og í sum-
um tilvikum frábærra kennara
á okkar skólagöngu vitum
mæta vel hvað það skiptir miklu máli og
að það getur ráðið úrslitum um farsæld
ungs fólks í lífinu. Og flest höfum við ein-
hverjar hugmyndir um hvaða afleiðingar
það getur haft fyrir börn og unglinga að
lenda í höndunum á kennurum, sem ann-
að hvort kunna ekki sitt fag eða hafa ekki
skapgerð til þess að sinna kennarastarfi.
Þegar við horfum til Íslands framtíð-
arinnar frá þessum sjónarhóli er auðvitað
ljóst að fátt er mikilvægara en skólakerfi,
sem stendur undir nafni, ekki bara frá
grunnskólaaldri heldur frá leikskólaaldri.
Við höfum ekki sinnt skólakerfi okkar
nógu vel.
Það hefur lengi verið svo, að starf kenn-
arans hefur ekki notið þeirrar virðingar,
sem því ber. Um skeið var það þannig, að
þeir sem flosnuðu upp frá námi fóru í
kennslu. Þá var líka haft orð á því, að þeir
sem ekki ættu annarra kosta völ færu í
kennslu.
Þetta viðhorf, sem ég man eftir á mín-
um háskólaárum, endurspeglaði algert
skilningsleysi á mikilvægi kennarastarfs-
ins og var til marks um það virðingarleysi,
sem einkenndi sýn of margra á starf
kennara.
Gott skólahúsnæði skiptir máli en góðir
kennarar skipta enn meira máli. Þjóðin
fær ekki góða kennara til starfa í sína þágu
nema tvennt komi til:
Að starf kennarans njóti þeirrar virð-
ingar í samfélaginu sem því ber.
Og að það sé vel launað starf miðað við
okkar aðstæður. Það lifir enginn á virð-
ingunni einni saman.
Í eina tíð var litið á barnaheimili sem
gæzlustaði fyrir börn. Nú er réttilega litið á
leikskóla sem fyrsta skólastig. Þess vegna
má ekki gleyma því í þessum umræðum
að við erum ekki bara að tala um grunn-
skólakennara og framhaldsskólakennara
heldur líka leikskólakennara. Í leikskól-
unum er grunnurinn lagður. Einu sinni
fylgdi ég einum dóttursyni mínum um
skeið í aðlögun á leikskóla á Skáni í Sví-
þjóð. Sú reynsla opnaði augu mín fyrir
mikilvægi þess starfs, sem unnið er í leik-
skólum.
Nú er hvorki staður né stund til þess að
ræða um kauphækkanir en það kemur að
því að svo verður. Þá á samfélagið að hafa
frumkvæði að því að hækka laun kennara
og sýna með því að við skiljum hvað þeir
gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu
þjóðfélags okkar á 21. öldinni.
Skólakerfið kostar að sjálfsögðu mikið fé
en það sama á áreiðanlega við um skólana
eins og heilbrigðiskerfið að fólkið í land-
inu vill að börn þess og barnabörn hafi að-
gang að góðum skólum og njóti kennslu
hæfra kennara.
Þess vegna er kannski spurning, hvort
bezt fari á því að fólkið sjálft taki ákvörðun
um það í beinni kosningu í hverju sveitar-
félagi hvað það vill leggja mikla peninga í
skólana? Er hugsanlegt að sérstakt eyrna-
merkt skólaútsvar verði sett á til þess að
fjármagna rekstur skólanna og íbúar
kaupstaða og kauptúna ákveði sjálfir í
krafti hins beina lýðræðis hvað þeir eru
tilbúnir til að verja miklum fjármunum í
menntun barna sinna?
Fjármögnun skólastarfs með þeim hætti
gæti hugsanlega skapað samkeppni á milli
sveitarfélaga um eftirsóttustu kennarana.
Er það eitthvað vont? Það mundi hvetja þá
til dáða að finna að þeir væru eftirsóttir og
laða fleira hæfileikafólk að kenn-
arastörfum.
Það getur ráðið úrslitum um sálarheill
einstaklings um alla hans framtíð, hvort
hann kvíðir fyrir að fara í skólann á hverj-
um morgni frá barnsaldri eða hvort hann
hlakkar til. Auðvitað á það að vera þannig
að börn hlakki til. Auðvitað á það ekki að
vera þannig að þau kvíði fyrir og að sá
kvíði verði þrúgandi kvöldið áður.
Er hugað nægilega vel að þessu? Ég efast
um það. Kannski vegna þess að það hefur
ekki verið hugað nægilega vel að sálarheill
kennaranna sjálfra. Líði þeim ekki vel í
starfi líður börnum og unglingum ekki vel
hjá þeim.
Það er tímabært að efna til umræðna um
þennan þátt í endurbyggingu Íslands frá
hruni á öðrum forsendum en þeim að við
vöknum bara upp, þegar kennaraverkfall
er að skella á. Skólastarfið er ekki minni
grundvallarþáttur í samfélagi okkar en
viðunandi og sanngjarnt velferðarkerfi og
heilbrigðisþjónusta, sem uppfyllir þær
kröfur, sem við viljum að hún geri.
Það segir mikla sögu um skólana og
kennarana hvernig við, hvert og eitt,
minnumst þeirra, þegar fram líða stundir.
