SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 32
32 5. júní 2011 G erpla, hvar Halldór Laxness hendir gaman að hinum heilögu fornsögum, endar í Nor- egi þar sem Þormóður Kolbrúnarskáld hittir fyrir Ólaf digra Haraldsson. Það var því eitthvað meira en lítið skáldlegt við það að fyrsta utanför Gerplusýningar Þjóðleikhússins skyldi ein- mitt vera til Noregs. Orð Ólafs til Þormóðs í lokasen- unni, „Flyt hér Gerplu þína!“, öðluðust af þessum sökum skemmtilega aukamerkingu „Lífræn“ Gerpla var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2010. Viðtökur við leikritinu voru upphaflega blendnar, DV lýsti uppfærslunni sem misheppnaðri (að vísu hélt þar um penna Jón Viðar Jónsson sem eirir fáu) á meðan aðrir miðlar voru jákvæðari. Sýningin er hins vegar þess eðlis að hún er „lífræn“ ef svo mætti segja og stakkaskipti allnokkur hafa orðið frá frumsýningu. Fyrir það fyrsta er ekkert handrit til að sýningunni, leikararnir unnu það sín á milli og mótuðu og breyttu stöðugt eftir því sem sýningartímanum vatt fram. Fór svo að sýningin hafnaði á nokkrum topplistum gagn- rýnenda þegar síðasta leikár var gert upp og það sem blaðamaður varð vitni að í Bergen var líkt og geysi- þétt, vel samhæfð og andrík rokkhljómsveit væri að renna í gegnum settið sitt af firnamiklu öryggi án þess að blása úr nös. Leikhópurinn sem stendur að sýningunni jafnhattaði þannig sýninguna og miðlar í Noregi brugðust vel við, lofuðu hana í hástert og það mátti og finna á viðbrögðum áhorfenda. Voru þeir Ís- lendingar sem blaðamaður ræddi við á hátíðinni sér- staklega ánægðir, ekki nóg með að þeir hefðu upp- lifað frábæra leiksýningu heldur sló Íslandshjartað um leið örar. Það er eitthvað geysilega „svalt“ við það að við, Íslendingarnir sem höfum upplifað viðsjárverða tíma að undanförnu, mætum keikir til Noregs með sýningu þar sem við gerum bæði grín að sjálfum okk- ur og frændum okkar. Ég get ekki lýst því öðruvísi en svo að maður gekk beinn í baki út af sýningunum tveimur sem mér öðlaðist að sjá. Þetta „mojo“ sem í sýningunni er, þessi sjarmerandi kraftur sem um hana leikur gerir það að verkum að líf hennar er mögulega að lengjast og fleiri forvitnir útlendingar um sjálfsmynd þessarar blessuðu þjóðar eru farnir að bera víurnar í Balta og co. Leikhópinn sem úti var skipuðu annars þau Atli Rafn Sigurðarson, Björn Thors, Brynhildur Guðjónsdóttir, Stefán Hallur Stef- ánsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhannes Haukur Jó- hannesson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Eg- ilsson og Sindri Birgisson Flugan einkar sátt Blaðamaður, „flugan á veggnum“, lenti í Bergen, þeim unaðsfagra bæ, á föstudagseftirmiðdegi og náði því sýningu númer tvö. Daginn eftir var svo lokasýn- ing sem hann sótti einnig en á sunnudeginum var flogið heim, a.m.k. fór megnið af hópnum þá en hann hafði verið þarna síðan á þriðjudeginum. Eins og fram hefur komið var flugan einkar sátt við sýninguna og hún greip til líkinga úr þeim heimi sem hún þekkir best til að lýsa hughrifunum. Hópurinn einfaldlega negldi þetta og orð eins og „hnökraleysi“ átti við (þó að leikararnir sæju ýmislegt að, eins og ég átti eftir að komast að þegar slakað var á eftir sýn- ingu). Framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, Ari Matthías- son, tók blaðamann að sér og leiddi hann um rangala leikhússins, sem er hið sögufræga Den National Scene, eitt af þremur þjóðleikhúsum Norðmanna og það elsta, en það var hér sem Henrik Ibsen og fleiri lögðu drög að norskri leikhúsmennt. Fríður flokkur fylgdi Gerplunni út, þar á meðal þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, og síðan leikstjórinn sjálfur, Baltasar Kormákur. Hann króaði ég af uppi við klett- inn góða sem myndar drjúgan hluta af einfaldri og einkar hugvitssamlegri leikmyndinni. Baltasar hló við þegar ég spurði hann hvernig það væri nú að fara með Gerpluna aftur heim. „Það kom fyrirspurn frá hátíðinni einfaldlega,“ segir hann. „Þau komu að skoða sýninguna og vildu fá hana út einn, tveir og bingó. Sem er náttúrlega frábært því að svona stórar sýningar (gengur að klettinum og klapp- ar á hann til áhersluauka) eru ekki beint hugsaðar sem farandsýningar. Þetta kom því ánægjulega á óvart … maður veit bara aldrei hvert leiðin liggur en það er um að gera að vera klár í slaginn þegar kallið kemur og fara í ferðalagið.“ Baltasar segir að meginmarkmiðið með sýningunni, fyrir sína parta, hafi verið að finna leið til að leika sér með arfinn og endurvekja hann, gera hann fýsilegan og aðlaðandi fyrir ungt fólk t.a.m. „Ég sá þetta ekki sem einhvern safngrip. Laxness sjálfur gerði það sama með útgáfu bókarinnar. Hann tók þennan arf okkar og sneri út úr honum, og allt varð vitlaust. Ég setti sömu skyldu á sjálfan mig, að þetta væri eitthvað sem væri nýtt og ferskt.“ Niðurtröppunin Það er eitthvað … tja … skrítið við það að sitja eins og ekkert sé með öllum þessum andlitum sem maður þekkir úr bíómyndum, auglýsingum og leikritum og skrafa um heima og geima, aðallega þó sjónvarps- dagskrá og húðflúr, en um það síðastnefnda mynd- aðist afar heit umræða einhverra hluta vegna. En svona vatt hópurinn ofan af sér, adrenalínflæði kvöldsins var drekkt með hlátrasköllum og gam- ansögum. En líkt og með hljómsveitir, myndlist- armenn eða bara hvern þann sem lýkur góðu en er- ilsömu dagsverki var farið yfir það sem miður fór, það sem gekk upp og það sem gekk fram af fólki í súrrealisma sínum. „Var þetta svona?“ „Manstu þegar þú …“ „Var þessi karakter upprunalega svona rosa- lega geðveikur?“ Þannig gekk skraf kvöldsins, á milli þess sem fólk nartaði í smárétti en vettvangur þessarar niðurtröpp- unar var staður steinsnar frá hinu aldna þjóðleikhúsi Ólafur Egill og Brynhildur taka upp létt hjal á veitingastað eftir aðra sýningu. Fólk forðaðist allt leikhústal. Grallaraspóarnir Atli Rafn og Stefán Hallur gantast sem mest þeir mega í smink-klefanum. „Flyt hér Gerplu þína!“ Þjóðleikhúsið sýndi Gerplu Baltasars Kormáks á Alþjóðlegu leik- listarhátíðinni í Bergen um liðna helgi. Morgunblaðið fylgdist með framvindu mála og var sem fluga á vegg Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ólafía Hrönn og Lilja Nótt sneru á blaðamann og beittu hann eigin meðulum er hann var að leita að myndefni. Myndbandsstillur/Arnar Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.