SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 41
3. júlí 2011 41
LÁRÉTT
4. Tek und úr hindúismanum út af stefnu. (9)
7. Helgráan má nota í jólaskraut. (8)
8. Leikur um Rúbíkon? (11)
10. Kantur á disk rennur saman út af yfirrödd. (9)
11. Kjark skal mýksti öðru hvoru sýna með feiti. (10)
13. Ná með fleygiferð að klára tímabil. (8)
14. Úr orðræðu má lesa það sem lýsir kjarkleysi. (7)
15. Flenna með net. (5)
18. Ekki nátta þar sem vindur er úr einni átt. (7)
20. Skipast pílan hjá plöntunni. (10)
23. Set hitamæli upp í einhvern að sögn. (8)
24. Nokkrar í árstíð. (5)
26. Sjá kæra frú með æði fyrir fræðigrein. (9)
28. Fyllirí og morð út af því sem er nauðsynlegt í
hefðbundnum kveðskap. (6)
31. Ungmennafélag er meðal annars að færa á milli.
(7)
32. Tunguliprar gefa fimmtíu fyrir skepnu. (10)
34. Ás ók inn einhvern veginn vegna árásarinnar. (7)
35. Stutt að finna úthlutað. (8)
36. Anar með fund sinn til skapvondra. (8)
LÓÐRÉTT
1. Kaupa sár á lágu verði. (10)
2. Bil masters í berlega hálfu námi veldur verk. (8)
3. Hvellt eins og einn sem sýnir hegðun. (8)
4. Er hann ekki enn dofinn út af fléttuðum? (9)
5. Man enn glatt hross sem var lífshættulegt. (9)
6. Fyrri hluti Mein Kampf móðgi í svikum. (8)
9. Blanda ragú fyrir Ara til að fá mikið. (7)
12. Vætt með flautu. (6)
16. Diskarnir fyrir sorp. (5)
17. Fæ trúð til að blanda saman til að fá hannaða.
(6)
19. Huldumaður í heimshlutum. (5)
20. Stór hryssa er fiskur. (6)
21. Fluttur ógreiddur. (7)
22. Deila bára um að auka (8)
24. Ó ansi fínn lendir einhvern veginn í hljómsveit-
inni. (9)
25. Greni við Menntaskólann á Ísafirði veldur haus-
verk. (7)
27. Gapandi áður við svikulum. (8)
29. O, blés hreyfing til ýkts (7)
30. Skóflur í spilum. (6)
33. Sjá fugla í gríska stafrófinu. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn ásamt úr-
lausninni í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykja-
vík. Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 3. júlí rennur út 7.
júlí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 10. júlí.
Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings-
hafi krossgátunnar 26. júní er Sigrún Sighvatsdóttir,
Fífuseli 15, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina
Bollakökur Rikku eftir Friðriku H. Geirsdóttur. Vaka-
Helgafell gefur út.
Krossgátuverðlaun
Bobby hló. Erkifjandi hans Efim
Geller sem hafði unnið þrjár síð-
ustu skákir sem þeir höfðu teflt
bauð nú jafntefli eftir sjö leiki þó
hann hefði hvítt. Eins og kaupin
gerðust á eyrinni í þá daga,
hentaði jafntefli þeim ágætlega
þannig séð þarna á millisvæða-
mótinu í Palma í desember 1970.
Sex efstu kæmust áfram og þeir
yrðu áfram í fararbroddi. En
Bobby Fischer gaf andstæðingi
ótvírætt til kynna að seint
myndi hann skríða inn í
hræðslubandalag með „Rúss-
unum“: „Ég sem aldrei um jafn-
tefli í innan við 40 leikjum, “
sagði hann við Geller sem setti
dreyrrauðan. „Jæja karlinn, svo
þú telur þig vera snilling“ –
svipurinn hvarf. Og örlaga-
nornirnar hófu nýjan spuna;
samanrekni stórmeistarinn frá
Odessa lagði niður vopnin eftir
72 leiki. Og Fischer vann mótið
með fáheyrðum yfirburðum.
Allir frægustu skákmeistarar
sögunnar hafa átt sinn erki-
fjanda sem af undarlegum
ástæðum reyndist þeim erfiðari
viðfangs en aðrir.
Á uppgangsárum sínum mátti
Garrí Kasparov hvað eftir annað
lúta í lægra haldi fyrir skák-
manni sem var aðallega þekktur
sem andófsmaður í Sovétríkj-
unum, Boris Gulko. Mikhael Tal
átti sér „erfkifjanda“ sem fáir
kannast við í dag en þegar hann
lést árið 1963 skrifaði „töfra-
maðurinn“ falleg eftirmæli um
Ratmir Nezhmetdinov sem vann
Tal þrisvar á árunum 1957-61.
Erkifjandi Boris Spasskís er
betur þekkt stærð. Spasskí gat
ekki teflt við Anatolí Karpov, í
kappskákum er staðan þar 12:1
ásamt fjölmörgum jafnteflum.
Fyrsti stórmeistari Íslendinga,
Friðrik Ólafsson, komst aldrei
upp með neinn moðreyk gegn
Vasilí Smyslov; þar er staðan 5:0
með sex jafnteflum.
Wisvanathan Anand vakti
verulega athygli þegar hann
vann óvæntan sigur á stór-
mótinu í Reggio Emila um ára-
mótin 1991-́92. Þar vann hann
Kasparov með svörtu og bjugg-
ust margir við því að hann yrði
heimsmeistaranum erfiður á
komandi árum. Reyndin varð
önnur. Kasparov hafði á honum
slíkt heljartak að þegar hann dró
sig í hlé árið 2005 hafði hann
unnið Indverjann 16 sinnum og
einungis tapað þrisvar auk
jafntefla. Í HM-einvígi þeirra í
New York 1995 komst Anand
yfir eftir níu skákir. Í tíundu
skákinni var Kasparov eins og
ljón í búri og náði að skjóta á
Anand nokkkrum leikjum sem
voru vandlega undirbúnir með
hjálp tölvuforrita.
Fyrr á því ári hafði hann leitað
í smiðju til 19. aldar skákmeist-
arans Evans skipstjóra:
Minningarmót um Tal, Riga
1995:
Garrí Kasparov – Wisvanat-
han Anand
Ítalskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5
4. b4 Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7.
Be2!?Þetta var nýr snúningur á
sínum tíma.
7. … exd4 8. Dxd4 Rf6
Annar möguleiki er 8. … d6 9.
Dxg7 Bf6
9. e5 Rc6 10. Dh4 Rd5 11. Dg3
g6 12. O-O Rb6 13. c4 d6 14. Hd1
Rd7 15. Bh6! Rcxe5 16. Rxe5
Rxe5 17. Rc3!
Öll áhersla á frumkvæðið og
mun sterkara en 17. Bg7 Bf6!
17. … f6 18. c5! Rf7 19. cxd6
cxd6
Betra virðist 19. … Bxd6 en
eftir 20. De3+ De7 21. Dxe7+
Bxe7 22. Bg7!er svarta staðan
erfið.
20. De3 Rxh6 21. Dxh6 Bf8 22.
De3+ Kf7
22. … De7 er svarað með 23.
Re4 o.s.frv.
23. Rd5 Be6 24. Rf4 De7?
Tapar, 24. … Bc8 var eini
varnarleikurinn.
25. He1!
- Dálítinn tíma tekur að átta
sig á því að svartur er varnarlaus
eftir þennan rólega leik og An-
and gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Erfiður andstæðingur
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta