SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 15
3. júlí 2011 15
Þetta sumar gerðu Stewart og Salsbury
tilboð í leigu Hrútafjarðarár og Síkár og
fengu; eftir það veiddi Stewart hér öll
sumur til 1957, er hann kvaddi Ísland, ef
undan eru skilin heimsstyrjaldarárin síð-
ari. Þá gegndi hann stöðu yfirmanns í há-
landahersveitunum í Skotlandi. Salsbury
sneri ekki aftur eftir stríð.
Óðalssetur í skosku hálöndunum
En hver var þessi forvitnilegi maður,
Stewart hershöfðingi? Ég spurði mig
ítrekað þeirrar spurningar þegar ég var
að þýða bók hans og smám saman varð
myndin fyllri, ekki síst þegar ég komst á
slóðir hans í Skotlandi. Þegar ég stóð inni
í glæsilegu óðalssetri hans í skosku há-
löndunum og horfði í kringum mig,
spurði ég Nino
Stewart einka-
dóttur hans að því
hvernig stæði á
því að faðir henn-
ar hefði kosið að
eyða öllum sumr-
um í áratugi í einu
herbergi í bænum
Grænumýrar-
tungu í Hrútafirði,
í stað þess að njóta
lystisemdanna
þarna heima hjá
sér, og vera hjá
fjölskyldu sinni.
Nino yppti öxl-
um og brosti, hún vissi svarið. „Veiði var
hans mikla ástríða,“ sagði hún. Og í
Hrútafirðinum hafði hann fundið sér
góða veiðiá.
Afi Stewarts var umsvifamikill iðju-
höldur í Edinborg á seinni hluta 19. aldar;
hann framleiddi viskí. Upp úr 1880 festi
hann kaup á stórri landareign í hálönd-
unum vestanverðum, fékk einn kunnasta
arkitekt þess tíma, William Leiper, til að
teikna glæsihýsi og reisti það árið 1884,
og var ekkert til sparað. Á landareigninni
reis líka fjölskyldukirkja, smiðja, ráðs-
mannshús og upphitað hús fyrir veiði-
hundana, svo eitthvað sé tínt til, en góð
hjartarveiði hefur alla tíð verið á land-
areigninni. Þá rennur stutt en falleg
dragá til hafs skammt frá óðalssetrinu,
Kinlochmoidart. Þarna ólst R.N. Stewart
upp við veiðar á laxi og sjóbirtingi.
Tveir mánuðir á Íslandi hvert sumar
Í dag ræður Nino Stewart ríkjum í Kin-
lochmoidart, ásamt Duncan eiginmanni
sínum. Þau búa í hluta setursins, en það
var endurgert á fullkominn hátt fyrir um
tveimur áratugum, fyrir tilstuðlan
myndarlegs styrks frá hinu opinbera í
Skotlandi. Var þetta fyrsta óðalssetrið frá
Viktoríutímanum sem fékk slíkan styrk
til endurbóta þar í landi. Síðan hefur
Nino Stewart rekið þar einskonar hótel;
húsinu hefur verið skipt í nokkra hluta
sem eru til leigu. Í meginhluta aðalbygg-
ingarinnar geta allt að 18 gist í glæsilega
búnum sölum, þar sem allt er upp-
runalegt; fornar koparstungur á veggj-
um, traustleg eikarhúsgögn, uppstoppuð
veiðidýr og málverk á veggjum. Er til að
mynda vinsælt að halda glæsibrúðkaup
og stórafmæli á staðnum, því einnig er
hægt að fá gistingu í afhýsum og smærri
húsum sem hafa verið gerð upp á landar-
eigninni. Yfir arninum í aðalstofunni er
málverk af ungum myndarlegum manni.
Þetta er Stewart hershöfðingi; móðir
hans lét mála myndina árið 1915 er hann
hafði særst á vígstöðvunum og kom heim
að jafna sig.
„Þessi mynd sýnir föður minn mjög
vel,“ segir Nino.
Hún bætir við að
þótt allir sem þekktu
hann myndu hafa
lýst föður hennar
sem lítillátum og
vænum manni, þá
hafi hann líka verið
ævintýramaður og
landkönnuður að
upplagi. Það má sjá í
skrifum hans, en alls
sendi Stewart frá sér
ellefu bækur um
veiðar og útivist.
Nokkrar þeirra eru
skrifaðar fyrir börn
og ungmenni og fjalla um ævintýri við
stangveiðar og úti í náttúrunni. Bæk-
urnar skrifaði Stewart þó ekki fyrr en leið
á ævina; fyrst kannaði hann heiminn.
Stewart gekk ungur í breska herinn og
notaði stundum leyfin frá hernum í
veiðiferðir; það var í slíku orlofi sem
hann kom fyrst til Íslands árið 1912. Eftir
heimsstyrjöldina fyrri fór hann árlega í
þannig leiðangra, til að byrja með eink-
um til óbyggða í Kanada vestanverðu og
til Alaska. Þar lagði hann stund á stang-
veiðar, en þær voru að sögn dóttur hans
ævarandi ástríða.
„Faðir minn ferðaðist víða á þessum
árum,“ segir Nino Stewart, „einkum um
Alaska. Á þeim tíma var það langt ferða-
lag og ferðirnar tóku langan tíma, marga
mánuði; ég held að fyrir honum hafi
þetta verið einskonar könnunarleið-
angrar frekar en ferðalög. Hann sótti í að
fara til kaldra landa – hann var ekki fyrir
baðstrandalíf,“ segir hún og hlær.
Eins og fyrr segir sneri Stewart aftur til
Íslands um miðjan fjórða áratuginn. Nino
segir að eftir að faðir hennar hóf aftur að
veiða á Íslandi hafi það orðið eini áfanga-
staður ferðalaga hans næstu tvo áratug-
ina. „Móðir mín fór með honum til Ís-
lands í brúðkaupsferðina en mér er ekki
kunnugt um að hún hafi farið aftur þang-
að með honum,“ segir hún. Sem barn
Moidart-áin rennur um landareign fjölskyldunnar í Kinlochmoidart, skammt frá höfuðbólinu.
Þetta er Lower Nursery-hylurinn; þarna ólst Stewart upp við veiðar á laxi og sjóbirtingi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Nino Stewart, einkadóttir hershöfingjans, rekur gistiþjónustu í glæsilegu óðalssetrinu sem
langafi hennar byggði á níunda áratug 19. aldar. Húsið var gert upp fyrir um tuttugu árum.
Í óðalssetri fjölskyldunnar þar sem Stewart ólst upp og bjó framan af ævi. Síðar flutti fjöl-
skyldan til Edinborger en sneri í hálöndin á sumrin. Þessi hluti hússins er nú leigður út.
Gunnar Þórðarson (1890-1980) bóndi í Grænumýrartungu hóf sláttinn ávallt á því að slá
tyrft þakið. Þarna hélt Stewart til þau sumur sem hann var við veiðar í Hrútafirði.
Önnur tveggja veiðibóka Stewarts í Kin-
lochmoidart. Í þær er skráð ítarlega öll veiði
hans og vina hans á Íslandi 1936 til 1957.