SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 47
5. júní 2011 47
Tungu-
mál í
hættu
P
eter Austin er upprunalega frá
Ástralíu og lærði frönsku og
þýsku í framhaldsskóla. Áhug-
inn á tungumálum kviknaði því
snemma en síðar nam Peter hagfræði og
japönsku við háskólann í
Canberrra. Sá háskóli var þá einn af
fáum stöðum þar sem hægt var að læra
asísk fræði. „Ég hugðist læra hagfræði og
japönsku og verða mjög ríkur verð-
bréfasali en gafst fljótt upp á hagfræð-
inni. Þá tók alfarið við nám í málvísind-
unum þar sem ég hafði mikinn áhuga á
mismun tungumála og öllu því sem þeim
fylgir. Einn af prófessorunum þar var
sérfræðingur í áströlskum frumbyggja-
málum sem kveikti áhuga minn á þeim
og þannig leiddi eitt af öðru,“ segir Peter.
Jákvætt viðhorf skiptir máli
Í dag starfar Peter í The School of Orien-
tal and African Studies í London við
verkefni sem kallast Endangered Lang-
uages Project. Þar starfa fræðimenn við
að taka upp og safna efni um tungumál í
útrýmingarhættu um allan heim. Í dag
eru töluð um 7000 tungumál en helm-
ingur þeirra er í útrýmingarhættu. Aðal-
ástæðuna fyrir því segir Peter vera að
foreldarnir ákveða að betra sé fyrir börn-
in sín að tala annað mál og þá stórt og
mikið mál sem hafi meiri pólitísk völd.
Það hættir því að tala upprunalegt mál
sitt og tekur upp ríkismálið.
Þetta gerist víða um heim en Petur
tekur dæmi frá Englandi um velsku. Á
fimmta og sjötta áratugnum hugsaði fólk
þar með sér að það vildi gefa börnum sín-
um yfirburði til að þau gætu fengið góða
vinnu og þyrftu ekki að þjást eins og for-
eldrarnir. Það byrjaði því frekar að tala
ensku við börnin þó það talaði velsku sín
á milli og hún varð þannig tungumál
eldra fólks.
„Þetta snýst mikið til um jákvætt við-
horf. Ef þér finnst tungumálið tengjast
því að vera fátækur, ómenntaður og fast-
ur í litlum bæ en þeir sem búa í borginni
tala ensku og hafa það gott þá viltu gefa
börnunum þínum forskot og tala ensku.
Þetta er að gerast um heim allan þar sem
franska, spænska og kínverska eru að
taka yfir smærri tungumál, aðallega af
því að fólk hefur neikvætt viðhorf til síns
tungumáls. Á Íslandi getur fólk talað
fleiri tungumál en móðurmálið en nei-
kvætt viðhorf verður frekar til þess að
fólk ákveður að sleppa máli en bæta við.
Á Íslandi á tungumálið sér frábæra sögu í
gegnum Íslendingasögurnar. Hér eru líka
útsendingar á móðurmálinu og mennta-
kerfið styður við það. Þetta sýnir vel að
styrkur tungumáls er tengdur við stærð
þjóðarinnar en það dugar ekki til eitt og
sér,“ segir Peter.
Sex orð fyrir sand
Nýlendustefna hefur líka haft sín áhrif á
útrbreiðslu tungumála í heiminum. Peter
segir Frakka til að mynda hafa sterka
skoðun á því að Frakkland og nýlendur
þess ættu að vera eitt land með einni þjóð
sem talaði sama tungumál. Þannig varð
franska til að mynda þjóðarmálið í Sene-
gal og Nígeríu. Það var ekki fyrr en á
sjötta og sjöunda áratugnum sem fólk í
nýlendunum tók að ranka við sér og velta
af stóli nýlendumálum. Í dag er enska að
verða alþjóðlegt mál viðskipta og pólitík-
ur. Peter segir þó að þjóðir ættu ekki að
hætta að tala sitt eigið mál og taka upp
ensku. Það sé nauðsynlegt að geta tjáð sig
á öðru máli en ekki á kostnað móður-
málsins.
Sum tungumál eiga
sér ekki orð fyrir það sem fólk
sér aldrei eins og t.d. snjó. Eitt tungu-
málanna sem Peter lærði er talað af hópi
fólks sem býr í eyðimörk í Ástralíu og
hann nefnir sem dæmi að í þeirra orða-
forða megi finna fimm eða sex orð fyrir
sand. Sandurinn neðst í sandhólunum er
grófur en sá efsti mjög fínn. Tungumálin
lýsa þannig tilfinningum og hugsunum
fólksins og endurspegla umhverfið, sam-
félagslega uppbyggingu og menningar-
legan áhuga. Fer eftir mismunandi sam-
félögum og hópum. Hvert einasta
samfélag á sögur og söng og taktur hans
fer eftir tungumálinu.
Fjöbreytileiki tungumála
Bókinni var ætlað að vera aðgengileg til
aflestrar og þannig ætlað að gefa hinum
almenna lesanda tækifæri til að kynnast
þeim fjölbreytileika sem ríkir í tungu-
málum heimsins. Peter segir þetta hafa
verið nokkra áskorun til fræðafólksins
sem lagði sitt af mörkum við gerð bók-
arinnar þar sem það sé vanara að skrifa
öllu tormeltari texta. Bókin er fallega
myndskreytt og gerð samkvæmt hug-
myndum um svokallaðar „coffetable
books“ sem bæði eru hentugar sem
stofustáss og til aflestrar. Bókin hefur nú
verið þýdd á ein níu tungumál, meðal
annars eistnesku, japönsku og spænsku
svo fáein séu nefnd. Peter segist ekki vera
viss um að hann reyni sjálfur að lesa bók-
ina á íslensku, en algengt er að kennd sé
íslenska þar sem norræna og fornenska
eru kenndar í Englandi. Víða í Englandi
gætir líka áhrifa víkinga. Til að mynda í
bæjarnöfnum sem enda á thorp. Í Banda-
ríkjunum koma mörg staðarnöfn frá
frumbyggjatungumálum sem þar voru
töluð svo og spænsk nöfn í suðrinu og
frönsk nöfn í Louisana. Svona geta
tungumálin dreift sér fimlega um allan
heim.
Peter K. Austin prófessor við Lundúnaháskóla.
Morgunblaðið/Ómar
Eitt þúsund tungumál
kallast íslensk þýðing á verki
málvísindamannsins Peters
K. Austins. Peter er aðalrit-
stjóri bókarinnar en hann
starfar sem prófessor við
Lundúnaháskóla.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
’
Á Íslandi getur fólk
talað fleiri tungumál
en móðurmálið en
neikvætt viðhorf verður
frekar til þess að fólk
ákveður að sleppa máli en
bæta við.