SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Qupperneq 22
22 3. júlí 2011 H ún var ekki uppörvandi myndin af ís- lenska utanríkisráðherranum með al- vörusvip úti í sínum raunverulega höfuðstað að tala um umsóknina sína og íslenskan fisk og stækkunarstjórinn og ung- verski kommissarinn réðu ekki við sig og rúlluðu um í hlátursrokum. En þegar sami sperrti sig og sagði að aðlögunarumsóknin væri gerð með „skýru umboði þjóðarinnar“ var þorra hennar ekki hlátur í huga. Enda birtist daginn eftir skoð- anakönnun Gallup sem sýndi að meirihluti þjóð- arinnar vildi láta afturkalla umsókn um aðild að ESB þegar í stað. Sú könnun er raunar í góðu sam- ræmi við aðrar, en þó eru nokkrar sem víkja frá meginstraumi kannana. Þær sem skera sig úr hafa birst í Fréttablaðinu, sem gömlu eigendur Baugs láta troða inn um lúgur landsmanna óumbeðið með litlu efni öðru en auglýsingum og takmarka- lausum áróðri um aðild að Evrópusambandinu. Ekki er til neitt dæmi í heiminum um svonefnt „fríblað“ sem fer slíkum hamförum fyrir einum málstað og þetta auglýsingablað þeirra Baugs- manna gerir. Þannig var reyndar einnig látið í báðum Icesave-málunum og menn muna hverju sú áróðursherferð óttans skilaði. Forsætisráðherrann vann það einstæða afrek að láta leggja Icesave-samninginn, kostnaðarsam- asta milliríkjasamning Íslandssögunnar, fyrir Al- þingi án þess að hún hefði lesið hann og fjölmargir þingmenn stjórnarliðsins hafa vitnað um að for- sætisráðherrann hefði krafist þess með offorsi að þeir samþykktu stuðning við samninginn í þing- flokkum án þess að hafa séð hann. Og það ótrú- lega er að sumir létu sig hafa það. Guðbjartur Hannesson, nú velferðarráðherra, varð frægur fyrir það við vinnslu málsins í fjárlaganefnd að segja jafnan þegar upplýsingar um fáránleika þess streymdu inn: Ég tel ekki að neitt nýtt hafi komið fram í málinu! Þjóðin var annarrar skoðunar og 98 prósent þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæða- greiðslu höfnuðu málatilbúnaði þeirra Jóhönnu og Guðbjarts. Önnur eins útreið hefur hvergi sést. En þetta lið kunni ekki að skammast sín og sat áfram. Íslenskir læknar leita burt og bætt er í bankaáfall Morgunblaðið birti í gær sláandi fréttir sem snúa að heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þar kemur fram að 617 íslenskir læknar starfa nú erlendis eða 60 á móti hverjum 100 sem eru við störf heima. Og fyr- irliggjandi upplýsingar benda til að ástandið fari enn versnandi. Læknaskortur á Íslandi er orðinn alvarlegt vandamál sem hleðst ofan á önnur. Vinnuálag á lækna og aðrar heilbrigðisstéttir er þegar handan við öll mörk og við þess háttar ástand eykst hratt hættan á mistökum í þeim þætti mannlífsins þar sem mistök örþreyttra starfs- manna geta orðið hvað afdrifaríkust. Það var engin ástæða til þess að Íslendingar færu svo illa út úr bankaáfallinu eins og þeir eru nú að fara. Íslenska ríkið hafði í áratug fyrir þá atburði greitt niður erlendar ríkisskuldir og var því betur statt en flest önnur til að mæta alvarlegu áfalli, sér- staklega þar sem ráðum íslenska Seðlabankans var fylgt að skella ekki skuldum óreiðumanna og kæruleysislegum lánum erlendra bankamanna yfir á almenning. Að auki hafði ríkissjóður lagt stórar fúlgur inn á skuldir sínar við eigið lífeyriskerfi, en halli þess hafði áður verið látinn aukast glórulaust. Allt gat því bent til að Ísland kæmist fljótt frá áfall- inu og skattborgarar landsins myndu ekki taka á sig óþarfa vanda. En hálfu ári eftir bankaáfallið komst til valda versta ríkisstjórn sem við völd hef- ur verið með óhæfustu ráðherrana innanborðs og það eykur vandann að verkstjórn er engin og leið- togahæfileikar forsætisráðherrans eru þeir sem þeir eru. Ranglað í rústum Einn bullukollurinn hefur kallað ríkisstjórn Jó- hönnu slökkvilið sem hafi verið að taka til eftir brennuvargana. Í slíkum og líkum frasaskrifum felst sú viðleitni að láta eins og það hafi ekki verið bankarnir og hinir óstjórnlega áhættusæknu eig- endur þeirra og landskunnir eyðsluseggir sem hafi haft neitt með „hrunið“ að gera. Þeir voru jú sér- stakir vinir og skjólstæðingar Samfylkingarinnar. Það eru því ríkir flokkshagsmunir að draga upp aðra mynd og það þótt hún sé ekki í samræmi við raunveruleikann og hins vegar er reynt að fela að í raun hafi verið búið að taka ákvarðanir um allar meginlínur þegar Jóhanna og Steingrímur slys- uðust inn í ríkisstjórn hálfu ári eftir bankahrunið. Þá var löngu búið að bjarga öllu greiðslukerfi landsins. Það var gert þegjandi og hljóðalaust í Seðlabankanum. Ekki tapaðist króna af gjaldeyr- isforða bankans og er vandfundinn slíkur banki í heiminum sem getur sagt þá sögu. Þá var fyrir löngu búið að leggja þá línu að ekki ætti að greiða skuldir óreiðumanna. Það var fyrir löngu búið að leggja þá línu með hvaða hætti væri rétt að byggja upp nýtt bankakerfi. (Samfylkingin fékk því mið- ur að ráða því hvert fyrirkomulag yrði haft á skip- un á skilastjórnum í samhengi við slitastjórnir. Þar voru gerð dýrkeypt mistök). Sex mánuðum síðar komu þau skötuhjú. Ekki í formi slökkviliðs. Sá þáttur var löngu yfirstaðinn, enda eins og allir þekkja þá slökkva menn ekki elda hálfu ári eftir að bálið átti sér stað. Þau Jóhanna og Steingrímur röltu vissulega um gömlu brunarústirnar og veltu fyrir sér hvernig þau gætu notað hina miklu at- burði til að ná hefndum gagnvart gömlum póli- tískum andstæðingum. Þess háttar verk voru látin ganga fyrir því að huga að hagsmunum almenn- ings og þeim sem að ósekju höfðu lent í stórslysum við þær skekkjur sem verða við stórkostlegt mis- gengi launa og gengis og útbelgingar á skuldum af slíkum sökum langt upp fyrir öll mörk. Á slíku þurfti að taka strax. Það var ekki gert og það er ófyrirgefanlegt. Hent var stórkostlegum fjár- munum úr ríkissjóði á báðar hendur. Sjóvá, spari- sjóðakerfi, stjórnlagaþingsóráð, Evrópusam- bandsaðild og svo mætti lengi áfram telja. Ekkert af þessu hafði í raun stuðning þjóðarinnar. Hún var vissulega dofin eftir áfallið en öfugt við ríkisstjórn- Reykjavíkurbréf 01.07.11 Það hefur aldrei neitt nýtt komið fram

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.