Ég mun minnast þeirra Skeggja Ásbjarn-
arsonar og Ingólfs Guðbrandssonar úr
Laugarnesskólanum um miðja síðustu öld
með þakklæti til æviloka. Dr. Heinz Edel-
steins með djúpri virðingu og Þórhalls Vil-
mundarsonar, síðar prófessors, fyrir
ógleymanlega og innblásna kennslu í sögu
íslenzku þjóðarinnar í MR veturinn 1955.
Og vona að sem flestir Íslendingar geti átt
slíkar minningar um kennara sína.
Eins furðulegt og það nú er hafa skóla-
málin verið jaðarmál í þjóðfélags-
umræðum á Íslandi með örfáum und-
antekningum. Þegar við nú horfumst í
augu við sjálf okkur eftir mestu ófarir í
sögu íslenzka lýðveldisins og reynum að
meta upp á nýtt hvað skiptir máli og hvað
skiptir minna máli í uppbyggingu þessa
fámenna eyjasamfélags á norðurhjara ver-
aldar eigum við að skipa skólunum þann
sess sem þeim ber.
Þeir eru lykillinn að farsæld Íslendinga
til framtíðar.
Ísland framtíðarinnar V:
Hefjum starf kennarans til nýrrar virðingar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
M
ilton gamli Berle var gersamlega grunlaus
um afleiðingar gjörða sinna þegar hann
sendi ungan söngvara, sem var gestur í
skemmtiþætti hans á NBC-sjónvarpsstöð-
inni, gítarlausan inn á svið. „Leyfðu fólki að sjá þig,
vinur,“ sagði Miltie frændi, eins og hann var gjarnan
kallaður, og klappaði á öxlina á honum. Vinurinn var
Elvis Presley, dagurinn 5. júní 1956. Elvis hafði áður
komið fram í sjónvarpi en aldrei án gítarsins. Nú var
hann skyndilega frjáls eins og fuglinn á sviðinu og lagið,
Hound Dog var ekki fyrr byrjað, er Elvis hlóð í all-
svakalega mjaðmahnykki, sem á einu kvöldi urðu
vörumerki hans. Áhorfendur störðu fyrst á tilþrifin í
forundran en síðan slepptu þeir sér, alltént stúlkurnar,
og veinuðu einum rómi á goðið. Annað eins hafði aldrei
sést í sjónvarpi.
Um fjörutíu milljónir manna horfðu á þáttinn og dag-
inn eftir gekk allt af göflunum. Símalínur voru rauðgló-
andi og bréf streymdu inn. Ýmsir sjálfskipaðir siðapost-
ular veittust að Elvis í fjölmiðlum og gagnrýnendur í
sjónvarpi lögðu upp í krossferð gegn hinum unga
söngvara, hann hlyti að vera handbendi hins illa og til
þess falinn að hafa bráðskemmandi áhrif á bandaríska
æsku. Viðurnefnið alræmda varð til: „Elvis the Pelvis“,
ellegar „Elli hnykkur“.
Það var eins og að skvetta vatni á gæs, Elvis og
hnykkirnir voru búnir að hasla sér völl. Um þá sögu alla
þarf ekki að fjölyrða. Leitun er að vinsælli söngvara í
sögunni.
Gaman er að rifja upp framgöngu Elvisar í þætti Mil-
tons Berles á þessum degi fyrir 55 árum á YouTube. Elv-
is söng ekki bara Hound Dog með þessum líka til-
þrifum, heldur spjölluðu þeir Berle saman í drjúga
stund á eftir.
Uppnám stúlknanna í sjónvarpssal fór að vonum ekki
framhjá stjórnandanum og spurði hann Elvis að flutn-
ingi loknum hver galdurinn væri. „Ef ég hreyfði fæt-
urna svona myndi ég þá næla mér í stelpur?“
„Ég veit ekki með stelpurnar,“ svaraði Elvis um hæl,
„en þar sem þú ert kominn á þennan aldur myndi þetta
í öllu falli örva blóðflæðið hjá þér.“
„Þennan aldur,“ hummaði Berle hissa en hann var
tæplega fimmtugur á þessum tíma. „Mér líður bara eins
og notuðum bíl.“
Berle var hvergi af baki dottinn og spurði Elvis næst í
trúnaði hvernig hann fengi stelpurnar til að hljóða
svona.
„Herra Berle, ég er ekki viss um að þér myndi líka
það.“
„Hvað áttu við?“ hváði Berle.
„Ég kann ekki við stelpur sem veina, rífa sig úr föt-
unum og reyna að kyssa mig,“ svaraði Elvis, ískaldur.
Nú var Berle öllum lokið. „Einmitt það. Einhver hlýt-
ur að hafa troðið á höfðinu á þér – á bláum rúskinns-
skóm ... (e. Blue Suede Shoes).“
Hound Dog eftir Jerry Leiber og Mike Stoller, kom
upprunalega út á b-hlið smáskífunnar Don’t Be Cruel í
júlí 1956. Bæði lög komust á topp bandaríska vinsælda-
listans sem er fáheyrt. Hound Dog seldist í fjórum millj-
ónum eintaka og sat í ellefu vikur á toppi vinsældalist-
ans, sem var met á þeim tíma. Lagið sem velti því úr
sessi var Love My Tender, einnig með Elvis Presley.
orri@mbl.is
Elvis
hnykkir
inn
Elvis Presley í essinu sínu í þætti Miltons Berles 1956.
’
Ég kann ekki við stelpur sem
veina, rífa sig úr fötunum og
reyna að kyssa mig
Spjallþáttakóngurinn Milton Berle, ábyrgð hans er mikil.
Á þessum degi
5. júní 1956