SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 14

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 14
14 3. júlí 2011 Í síðustu færslunni í fagurlega inn- bundinni veiðibók sem varðveitt er í reisulegu óðalssetri í skosku há- löndunum segir: „19. ágúst: End- irinn, eftir 20 ár. Síðasta laxinum, eins og þeim fyrsta, náði ég í Foss Run. Fisk- inum sleppt.“ Skrásetjarinn var Robert Neil Stewart hershöfðingja en fyrsta lax- inn, sem hann minnist á, veiddi hann 29. júlí árið 1936 í Foss Run, eða Réttarstreng í Hrútafjarðará, og vó hann 14 ensk pund. Sá síðasti, sem Stewart sleppti eins og mörgum öðrum smálöxum sem hann veiddi í Hrútafirðinum, var fimm pund. Stewart hershöfðingi (1891-1972) er einna kunnastur af hinum erlendu stang- veiðimönnum sem kynntu íþróttina fyrir íslenskum veiðimönnum og komu mörg- um bestu veiðiám landsins á kortið á síð- ustu áratugum nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu. Það sem greinir Stewart frá mörgum öðrum er að hann ritaði bók um reynslu sína, Rivers of Ice- land, en hún kom út árið 1950, nær fjór- um áratugum eftir að hann veiddi hér fyrst. Í bókinni, sem ég hef þýtt og kemur út í haust hjá Hinu íslenska bókmennta- félagi undir heitinu Íslenskar veiðiár, fjallar Stewart ekki einungis um þær ís- lensku ár sem hann hafði kynni af. Hann skrifar einnig um bæina sem hann dvaldi á við árnar, um íslenskar leiðsögumenn, um ferðalög um landið milli stríða, nátt- úruna og mannlífið eins og hann upplifði það. Er því um merkilegar heimildir að ræða og eru athuganir og skoðanir höf- undar oft á tíðum afar áhugaverðar. Brúðkaupsferð í Straumfjarðará Stewart kom fyrst til veiða hér á landi haustið 1912, þegar hann var 21 árs. Þá hélt hann til ásamt félaga sínum í ensku húsunum við Langá; svolítið veiddu þeir af laxi en voru einkum komnir til að stunda skotveiði. Stewart hreifst þó svo mjög af stangveiðimöguleikunum, að hann einsetti sér að snúa aftur og þá með stöng frekar en byssu – enda gerðist hann fráhverfur skotveiðinni eftir að hafa tekið þátt í þeim mikla hildarleik sem heimsstyrjöldin fyrri var, þar sem hann varð mannsbani. Í bók sinni, Íslenskar veiðiár, fjallar Stewart á áhugaverðan hátt um þessa fyrstu ferð sína um Ísland en árin liðu og næst birtist hann hér um miðjan fjórða áratuginn ásamt enskum félaga, F.E. Salsbury. Þeir veiddu þá sumarlangt í Hrútafjarðará og Síká með ágætum ár- angri. Sumarið eftir sneru þeir aftur og héldu þá til veiða í Straumfjarðará á Snæ- fellsnesi, ásamt Georgette eiginkonu Stewarts – þetta var brúðkaupsferð þeirra; átta vikur við veiðar og svo flakk- að um Suðurland og gist við Þingvalla- vatn. Veiðin var góð – 267 laxar, 74 sjó- birtingar og ein bleikja! Hershöfðingi í Hrútafirði Robert Neil Stewart hershöfðingi með fallegan lax sem hann veiddi í Straumfjarðará á Snæfellsnesi sumarið 1937. Þá veiddi hann þar sum- arlangt ásamt félaga sínum en jafnframt var þetta brúðkaupsferð Stewarts og seinni eiginkonu hans. R.N. Stewart hershöfðingi kom fyrst til veiða á Íslandi haustið 1912. Löngu síð- ar tók hann Hrútafjarðará og Síká og leigu og þar var hann við veiðar í nær tuttugu sumur. Stewart skrifaði merki- lega bók um íslenskar veiðiár og upplif- anir sínar hér á landi. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.