SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 35

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Síða 35
3. júlí 2011 35 ur úr sögu Vals en Guðmundur skoðaði gamlar myndir og notaði smáatriði héðan og þaðan. Guðmundur hefur alltaf verið mikill aðdáandi Valsliðsins og æfði bæði fót- bolta og handbolta með liðinu. Hann fylgist helst með íslenska boltanum og hefur gaman af stemningunni í kring- um leikina. Langar að gera landsliðsbúning Hann fylgist líka með íslenska lands- liðinu en er mjög ósáttur við búning- inn. „Landsliðið er búið að vera í ein- hverjum ljótasta búningi í heimi síðustu tíu ár,“ segir hann og verður dapur í bragði. Hönnuðurinn hefur mikinn áhuga á því að „poppa upp“ búninginn fyrir landsliðið og ætlar að koma með tillögur þessa efnis með vini sínum, grafíska hönnuðinum Hjalta Axel Yngvasyni. „Það góða við landsliðsbúninginn er að það mega ekki vera auglýsingar á honum en það er það sem venjulega skemmir treyjurnar. Það væri auðvelt að gera fallegan búning. Þótt lands- liðið sé lélegt gætu þeir að minnsta kosti verið í fallegum búningi og unnið önnur lið þar í sálfræðistríði þar sem þeir eru glæsilegri en hitt liðið.“ Varðandi stuttbuxurnar í afmælis- búningi Vals þá hannaði Guðmundur mjög stuttar stuttbuxur sem fóru ekki í framleiðslu. „En fyrsti búningurinn sem ég gerði var fyrir Knattspyrnu- félagið Mjöðm sem ég er í. Þær stutt- buxur voru mjög stuttar og það er allt annað líf að spila í þessu. Maður er léttari allur,“ segir Guðmundur og hristir hausinn yfir körfuboltakvart- buxunum og segir nánar frá þessu fé- lagi sínu. Spilar með Mjöðminni „Knattspyrnufélagið Mjöðm er góður félagsskapur með misgóðum knatt- spyrnumönnum. Þetta er mjög skemmtilegt, stór og breiður hópur. Við spilum í Carlsberg-deildinni, sem er utandeild í sjö manna bolta,“ segir hann og útskýrir að fótbolti sé góð hreyfing og útrás og líka sé gaman að félagsskapnum í kringum þetta. Félagið er fjögurra ára gamalt. „Ég var alltaf framherji fyrst í Mjöðminni, svo hætti ég að skora og fór inn á miðj- una. Þá komu líka betri menn inn í lið- ið sem skoruðu meira. En ég á fyrsta gullskóinn sem Mjöðmin hefur veitt og er stoltur af því,“ segir hann en núver- andi handhafi hans er DJ Margeir. Þessi brennandi áhugi á fótbolta sem Guðmundur býr yfir er kannski ekki dæmigerður fyrir fatahönnuði og tískuheiminn og grínast hann með þetta: „Það er fínt að fá svona smá karlmennsku á móti þessu kvenlæga.“1. flokkur 1927. Takið eftir markmannstreyjunni. Íslandsmeistaraliðið frá 1930. Stoltir sigurvegarar árið 1919 með séra Friðriki. Fyrsti mótssigur Vals. ’ Fyrsti búningurinn sem ég gerði var fyrir Knattspyrnufélagið Mjöðm sem ég er í. Þær stuttbuxur voru mjög stutt- ar og það er allt annað líf að spila í þessu. Maður er létt- ari allur.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.