SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 32

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 32
32 3. júlí 2011 H völum (Cetacea) er skipt í þrjá undirættbálka: Fornhvali (Archeoceti), tannhvali (Odontoceti) og skíðishvali (Mysticeti). Fornhvalir eru allir útdauðir. Núlifandi hvalategundir, þ.e. sem búið er að lýsa og viðurkenna, eru 86. Þar af eru tannhvalir 72 tegundir í 33 ættkvíslum en skíðishvalir 14 í sex ættkvíslum. Sumar eru ekki þekktar nema af einu eða tveimur sjóreknum hræjum og í einhverjum til- fellum er ekki um að ræða nema eitt lítið hauskúpubrot eða svo. Er talið næsta víst að fleiri leynist í regindjúpum heimshaf- anna, stærstan partinn ókönnuðum, og muni uppgötvast á næstu árum, a.m.k. einhverjar. Erfðatæknin býður líka upp á nýja möguleika, hefur nú þegar sýnt fram á ýmsa hluti, t.d. það að sléttbakurinn er ekki lengur ein tegund heldur þrjár, léttir ekki ein heldur tvær og að hrefnan á suð- urhveli (önnur af tveimur) er reyndar ís- reyður (Balaenoptera bonaerensis), og mun eflaust á næstu árum koma með enn fleiri uppljóstranir. Fjölskipaðasta ætt tannhvala er haf- urhveli (Delphinidae, s.s. grindhvalur, háhyrningur, leiftur og stökkull) með 36 tegundir, því næst koma svínhveli (Ziphi- idae, t.d. andarnefja, gáshnallur og allir snjáldrarnir) með 21 tegund, síðan hnís- hveli (Phocoenidae) með sex tegundir, þá patthveli (Kogiidae) með tvær, hvíthveli (Monodontidae) með tvær, þ.e.a.s. mjald- ur og náhval, og loks búrhveli (Physe- teridae), árhveli (Platanistidae), fljóthveli (Iniidae), elfhveli (Lipotidae) og lónhveli (Pontoporiidae) allar með eina hver. Fjölskipaðasta ætt skíðishvala er reyð- arhveli (Balaenopteridae) með átta eða jafnvel níu tegundir, þá slétthveli (Balae- nidae) með fjórar tegundir og stúfhveli (Neobalaenidae) og gráhveli (Eschr- ichtiidae) reka svo lestina með eina teg- undina hvor. Töluverður munur er á þessum tveimur núlifandi undirættbálkum hvala, tann- hvölum og skíðishvölum, en einkum þó sá að a) tannhvalir eru með ósamhverfa hauskúpu en skíðishvalir samhverfa, b) að tannhvalir nota auk sjónar og heyrnar ákveðna bergmálstækni við fæðunám og geta jafnvel – sumir a.m.k. – lam- að bráðina með hátíðni- höggum en flestir skíð- ishvalir nota einkum lágtíðnihljóð (til innri samskipta) og verða því að láta sér nægja frumstæðari aðferðir til veiða, c) að tannhvalir eru – eðli málsins samkvæmt – allir tenntir (að einhverju marki) en skíðishvalir hafa ákveðinn sí- unarútbúnað, hornplötur sem á eru mikl- ar trefjar, í þeirra stað, d) að tannhvalir eru bara með eina nös eða blástursholu opna (hin er stífluð) en skíðishvalir tvær, e) að karldýr tannhvala eru nær und- antekningarlaust stærri en kvendýr á meðan þessu er öfugt farið hjá skíð- ishvölum, f) að kýr tannhvala ganga yf- irleitt lengur með og eiga sjaldnar af- kvæmi en kýr skíðishvala, og g) að tannhvalir eru að jafnaði mun fé- lagslyndari en skíðishvalir. Í Norður-Atlantshafi hefur sést 41 hvalategund að talið er. Af þeim tilheyra 32 tannhvölum en níu skíðishvölum. Sandlægja er nú