SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Side 31
3. júlí 2011 31
H
inn hressi og fjallmyndarlegi Íþróttafrétta-Haukur Harðarson
fæddist í Danmörku 30. október árið 1986. Þegar Haukur var
fjögurra ára fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og sett-
ust þau að í Vesturbæ Reykjavíkur. Yfirleitt fylgir búsetu í Vest-
urbænum sú bölvun að vera KR-ingur og er Haukur þar engin undantekning,
en hann spilaði með yngri flokkum félagsins. Eftir að hafa klárað grunnskóla-
próf úr Hagaskóla fór Haukur á viðskiptafræðibraut í Verzlunarskóla Íslands.
Haukur fór, eftir fyrsta árið í Verzló, í skiptinám til Minnesota í Bandaríkj-
unum. „Það var hrikalega gaman og ég mæli með því fyrir alla að taka eitt ár í
skiptinámi,“ segir Íþróttafrétta-Haukur, og minnist strax á það þegar hann sá
viðureign Minnesota Timberwolves og Los Angeles Lakers í úrslitakeppni
Vesturstrandarinnar í NBA. „Þetta var svakalegt ár í körfunni. Í Lakers voru
kempur á borð við Kobe Bryant, Shaquille O’Neal, Karl Malone og Gary Pay-
ton, svo var Timberwolves líka með gott lið: Kevin Garnett, Sam Cassel, Lat-
rell Sprewel og fleiri góða.“ Eftir Verzlunarskólann lá leið Hauks úr Ofanleiti 1
í Ofanleiti 2, þar sem Háskólinn í Reykjavík var til húsa. Þar lagði hann stund á
viðskiptafræði og kláraði grunnnám síðasta vor. Haukur kann greinilega vel
við sig í grennd við Kringluna, því úr Ofanleiti lá leið hans í Efstaleiti þar sem
Ríkisútvarpið er til húsa og starfar hann þar sem íþróttafréttamaður. „Starfið
og vinnustaðurinn er í einu orði sagt frábær,“ segir Haukur og bætir við að það
sé svolítið skrítið að þurfa ekki að fela það fyrir yfirmönnum sínum að hann sé
að skoða íþróttafréttir í vinnunni.
robert@mbl.is
Þarna er ég með ástkærum foreldrum mínum daginn sem ég útskrifaðist úr Verzló.
Þarna er ég að kenna Bjarna og Grími vinum mínum að hlæja fyrir myndatökur. Ég get haldið
þessum svip í tvo klukkutíma án þess að blikka augum.
Ég fór í apríl til Dubai með nokkrum góðum vinum.
Ég spila golf öðru hverju til að verða ekki ömurlegur
þegar ég loksins byrja á fullu í þessu um sextugt.
Einn af kostunum við starfið er að maður hittir fullt af merkilegu fólki.
Þarna er Royce Gracie að tuska mig aðeins til en hann er einn frægasti
Jiu-Jitsu gaur sögunnar.
Íþróttafrétta-
Haukur
Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson
opnar myndaalbúm sitt að þessu sinni
Snilldarkvöld! Fór með góðum vinum á Coldplay tón-
leika í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Þetta var þriðja
skiptið sem ég fór að sjá uppáhaldshljómsveitina spila.
Ljónharðir. Grímur, ég, Kjartan Henry og Rudolf. Við
erum allir miklir vinir í dag og höfum ekki breyst neitt
rosalega mikið held ég bara.
Við urðum Íslandsmeistarar í 6. flokki.
Ég og Arnar litli bróðir minn í skíðaferð í
Austurríki fyrir nokkrum árum. Bestu frí í
heimi! Í dag er Arnar 2.14 á hæð og er orð-
inn menntaskólaspaði í MR.
Myndaalbúmið
Mynd sem pabbi tók af mér í KR-búningnum.
Þarna er ég og Hrafn bróðir í Árósum þar sem ég bjó fyrstu fjögur ár ævi minnar.Ég og Hrafn stóri bróðir minn að veiða.