SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 39

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 39
3. júlí 2011 39 A ð finna til öryggis hefur aldrei haft eins mikið að segja um heilbrigði ástarsambanda, en samkvæmt vísindamönnum við Háskóla Baskalands á Spáni lifa þeir sem finna til öryggis í ástarsambandi sínu meira fullnægjandi kynlífi en þeir sem finna til óöryggis gagn- vart makanum. Öryggistilfinningin gerir það líka að verkum að fólk er meðvitaðra um og hefur meiri stjórn á því hvernig það tjáir tilfinningar sínar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á 211 pörum í langtíma- samböndum á aldrinum 20-65 sem svöruðu spurningum um kynhegðun, umhyggjusemi gagnvart makanum, hversu ánægð þau væru með kynlífið og hversu mikla togstreitu þau upp- lifðu varðandi erótískar langanir sínar. Þátttakendunum var skipt upp í tvo hópa eftir því hvort þeir lýstu sér sem óöruggum varðandi tilfinningahegðun sína eða örugg- um og var meðlimum fyrri hópsins síðan skipt eftir því hvort þeir upp- lifðu spennu (stress) eða voru tví- bentir varðandi sambandið. Eins og við mátti búast farnaðist þeim einstaklingum sem voru óör- uggir mun verr í samböndum sín- um en þeim sem fundu til öryggis, þeir voru ekki eins ánægðir og upp- lifðu meiri togstreitu varðandi eró- tískar langanir. Þeir einstaklingar sem voru flokkaðir sem stressaðir eða tvíbentir voru áráttuknúnari í umhyggju sinni gagnvart makanum á meðan þeir sem höfðu tilhneigingu til að forðast að takast á við hlutina reyndust stjórnsamari og upplifðu meiri togstreitu varðandi langanir sínar. En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þitt samband? Ef þú ert stressaða týpan eru líkur á því að þú reynir að halda fast í elskuna þína og uppfylla þarfir hennar á áráttukenndan hátt. Ef þú ert týpan sem forðast það að takast á við hlutina er lík- legra að þú sért að forðast að takast á við sambandið og þar með axla ábyrgð á því. Það eru því einnig líkur á því að þú lendir í vandræðum með að viðhalda nánd í sambandinu. Og ef annað ykkar er stressað varðandi sambandið og hitt tekst ekki á við hlutina þá veist þú örugglega nú þegar að það er sú blanda sem er hvað líklegust til að valda stórum vandræðum, þannig pör enda oft á því að þurfa að leita sér ráðgjafar. Til þess að leysa slík vandamál leggja vísindamennirnir til að báðir aðilar styðji hinn markvisst tilfinningalega, til dæmis þegar hann finnur til depurðar. Það er líka mikilvægt að báðir horfist í augu við eigin þörf á stuðningi og biðji um hann þeg- ar erfiðleikar sækja að. Sá eiginleiki að geta leyft sér að þarfn- ast einhvers leiðir til meiri velferðar og heilbrigðara og traustara sambands. Og það getur orðið grundvöllur betra kynlífs! Ætli Paul gamli McCartney finni til öryggis í sínu sambandi? Reuters Öryggi í sambandinu ’ Ef þú ert stressaða týpan eru líkur á því að þú reynir að halda fast í elskuna þína og uppfylla þarfir hennar á áráttukenndan hátt. Kynfræð- ingurinn Yvonne Kristín Fulbright armyndunarumboðið, kallaði kvennalistakonur til viðræðna þar sem Alþýðuflokkurinn var einnig við borðið. Ýmis mál voru þar reifuð en ófrávíkjanleg krafa Kvennalistans í viðræðunum var að lögbinda skyldi lægstu laun; það er að bannað yrði að greiða laun fyrir dagvinnu undir framfærslukostnaði. Á þessu steytti og í staðinn fór Framsókn- arflokkur í ríkisstjórnina sem lifði aðeins eitt ár. Eigi að síður létu kjós- endur sér vel líka. Kvennalistinn fór með himinskautum í skoð- anakönnunum um skeið. Í riti Kristínar Jónsdóttur, Hlustaðu á þína innri rödd, sem er saga Kvennalistans, segir að kvennalistakonum hafi verið vonbrigði að ekki tókst að mynda ríkisstjórn með þeirra þátttöku. Á hinn bóginn komi ekki á óvart að látið hafi verið brjóta á kröfu um lög um lægstu laun. Þarna hafi sömuleiðis orðið straumhvörf. Fram til 1987 hafi Kvenna- listanum vegnað vel en eftir þetta hafi komið upp deiluefni, sem fylgt hafi Kvennalistanum uns yfir lauk. En hverju kom Kvennalistinn til leiðar? Guðrún Agnarsdóttir mælti fyrir hönd Kvennalistans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi haustið 1988. Guðrún benti þar á, að fyrsta málið sem Kvennalistinn hefði fengið samþykkt árið 1984 hefði verið þingsálykt- unartillaga um skipun nefndar til að kanna hvernig háttað væri rann- sókn nauðgunarmála. „Þetta er árangur af viðleitni okkar en aðeins eitt lítið skref í átt til þess umönnunarþjóðfélags sem kvennalistakonur vilja byggja, þjóðfélag samvinnu og samábyrgðar … þjóðfélag þar sem sjónarmið og reynsla kvenna er jafngild til stefnumótunar og sjón- armið og reynsla karla,“ sagði Guðrún – og ekki verður annað séð en þessi orð séu í raun kjarni þess sem Kvennalistinn barðist fyrir. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Árangur af við- leitni okkar en aðeins eitt lítið skref í átt til þess umönnunarþjóð- félags sem kvenna- listakonur vilja byggja Guðrún Agnarsdóttir Konungleg fjölskylda. Albert, Charlene, Karólína Mónakóprinsessa og dóttir hennar, Charlotte Casiraghi. Reuters Albert Mónakóprins með mynd af brúði sinni sem sýnir vel líkindi hennar og Grace Kelly. Reuters Að sjálfsögðu verður að framleiða minjagripi um þetta konunglega brúðkaup rétt eins og hjá Katrínu og Vilhjálmi. Í Mónakó sjást engir tepokar, Pez-kallar eða dúkkur í líki Alberts og Charlene. Þó er hægt að kaupa hefðbundnari gripi til minningar um brúð- kaupið, eins og frímerki og lyklakippuna á myndinni. Til minnis

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.