horfin þaðan, var útrýmt á 17. eða 18. öld, en sléttbakur og norð- hvalur rétt tórðu. Nýjustu rannsóknir þykja benda til að þeir muni eftir allt halda velli. Við Íslandsstrendur hafa frá öndverðu sést 23 hvalategundir. Tannhvalirnir eru þessir, í stafrófsröð: Andarnefja, búr- hvalur, gáshnallur, grindhvalur, háhyrn- ingur, hnísa, hnýðingur, króksnjáldri, leiftur, léttir, mjaldur, náhvalur, norð- snjáldri, rákaskoppari og stökkull. Og skíðishvalirnir: Hnúfubakur, hrefna, langreyður, norð- hval- ur, sandlægja, sandreyður, slétt- bakur og steypireyður. Risinn meðal hvalanna Sennilega dreymir flest þeirra eða öll sem í hvalaskoðun fara um að komast í tæri við steypireyði, enda mikil upplifun að sjá þann risa í nálægð. Þar er um að ræða langstærsta dýr jarðar, fyrr og síðar, eftir því sem næst verður komist. Hún er nú á tímum ekki „nema“ 20-29 m að lengd fullvaxin (á norðurhveli 23-27 m) og um 100-150 tonn að þyngd, en áður fyrr gátu þessar tölur orðið mun hærri. Árið 1909 veiddist t.d. í Suður-Íshafi 33,58 m langt kvendýr sem farið var með í hvalveiðistöð á eyjunni Suður-Georgíu. Ekki er vitað um þyngd ferlíkisins en árið 1947 veiddist annað kvendýr, 27,6 m langt, er vó um 190 tonn. Í Norður-Atlantshafi á lengd- armetið kýr sem var 28,1 m. Fullvaxin steypireyðarkýr er m.ö.o. þyngri en 1.500 meðalmanneskjur, barn gæti skriðið um víðustu æðarnar, tungan ein vegur jafnt og fíll og sporðblaðkan er breiðari en löggilt mark á fótboltavelli. Steypireyðurin er þó, eins og önnur reyðarhveli, ákaflega spengileg í vexti, ílöng og grönn. Meginlitur er dökkgrár eða blágrár, ívið ljós- ari að neðanverðu, og að auki eru hvalirnir flikróttir, og engir tveir þannig eins, sem gerir það að verkum að hægt er að greina einstaklinga í sundur. Neð- ansjávar virðist hún gjarnan ljósblá, sem orsakast af ákveðnum þörungum á hvelj- unni eftir dvöl í kaldsjó sumarsins. Höf- uðið er tæplega fjórðungur af lengd dýrs- ins og U-laga, séð ofan frá, trjónan ávöl og hlutfallslega breiðari en á öðrum reyð- arhvölum, neðri kjálki gengur 10-20 cm fram úr þeim neðri, bægslin um 2,5 m löng og mjó, hvít að neðan, og bakhyrnan mjög lítil eða ekki nema um 30 cm há, staðsett aftarlega á búknum; hún getur verið með ýmsa lögun. Sporðblaðkan er hins vegar mikil og breið, um 8 m, og ákaflega kröftug; hún er með greinilegri rauf í miðju. Stundum er hún reist á loft fyrir köfun. Blástursholurnar eru á upp- hækkuðum hrygg á kollinum og getur súlan náð a.m.k. 12 m hæð (15-20 m?) og Barn gæti skriðið um víðustu æðarnar Hvalaskoðunarvertíðin er byrjuð og mörg fyr- irtæki víðsvegar um landið tekin að sigla með áhugasama gesti, flesta langt að komna, út frá höfnum og þangað sem helst er von til að sjá þessa fallegu og merkilegu íbúa hafsins. Sigurður Ægisson sae@sae.is Steypireyður á leið í djúpköfun. Myndin er tekin á Skjálfandaflóa 26. júní 2011 um borð í Hvalaskoðunarbátnum Faldi hjá Gentle Giants. Þess má til gamans geta að vænghaf kríu er 75-85 sm en nokkrar slíkar sveima um á myndinni.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.