SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Qupperneq 17
3. júlí 2011 17
Hrútafirði. Þegar hann tók þær á leigu
höfðu þær verið netaveiddar um langt
árabil og það hafði gengið nærri laxa-
stofninum. Stewart var mikill hófsemd-
armaður í veiði, naut þess að ganga með
bökkum og telja fiskana í hyljum, og eins
og dóttir hans segir hætti hann oft að
veiða þegar hann var búinn að fá einn eða
tvo. Hann gladdist innilega þegar í ljós
kom að hófsemdin sem hann sýndi við
veiðarnar stuðlaði að vexti laxastofnsins í
Hrútu, en ekki fjölgaði löxunum bara
heldur veiddust þar margir vænir;
nokkrir um og yfir 20 pund á hverju ári. Í
einu myndaalbúminu í Kinlochmoidart
eru nokkrar ljósmyndir af félaga Stew-
arts, Greenway að nafni, glíma við og
landa metfiskinum í ánni til þessa. Sá tók
10. ágúst árið 1952 í veiðistaðnum Melar
Cliff og vó 31,5 ensk pund.
Þegar leið á tíma Stewarts hér veiddi
hann oftar með íslenskum veiðimönn-
um, einn þeirra var Kristján Einarsson
forstjóri, en hann ritar einmitt formála
Rivers of Iceland. Forvitnilegt er að lesa
lýsingar Stewarts á aðförum íslenskra
veiðimanna, sem kunnu lítið fyrir sér
fyrst þegar hann kom en sýndu samt
ýmsa hugkvæmni við veiðiskapinn.
„Íslendingar hafa enn ekki lært að
veiða á stöng á fínlegan hátt,“ skrifar
hann og veltir ástæðunni fyrir sér. „Ég
býst við að þessi þungu veiðarfæri séu
eðlileg arfleifð maðkaveiðinnar. Í mörg-
um tilvikum voru engin veiðihjól á
gömlu stöngunum. Þeir veiddu með línu
festa fremst á stangarendann og síðan var
það bara gamla góða reiptogið. Stöngin
og línan voru það sterk – og í raun regla
að laxinn væri búinn að gleypa krókinn af
stærð 3/0, að ekki var mikil hætta á að
missa hann við átökin nema veiðarfærin
væru eitthvað léleg. Þau voru hönnuð og
sett saman til að mæta þessum að-
stæðum. Enginn fiskur undir fjórtán
pundum átti nokkurn möguleika þegar
öngullinn var kominn niður í kok.“
Aðstoðarmenn Stewarts sýndu stund-
um meira kapp en forsjá, eins og Hjör-
leifur nokkur, bóndi sem Stewart kynnt-
ist í fyrstu ferð sinni til landsins árið 1912
og vildi vera með honum við Straum-
fjarðará sumardag einn árið 1937.
„Dag nokkurn kom Hjörleifur með
mér að ánni. Þá bar svo við að ég setti í
vænan fisk. Við töldum báðir að hann
væri yfir 20 pund. Hjörleifur varð mjög
æstur og krafðist þess að aðstoða við
löndunina. Ég stóð á frekar hálli klöpp
með Hjörleif við hlið mér. Ég rak ífæruna
í fiskinn og um leið stökk Hjörleifur til og
klemmdi fiskinn, ífæruna og línuna upp
að brjósti sér, sneri við, rann á klöppinni
og hvarf með þetta allt ofan í ána. Ég náði
ífærunni og Hjörleifi uppúr en ekki fisk-
inum. Þrátt fyrir hve reiður ég varð hef
ég fyrir löngu fyrirgefið Hjörleifi kapp-
ið,“ skrifar Stewart.
Hætti aldrei að hugsa til Íslands
Sögu Stewarts hershöfðingja hér á landi
lauk síðsumars árið 1957, tveimur ára-
tugum eftir að hann hafði tekið Hrúta-
fjarárá og Síká á leigu. Bændur vildu auka
arð sinn af ánni, að veitt væri lengur inn í
haustið og fjölga stöngum. Eftir að Sals-
bury félagi Stewarts hætti að koma til
landsins eftir heimsstyrjöldina, var hann
oftast einn við veiðar og færði um sjötíu
laxa til bókar á sumri, auk þess sem hann
veiddi talsvert af bleikju en það þótti
honum ekki leiðinlegri veiðiskapur.
Stewart hafði sem reglu að friða efri
hluta Hrútafjarðarár, í gljúfrunum, eftir
1. september, og vildi ekki leigja hana
áfram við breyttar forsendur.
Í vinsamlegu bréfi sem Stewart ritaði
landeigendum í Hrútafirði er hann
kvaddi, segist hann aldrei hafa séð eftir
því að hafa kosið að eyða öllum þessum
sumrum við Hrútafjarðará; hann hafi
„átt margar hamingjustundir á árbökk-
um hennar, hamingjustundir sem ég
mun aldrei gleyma“. Hann ræður bænd-
um síðan heilt, að þeir muni ætíð í leigu-
samningi setja þau skilyrði „að ekki megi
veiða með maðki, sem beitu“.
Bændur þökkuðu Stewart ágæt kynni
en fóru ekki að ráðum hans.
Þótt Stewart hershöfðingi sneri aldrei
aftur til Íslands var hann ekki hættur að
veiða. Fyrir utan að kasta flugum í Moid-
art-ána, tók hann nú að stunda laxveiðar
í Noregi og veiddi þar í tíu ár – oft mjög
stóra laxa eins og ljósmyndir í Kin-
lochmoidart vitna um.
Síðast hélt Stewart til veiða í Noregi
árið 1967, fimm árum áður en hann lést.
Hann hætti aldrei að hugsa til Íslands.
„Margir sem höfðu hug á að veiða á Ís-
landi leituðu til hans,“ segir Nino. „Mjög
margir. Ég man eftir fólki sem kom og
leitaði ráða um veiðiskap á Íslandi. Hann
greiddi götu þeirra eftir fremsta megni og
fyrir kom að hann aðstoðaði menn við að
leigja sér veiðiá á Íslandi.
Svo komu vinir okkar frá Íslandi í
heimsókn. Nei, hann hugsaði oft til Ís-
lands.“
Þann 10. ágúst 1952 veiddi J. Greenway með Stewart í Hrútafjarðará og landaði stærsta
laxi sem þar hefur veiðst, 31,5 ensk pund. Sjá má laxinn neðst á myndinni.
„Eitt síðdegi, 27/7/1939,“ stendur við þessa ljósmynd í einu myndaalbúma Stewarts.
Stærsti laxinn vó 23,5 ensk pund en minnstu bleikjunar þrjú pund.
Alþýðublaðið birti árið 1953 frásögn af því
þegar Stewart gaf minki sem hann mætti af
nesti sínu. Skopmynd var birt af fundinum.
Georgette eiginkona Stewarts hampar löxum við Straumfjarðará 1937, í brúðkaupsferðinni.
Eftir að hafa veitt í átta vikur ferðuðust þau um Suðurland og dvöldu við Þingvallavatn.
Ferðalög milli ánna á Íslandi gátu verið erfið á árunum milli stríða, eins og hann lýsir í bók-
inni. Hér er bíll Stewarts, eiginkonu hans og veiðifélaga illa fastur á Snæfellsnesinu.